Fréttir

Fyrirsagnalisti

Sveitarfélög fá lengri frest til að skila fjárhagsáætlun - 28.12.2012

Ákveðið hefur verið að veita sveitarfélögum frest til 15. janúar næstkomandi til að skila fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og þriggja ára áætlun sem nær til áranna 2014 til 2016. Hefur sveitarfélögum landsins verið tilkynnt um þessa ákvörðun innanríkisráðuneytisins.

Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkti viðbótarfjárveitingu vegna gildistöku barnalaga - 28.12.2012

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun viðbótarfjárveitingu vegna breytingar barnalaga sem samþykkt voru á Alþingi fyrir jólin og taka eiga gildi um áramót. Samþykkt var allt að 30 milljóna króna viðbótarfjárveiting á næsta ári. Heildarfjárveiting til að hrinda í framkvæmd breytingum á barnalögum verður því 60 milljónir króna.

Lesa meira

Stjórnvöld setja í fyrsta sinn fram stefnu í neytendamálum - 28.12.2012

Starfshópur um skipulag neytendamála sem innanríkisráðherra skipaði hefur skilað tillögum sínum. Leggur hópurinn meðal annars til að að stjórnvöld móti stefnu í neytendamálum sem sett verði fram sem þingsályktunartillaga og að ráðherra flytji Alþingi árlega skýrslu um stöðu neytendamála. Hér er ekki um að ræða samþykktar tillögur ráðherra heldur er einungis verið að kalla eftir sjónarmiðum varðandi þau efnisatriði sem koma fram í skýrslunni. Gefinn er frestur til og með 18. janúar til að skila inn ábendingum á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Lokið fjárhagslegri endurskipulagningu Sveitarfélagsins Álftaness - 27.12.2012

Fjárhaldsstjórn Sveitarfélagsins Álftaness hefur lokið verkefni sínu og leysti innanríkisráðherra hana frá störfum í dag.

Lokið er fjárhagslegri endurskipulagningu Sveitarfélagsins Álftaness og leysti innanríkisráðherra í dag frá störfum fjárhaldsstjórn sem skipuð var til að annast verkefnið í samráði við bæjarstjórnina og innanríkisráðuneytið. Jafnframt var því fagnað að um áramótin sameinast sveitarfélagið og Garðabær undir nafni Garðabæjar en kosið var um sameininguna í haust og var hún liður í hinni fjárhagslegu endurskipulagningu.

Lesa meira

Lengri frestur til að fjalla um stjórn og fundarsköp sveitarstjórna - 21.12.2012

Alþingi hefur samþykkt þá breytingu á  sveitarstjórnarlögum að framlengja frest í ákvæði til bráðabirgða um samþykktir um stjórn sveitarfélaga og fundarsköp sveitarstjórnar. Er frestur veittur til 30. júní 2013.

Lesa meira

Embætti héraðsdómara laust til setningar - 21.12.2012

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til setningar frá og með 1. febrúar 2013 til og með 31. desember 2013, vegna leyfis skipaðs dómara. Ráðherra setur í embættið að fenginni ábendingu dómstólaráðs, sbr. 2. mgr. 20. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Lesa meira

Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga - 20.12.2012

Innanríkisráðherra  hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðun og uppgjör eftirfarandi framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2012:

Lesa meira

Úthlutun aukaframlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2012 - 20.12.2012

Innanríkisráðherra hefur gefið út reglur um ráðstöfun 350 milljóna króna aukaframlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2012. Reglurnar eru settar  í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Aukaframlaginu er ætlað að koma til móts við þau sveitarfélög sem eiga í miklum fjárhagslegum erfiðleikum á árinu. Við útreikning  framlagsins er meðal annars byggt á upplýsingum úr ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2011.

Lesa meira

Landshlutar skila sóknaráætlunum um miðjan febrúar 2013 - 19.12.2012

Sóknaráætlanir landshluta voru ræddar á fundi í síðustu viku.

Samráðsfundur stýrinets Stjórnarráðsins um sóknaráætlanir landshluta og formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga var haldinn í síðustu viku. Þar kom fram að vinnan við sóknaráætlanir fer vel af stað í öllum átta landshlutunum og lofar góðu fyrir framhaldið. Landshlutarnir eru komnir mislangt með vinnuna en munu skila sóknaráætlunum sínum til stýrinetsins 15. febrúar 2013.

Lesa meira

Umsóknarfrestur um embætti forstjóra Þjóðskrár Íslands til 13. janúar - 17.12.2012

Embætti forstjóra Þjóðskrár Íslands hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til og með 13. janúar. Forstjóri Þjóðskrár Íslands stýrir starfi stofnunarinnar og er ábyrgur gagnvart ráðherra og stjórn á starfsemi hennar.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsótti Skipti - 14.12.2012

Innanríkisráðherra heimsótti Skipti á dögunum.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti Skipti á dögunum og kynnti sér starfsemi fyrirtækisins. Skipti rekur fyrirtæki sem einkum starfa á sviði fjarskipta og upplýsingatækni.

Lesa meira

Drög að frumvarpi til laga um handtöku og afhendingu manna til umsagnar - 14.12.2012

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar. Unnt er að senda umsagnir um drögin til 11. janúar 2013 og skulu þau send á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Framlengja á frest um viðhaldsáætlanir flugvéla og þyrlna - 10.12.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um almannaflug flugvéla, nr. 694/2010 og reglugerð um almannaflug þyrlna, nr. 695/2010. Umsagnarfrestur um drögin er til 17. desember næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Ingveldur Einarsdóttir sett hæstaréttardómari - 7.12.2012

Ögmundur Jónasson hefur sett Ingveldi Einarsdóttur í embætti hæstaréttardómara til tveggja ára.

Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur verið sett hæstaréttardómari til tveggja ára, frá 1. janúar næstkomandi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afhenti henni í dag setningarbréf þessu til staðfestu og um leið ritaði hún undir drengskaparheit.

Lesa meira

Fjármál og samstarfsmál rædd á samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga - 7.12.2012

Frá samráðsfundi fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem haldinn var í dag.

Samráðsfundur ríkis og sveitarfélaga var haldinn í dag. Slíkir fundir eru haldnir í það minnsta einu sinni á ári og sátu hann fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, innanríkisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis.

Lesa meira

Ingveldur Einarsdóttir sett í embætti hæstaréttardómara - 7.12.2012

haestirettur

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ákveðið að setja Ingveldi Einarsdóttur, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, í embætti hæstaréttardómara til ársloka 2014. Ingveldur var ein af fimm umsækjendum um embættið og var niðurstaða dómnefndar sú að þrír af fimm umsækjendum væru hæfust til að gegna embættinu.

Lesa meira

Þrír af fimm umsækjendum hæfastir til að hljóta setningu í embætti hæstaréttardómara - 6.12.2012

Dómnefnd sem metið hefur umsækjendur um embætti setts hæstaréttardómara sem auglýst var 2. október síðastliðinn hefur lokið störfum og skilað innanríkisráðuneytinu niðurstöðu sinni. Fimm sóttu um embættið og er það niðurstaða dómnefndar að þrír séu hæfastir umsækjenda til að hljóta setningu í embættið.

Lesa meira

Ákváðu nánara samstarf á sviði sveitarstjórnarmála - 3.12.2012

Innanríkisráðherrar Færeyja, Grænlands og Íslands ásamt forseta grænlenska þingsins.

Lokið er heimsókn innanríkisráðherra Færeyja og Grænlands til Íslands og hélt sá grænlenski af landi brott í gær og  færeyski ráðherrann í dag. Ráðherrarnir kynntu sér margvísleg málefni sem heyra undir innanríkisráðuneyti landanna enda segja þeir löndin þrjú eiga margt sameiginlegt og vilja þeir koma á nánara samstarfi landanna einkum á sviði sveitarstjórnarmála.

Lesa meira

Samstarfsyfirlýsing milli Þjóðskrár Íslands og Færeyja undirrituð - 30.11.2012

Innanríkisráðhererarnir Kári Höjgaard, Anton Fredriksen og Ögmundur Jónasson líta hér í blað.

Innanríkisráðherrar Færeyja og Grænlands, Kári Höjgaard og Anton Frederiksen, sem staddir eru á Íslandi í boði Ögmundar Jónassonar innanríksráðherra, áttu í dag fund með Ögmundi þar sem gestirnir kynntu sér ýmis sameiginleg málefni er varða ráðuneyti þeirra. Þá var undirrituð yfirlýsing milli Þjóðskrár Íslands og Umhvörvisstovu Færeyja um samstarf árin 2013 til 2015.

Lesa meira

Vellíðan undirstaðan þess að rækja starf sitt vel - 30.11.2012

Ögmundur Jónasson ávarpaði í dag ráðstefnu um heilsufar flugliða.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp á ráðstefnunni „Í flug formi“ sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugfreyjufélag Íslnds stóðu að í dag í samvinnu við flugrekendur. Tilgangur ráðstefnunnar var að fjalla um heilsufar flugliða og hvaða þættir í umhverfinu geta haft áhrif á dagleg störf.

Lesa meira

Frumvarpi til laga um happdrættismál dreift á Alþingi - 30.11.2012

Frumvarpi til laga um breytingu á lögum um happdrætti, nr. 38/2005, hefur verið dreift á Alþingi. Felur það einkum í sér aukið eftirlit með happdrættum, auknar forvarnir og takmörkun aðgengis að fjárhættuspilum á netinu sem eru óheimil hér á landi. Gera má ráð fyrir að málið komist á dagskrá Alþingis á næstunni.

Lesa meira

Innanríkisráðherrar Færeyja og Grænlands heimsækja Ísland - 29.11.2012

Innanríkisráðherrar Færeyja og Grænlands, Kári Höjgaard og Anton Frederiksen, sem fara meðal annars með sveitarstjórnarmálefni, heimsækja Ísland í boði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Koma ráðherrarnir á morgun, föstudag, og dvelja hér fram á sunnudag.

Lesa meira

Drög að breyttri reglugerð um skoðun ökutækja til umsagnar - 26.11.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja nr. 8/2009. Umsagnarfrestur um drögin er til 7. desember næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is .

Lesa meira

Framlenging á tímabundinni fjölgun dómara undirbúin - 23.11.2012

Innanríkisráðherra flutti ávarp á aðalfundi Dómarafélags Íslands í dag.

Aðalfundur Dómarafélags Íslands var haldinn í dag og flutti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarp í upphafi fundar ásamt formanni Lögmannafélags Íslands, Jónasi Þór Guðmundssyni hrl. Hjörtur O. Aðalsteinsson, formaður Dómarafélagsins, setti fundinn og bauð gesti velkomna og sagði meðal annars að opnuð hefði verið vefsíða félagsins.

Lesa meira

Frumvarp um rafrænar íbúakosningar sveitarfélaga og rafræna kjörskrá - 23.11.2012

Ríkisstjórnin hefur samþykkt lagafrumvarp sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti nýverið um að sveitarfélögum yrði gert kleift að íbúakosning fari eingöngu fram með rafrænum hætti og að kjörskrá vegna íbúakosninga verði rafræn. Frumvarpið hefur einnig verið samþykkt í þingflokkum stjórnarflokkanna og mun innanríkisráðherra mæla fljótlega fyrir því á Alþingi.

Lesa meira

Drög að breyttri reglugerð um ökuskírteini til umsagnar - 23.11.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini. Umsagnarfrestur um drögin er til 5. desember næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Norrænir ráðherrar vilja að aukið samstarf um netöryggi verði forgangsmál - 22.11.2012

Norrænir ráðherrar almannaöryggismála héldu fund sinn í Reykjavík í dag.

Norrænn ráðherrafundur um almannaöryggi var haldinn í Reykjavík í dag í boði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Ráðherrarnir ræddu um ýmis svið öryggismála svo sem um almannavarnir, netöryggi og um viðbrögð og lærdóma sem draga mætti af hryðjuverkunum í Noregi 22. júlí í fyrra.

Lesa meira

Fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga gefin út - 21.11.2012

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út auglýsingu um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga. Birtist hún í Stjórnartíðindum í gær, 20. nóvember, en tekur gildi 1. janúar á næsta ári.

Lesa meira

Norrænn ráðherrafundur um almannaöryggi í Reykjavík á fimmtudag - 20.11.2012

Norrænn ráðherrafundur um almannaöryggi verður haldinn í Reykjavík næstkomandi fimmtudag í boði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Auk innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóra sitja fundinn innanríkisráðherra Finnlands, ráðuneytisstjóri norska dóms- og almannaöryggisráðuneytisins og ráðuneytisstjóri sænska varnarmálaráðuneytisins auk sérfræðinga landanna á þessum sviðum.

Lesa meira

Ráðherra sveitarstjórnarmála Eistlands heimsækir innanríkisráðherra - 20.11.2012

Ögmundur Jónasson og eistneskur starfsbróðir hans, Siim Kiisler, sem fór fyrir sendinefnd Eistlendinga sem heimsótti ráðuneytið.

Sendinefnd frá innanríkisráðuneyti Eistlands og sveitarstjórnaryfirvöldum landsins er nú í heimsókn á Íslandi en fyrir henni fer innanríkisráðherra Eistlands, Siim Kiisler, ráðherra sveitarstjórnarmála landsins. Auk heimsóknar í innanríkisráðuneytið hefur hópurinn heimsótt Samband íslenskra sveitarfélaga, Alþingi og nokkur sveitarfélög.

Lesa meira

Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis hugi að kosningarrétti sínum vegna kosninga á næsta ári - 20.11.2012

Innanríkisráðuneytið vill vekja athygli íslenskra ríkisborgara sem búið hafa erlendis um tiltekinn tíma á því að huga að því hvort þeir eru á kjörskrá. Þeir sem búið hafa erlendis og fluttu lögheimili sitt fyrir meira en átta árum falla af kjörskrá að þeim tíma liðnum nema þeir sæki sérstaklega um að fá að halda kosningarrétti.

Lesa meira

Lög um Farsýsluna og Vegagerðina samþykkt - 19.11.2012

Samþykkt voru á Alþingi síðdegis í dag tvenn ný lög um sameiningu samgöngustofnana, annars vegar að stofnsetja Farsýsluna, sem fara skal með stjórnsýslu samgöngumála og hinsvegar Vegagerðina sem hefur það hlutverk að byggja upp, viðhalda og reka samgöngukerfi ríkisins. Frumvarp um Farsýsluna var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 19 og 5 þingmenn sátu hjá og frumvarp um Vegagerðina samþykkt með 25 atkvæðum gegn 20 og sátu fimm þingmenn einnig hjá.

Lesa meira

Margar og samverkandi skýringar á fækkun umferðarslysa - 19.11.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp við setningu umferðarþings í morgun.

Umferðarþing fer fram í Reykjavík í dag og við setningu þess í morgun flutti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarp og fagnaði meðal annars þeirri ánægjulegu þróun að banaslysum í umferðinni hefði fækkað undanfarin ár. Umferðarljósið, viðurkenning fyrir framlag til umferðaröryggis, var afhent og að þessu sinni hlaut það fréttavefurinn mbl.is fyrir vandaða og ítarlega umfjöllun á þessu sviði.

Lesa meira

Minnst þeirra sem látist hafa í umferðarslysum - 18.11.2012

Minnst var þeirra sem látist hafa í umferðarslysum í dag.

Minnst var þeirra sem látist hafa í umferðarslysum við athöfn við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í morgun en Sameinuðu þjóðirnar hvetja aðildarríki til að halda slíka athöfn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert. Hér á landi er það starfshópur innanríkisráðuneytis og velferðarráðueytis um áratug aðgerða í umferðaröryggismálum sem skipuleggur athöfnina en í honum sitja einnig fulltrúar ýmissa aðila sem starfa að umferðaröryggismálum.

Lesa meira

Meiri áskorun að breyta hugarfarinu og sýn á fatlað fólk en að breyta lagabókstaf - 17.11.2012

Ögmundur Jónasson ávarpaði ráðstefnuna mannréttindi í framkvæmd.

Mannréttindi í framkvæmd er yfirskrift ráðstefnu sem haldin var í gær um fötlunarrannsóknir. Að henni staðnda Félag um fötlunarrannsóknir og félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp í upphafi ráðstefnunnar og sagði hann umræðuefni dagsins til þess fallin að nýtast til að hlúa betur að réttindum fatlaðs fólks. ,,Margt hefur verið gert en betur má ef duga skal,” sagði ráðherra.

Lesa meira

Minningardagur um þá sem látist hafa í umferðarslysum sunnudaginn 18. nóvember - 17.11.2012

Minningarathöfn verður við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi klukkan 11 á morgun, sunnudaginn 18. nóvember 2012, þar sem minnst verður þeirra sem látist hafa í umferðarslysum og jafnframt heiðraðar þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu. Frá árinu 1993 hafa Sameinuðu þjóðirnar hvatt aðildarríki til að tileinka þriðja sunnudag nóvember mánaðar minningu fórnarlamba umferðarslysa.

Lesa meira

Umsagnarfrestur lengdur um frumvarpsdrög til laga um fullnustu refsinga - 14.11.2012

Ákveðið hefur verið að framlengja til 22. nóvember umsagnarfrest um drög að frumvarpi til laga um fullnustu refsinga. Óskað er eftir að umsagnir berist á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Grunnskóli á grænu ljósi – átak í umferðaröryggi - 14.11.2012

Átakinu grunnskóli á grænu ljósi var hleypt af stokkunum í dag.

Grunnskóli á grænu ljósi er yfirskrift átaks í umferðaröryggismálum í grunnskólum sem þrír ráðherrar hrundu formlega af stað í dag. Skrifuðu ráðherrarnir undir bréf sem sent verður grunnskólum og hnykkt á þremur mikilvægur öryggisatriðum.

Lesa meira

Framlengdur umsagnarfrestur um drög að frumvarpi um almenningssamgöngur - 12.11.2012

Umsagnarfrestur um drög að frumvarpi til laga um almenningssamgöngur á landi hefur verið framlengdur. Unnt er að senda inn umsagnir til mánudagsins 26. nóvember næstkomandi og skuli þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Lýðræði á 21. öld: Valdið til fólksins - 10.11.2012

Ögmundur Jónasson setti lýðræðisráðstefnuna með ávarpi.

Lýðræði á 21. öld var yfirskrift ráðstefnu um eflingu lýðræðis á Íslandi sem innanríkisráðuneytið stóð að í dag ásamt Reykjavíkurborg, lýðræðisfélaginu Öldu og Umboðsmanni barna. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setti ráðstefnuna og sagði meðal annars í upphafsorðum sínum að valdið ætti að vera hjá fólkinu af því að þar ætti það heima.

Lesa meira

Kirkjan verður enn um sinn eign þjóðarinnar - 10.11.2012

Innanríkisráðherra flutti ávarp við setningu kirkjuþings í morgun.

Kirkjuþing hófst í Reykjavík í morgun og stendur næstu dagana. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp við setningu þingsins ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, Magnúsi E. Kristjánssyni, forseta kirkjuþings og Jónínu Sif Eyþórsdóttir, forseti kirkjuþings unga fólksins.

Lesa meira

Bein útsending frá ráðstefnunni Lýðræði á 21. öld í Ráðhúsi Reykjavíkur - 10.11.2012

lydraedi_10.11.12

Bein útsending er frá ráðstefnu um eflingu lýðræðis á Íslandi undir yfirskriftinni: Lýðræði á 21. öld sem stendur frá klukkan 10 til 15 í dag. laugardaginn 10. nóvember. Meðal annars er rætt um íbúalýðræði, kosningaaldur, þátttöku unglinga og fleira. Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneytið í samvinnu við Lýðræðisfélagið Öldu, Reykjavíkurborg og umboðsmann barna.

Lesa meira

Tuttugu erindi á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar - 9.11.2012

Fjallað var um ýmsar hliðar samgöngu- og umferðarmálamála á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar í dag.

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar fór fram í dag í Reykjavík og eru þar flutt 20 erindi um margvíslegar rannsóknir á sviði veghönnunar, umferðaröryggismál, umhverfismála og um almenningssamgöngur. Þórir Ingason, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, sagði í upphafsávarpi að 123 milljónum hefði verið úthlutað til rannsóknarverkefna en kveðið er á um það í vegalögum að 1,5% af mörkuðum tekjum til vegamála skuli renna til rannsókna- og þróunarstarfs og er ráðstefnunni ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess starfs.

Lesa meira

Gildistöku barnalaga frestað til 1. júlí á næsta ári - 8.11.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði ráðstefnu um breytingar á barnalögum í dag.

Breytingarnar á barnalögum koma til framkvæmda á næsta ári og var í dag haldin ráðstefna á vegum innanríkisráðuneytisins Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd um þær breytingar og undirbúning að gildistöku og framkvæmd laganna. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setti ráðstefnuna með ávarpi og síðan voru fluttir fyrirlestrar og málið rætt í pallborði.

Lesa meira

Vegna umfjöllunar um veðurspá og óveður á Norður- og Norðausturlandi í september - 8.11.2012

Vegna umræðna sem orðið hafa í kjölfar orða Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á Alþingi síðastliðinn þriðjudag í sérstakri umræðu um afleiðingar óveðursins á Norður- og Norðausturlandi í september vill ráðherra árétta eftirfarandi:

Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti í dag - 8.11.2012

Baráttudagur gegn einelti er í dag, 8. nóvember og er hann haldinn að frumkvæði verkefnastjórnar um aðgerðir gegn einelti. Þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Allir eru hvattir til að leggja sitt að mörkum til að einelti þrífist ekki í samfélaginu og skólar, samtök og vinnustaðir eru hvattir til að beina sjónum að jákvæðum samskiptum og starfsanda.

Lesa meira

Banaslysum í umferðinni hefur fækkað undanfarin ár - 7.11.2012

Banaslysum hefur fækkað í flestum landshlutum síðustu árin.

Banaslysum í umferðinni hefur fækkað undanfarin ár að því er fram kemur í ársskýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa fyrir síðasta ár. Skýringuna segir nefndin meðal annars vera þá að unnið hefur verið að ýmsum umbótum samkvæmt umferðaröryggisáætlun, slysum á ákveðnum vegum hefur fækkað í kjölfar breikkunar þeirra, akstursstefnur hafa verið aðskildar og löggæslumyndavélum hefur verið fjölgað.

Lesa meira

Ráðstefna um breytingar á barnalögum og undirbúning að gildistöku þeirra - 6.11.2012

Innanríkisráðuneytið, Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd gangast næstkomandi fimmtudag fyrir ráðstefnu um breytingar á barnalögum og undirbúning að gildistöku og framkvæmd laganna. Hægt verður að skrá sig á ráðstefnuna til hádegis þann 7. nóvember á netfangið sigurros@irr.is

Lesa meira

Fimm sækja um embætti dómara við Hæstarétt - 6.11.2012

haestirettur

Embætti dómara við Hæstarétt var nýlega auglýst laust til setningar frá 1. desember næstkomandi til 31. desember 2014. Umsóknarfrestur var til 22. október og bárust fimm umsóknir um embættið.

Lesa meira

Rafræn stjórnsýsla og lýðræði, hagræðing og samfélagsmiðlar til umræðu á degi upplýsingatækninnar - 2.11.2012

UT-dagurinn var á vegum innanríkisráðuneytis, Skýrslutæknifélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Dagur upplýsingatækninnar var haldinn í dag þar sem flutt voru erindi og unnið í umræðuhópum og á síðari hluta dagsins var fjallað um fjölmörg atriði sem tengjast rafrænni stjórnsýslu og lýðræði, hagræðingu og öryggi kerfa. Innanríkisráðuneytið stendur að UT-deginum í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélagið.

Lesa meira

Stýrihópur um rafræna stjórnsýslu skilar áfangaskýrslu - 2.11.2012

Stýrihópur hefur skilað innanríkisráðherra áfangaskýrslu um rafræna stjórnsýslu

Stýrihópur um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði sem innanríkisráðherra skipaði í júní 2012 hefur skilað ráðherra áfangaskýrslu með tillögum sínum. Í áætlun hópsins var gert ráð fyrir því að nefndin fjallaði í það minnsta um sex megin viðfangsefni og liggja fyrir tillögur um tvö þeirra í þessari áfangaskýrslu. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

Lesa meira

Drög að frumvarpi til laga um fullnustu refsinga til kynningar - 1.11.2012

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um fullnustu refsinga. Unnt er að senda umsagnir um drögin til 12. nóvember og skulu þau send á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Réttarheimildavefurinn á nýrri vefslóð með nýju útliti - 31.10.2012

Ný vefslóð og nýtt útlit, urskurdir.is.

Vefurinn rettarheimild.is, sem settur var á laggirnar árið 2001, hefur fengið nýtt útlit samhliða því að yfirskrift vefjarins hefur verið breytt í Úrskurðir og álit. Á vefnum birta ráðuneytin úrskurði sína og álit auk úrskurða kærunefnda og dóma Félagsdóms. Aðalslóð vefjarins verður nú urskurdir.is, en hann verður áfram einnig aðgengilegur á slóðinni rettarheimild.is. Tilgangurinn er að bæta aðgengi og þjónustu.

Lesa meira

Starfshópur skilar lokaskýrslu í stað áfangaskýrslu - 31.10.2012

Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði 7. október 2011 til að fara heildstætt yfir svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur tilkynnt innanríkisráðherra að hópurinn muni ekki ná að skila áfangaskýrslu fyrir tilskilinn tíma sem var 1. nóvember næstkomandi og hefur óskað eftir frekari fresti.

Lesa meira

Dagur upplýsingatækninnar með nýju sniði föstudaginn 2. nóvember - 31.10.2012

Árlegur dagur upplýsingatækninnar, UT-dagurinn, verður haldinn föstudaginn 2. nóvember næstkomandi á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík. Innanríkisráðuneytið stendur að dagskránni í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélagið.

Lesa meira

Auglýsing um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 - 30.10.2012

Landskjörstjórn hefur tilkynnt innanríkisráðuneytinu um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd sem lýst var á fundi landskjörstjórnar 29. október 2012. Auglýsing ráðuneytisins um niðurstöðurnar er svofelld:

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um almenningssamgöngur á landi til umsagnar - 30.10.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um almenningssamgöngur á landi. Unnt er að senda athugasemdir til ráðuneytisins til og með 15. nóvember á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Óskað umsagnar um drög að reglugerð um bakgrunnsathuganir og fleira - 30.10.2012

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um bakgrunnsathuganir, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar lögreglu. Þeir sem senda vilja ráðuneytinu athugasemdir og ábendingar eru beðnir að gera það eigi síðar en 12. nóvember næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Skipun fjárhaldsstjórnar Sveitarfélagsins Álftaness framlengd til áramóta - 30.10.2012

Innanríkisráðherra hefur framlengt skipunartíma fjárhaldsstjórnar Sveitarfélagsins Álftaness til áramóta en skipunartími hennar á að renna út um næstu mánaðamót.

Lesa meira

Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 breytt - 27.10.2012

Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 tekur örum breytingum enda tekur reglugerðin til allra vélknúinna ökutækja og krafna sem gerðar eru til öryggis þeirra og búnaðar.

Lesa meira

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2013 - 26.10.2012

Innanríkisráðherra hefur samþykkt eftirfarandi tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 24. október um áætlaðar úthlutanir framlaga á árinu 2013:

Lesa meira

Ráðstefna um lýðræði á 21. öld haldin 10. nóvember - 25.10.2012

Ráðstefna um eflingu lýðræðis á Íslandi undiryfirskriftinni Lýðræði á 21. öld verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 10. nóvember klukkan 10 til 15. Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneytið í samvinnu við Lýðræðisfélagið Öldu, Reykjavíkurborg og umboðsmann barna.

Lesa meira

Tveimur frumvörpum sem varða tekjustofna sveitarfélaga dreift á Alþingi - 24.10.2012

Tveimur nýjum lagafrumvörpum Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem varða tekjustofna sveitarfélaga hefur verið dreift á Alþingi og er gert ráð fyrir að ráðherra mæli fyrir þeim á morgun. Annað frumvarpið varðar svonefnt B-gatnagerðargjald en hitt tekjustofna sveitarfélaga sem snýst um að styrkja og skýra hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Lesa meira

Niðurstaða talningar við þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 - 24.10.2012

Landskjörstjórn hefur gefið út tilkynningu um niðurstöðu talningar þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012. Hún mun koma saman til fundar mánudaginn 29. október  til að lýsa úrslitum hennar. Heimilt er að kæra ólögmæti atkvæðagreiðslunnar til landskjörstjórnar og skulu slíkar kærur sendar landskjörstjórn eigi síðar en tveimur dögum áður en áður nefndur fundur verður haldinn.

Lesa meira

Upptökur frá ráðstefnu um klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarmiði komnar á vefinn - 23.10.2012

Upptökur frá ráðstefnunni um klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarmiði sem haldin var í Reykjavík 16. október eru komnar á vef ráðuneytisins. Sérfræðingar ræddu málið út frá hlutverki löggjafans og stjórnvalda, ábyrgð foreldra, sálfræði og  fram kom reynslusaga. Að ráðstefnunni stóðu innanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið í samvinnu við lagadeild Háskóla Íslands.

Lesa meira

Sameining Álftaness og Garðabæjar tekur gildi 1. janúar 2013 - 22.10.2012

Sameining sveitarfélaganna Álftaness og Garðabæjar var samþykkt í kosningum í sveitarfélögunum síðastliðinn laugardag. Í Garðabæ voru 53,11% þeirra sem tóku afstöðu samþykk sameiningunni en 46,89% voru henni andvíg. Í Sveitarfélaginu Álftanesi sögöu 87,6% já við sameiningu en 11,5% sögðu nei.

Lesa meira

Álitaefni um persónuvernd rædd á málþingi - 20.10.2012

Ögmundur Jónasson flutti lokaorð á ráðstefnu um persónuvernd föstudaginn 19. október.

Margs konar álitaefni um meðferð persónuupplýsinga voru til umfjöllunar á ráðstefnu um persónuvernd sem innanríkisráðuneytið og Persónuvernd stóðu að síðastliðinn föstudag í samvinnu við Mannréttindastofnun og Lagadeild Háskóla Íslands. Innlendir og erlendir sérfræðingar fluttu erindi um nokkur sérsvið er snerta persónuvernd og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti lokaorð ráðstefnunnar.

Lesa meira

Þjónusta á kjördag - 20.10.2012

Hér að neðan er tilgreint hvar kjósendur geta leitað almennra upplýsinga um kjörskrár, kjörstaði eða atriði um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar í dag, 20. október 2012, meðan kjörstaðir eru opnir.

Lesa meira

Sýnishorn af kjörseðli við þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 - 19.10.2012

Hér að neðan má sjá sýnishorn af kjörseðli sem notaður er við þjóðaratkvæðagreiðsluna á morgun, 20. október.

Lesa meira

Fimm stöður héraðsdómara auglýstar lausar til umsóknar - 19.10.2012

Innanríkisráðuneytið auglýsir lausar stöður fimm héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og af þeim eru þrjár lausar til setningar, tvær til hálfs árs og ein til eins árs. Umsóknarfrestur um allar stöðurnar er til 7. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Rætt um friðhelgi einkalífs og meðferð persónuupplýsinga á ráðstefnu á morgun - 18.10.2012

Ráðstefnan um meðferð persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs fer fram á morgun, föstudag 19. október, í hátíðarsal Háskóla Íslands. Hefst hún klukkan 13.15 og gert er ráð fyrir ráðstefnulokum laust eftir klukkan 17.

Lesa meira

Breytingar á kosningalögum hafa tekið gildi - 18.10.2012

Lög um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis og lögum um kosningar til sveitarstjórna (aðstoð við kosningu) nr. 111/2012 hafa nú tekið gildi. Með breytingunum verður kjósanda sem sakir sjónleysis eða þess að honum er hönd ónothæf heimilt við atkvæðagreiðsluna að fá aðstoð fulltrúa sem hann hefur valið sjáfur í stað kjörstjóra eða kjörstjórnarmanns eins og verið hefur um langa hríð. Því hafa fatlaðir kjósendur, sem lögin taka til, með tilteknum skilyrðum sjálfir rétt til að ákveða hver aðstoði þá við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og á kjörfundi.

Lesa meira

Opnar vonandi á gagnlega umræðu um klám og klámvæðingu á Íslandi - 16.10.2012

Ögmundur Jónasson innanríksráðherra setti ráðstefnu um klámvæðingu í Háskóla Íslands í dag.

Klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarmiði var viðfangsefni ráðstefnu í Reykjavík í dag þar sem sérfræðingar ræddu málið út frá hlutverki löggjafans og stjórnvalda, ábyrgð foreldra, sálfræði og  fram kom reynslusaga. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setti ráðstefnuna og sagði það meðal annars von sína að ráðstefnan mætti verða til þess að opna á uppbyggilega og gagnlega umræðu um klám og klámvæðingu á Íslandi, umræðu sem ekki einkenndist af afneitun gagnvart þeim veruleika sem væri til umfjöllunar.

Lesa meira

Málþing um valdeflingu í héraði á ársþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - 15.10.2012

Frá aðalfundu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á Skagaströnd 12. október. Frá vinstri: Adolf H. Berndsen, oddviti, Magnús B. Jónsson sveitarstjóri og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.

Valdefling í héraði var efni málþings á ársþingi Samtaka sveitarfélaga í Norðurlandi vestra sem haldið var á Skagaströnd á föstudag og laugardag. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var einn frummælenda á málþinginu en umfjöllunarefni þess var um nýtt hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga og svæðasamvinnu sveitarfélaga í opinberri stefnumótun og forgangsröðun.

Lesa meira

Drög að frumvarpi til breytinga á hafnalögum til umsagnar - 12.10.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003, með síðari breytingum. Unnt er að senda athugasemdir til ráðuneytisins til og með 28. október á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Ákvæðum kosningalaga um aðstoð við fatlaða kjósendur breytt - 11.10.2012

Alþingi samþykkti í dag breytingar á lögum um kosningar til Alþingis og lögum um kosningar til sveitarstjórna og lögfesti því með skýrum hætti það nýmæli að fatlaðir kjósendur, sem lögin taka til, hafi með tilteknum skilyrðum sjálfir rétt til að ákveða hver aðstoði þá við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og á kjörfundi.

Lesa meira

Tíu milljónum króna varið til fullgildingar mannréttindasáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks - 11.10.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flytur ávarp á málþingi um mannréttindasáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks.

Á annað hundrað manns sitja nú málþing í Reykjavík um innleiðingu og eftirlit með mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Ísland hefur skrifað undir sáttmálann og vinnur ríkisstjórnin nú að fullgildingu hans. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í ávarpi sínu við upphaf málþingsins að ríkisstjórnin hefði ákveðið síðastliðinn þriðjudag að verja 10 milljónum króna til að ljúka megi fullgildingu sáttmálans.

Lesa meira

Ráðstefna um friðhelgi einkalífs og meðferð persónuupplýsinga 19. október - 10.10.2012

Nýjar ógnir við friðhelgi einkalífs og meðferð persónuupplýsinga er umfjöllunarefni ráðstefnu á vegum innanríkisráðuneytisins og Persónuverndar í samvinnu við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og lagadeild Háskóla Íslands föstudaginn 19. október. Ráðstefnan fer fram í hátíðarsal HÍ í aðalbyggingu og stendur frá kl. 13.15 til 17.15.

Lesa meira

Málþing á fimmtudag um mannréttindasáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks - 9.10.2012

Málþing um innleiðingu og eftirlit með mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður haldið í Hörpu í Reykjavík fimmtudaginn 11. október og stendur frá kl. 9 til 16. Að því standa Öryrkjabandalag Íslands Íslands í samstarfi við innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands.

Lesa meira

Drög að reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með gjaldmælum leigubifreiða til umsagnar - 9.10.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með gjaldmælum leigubifreiða. Unnt er að senda athugasemdir til ráðuneytisins til og með 28. október á netfangið postur@irr.is

Lesa meira

Skráning hafin á ráðstefnu um klám í næstu viku - 9.10.2012

Fjallað verður um klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarmiði á ráðstefnu næstkomandi þriðjudag í Háskóla Íslands. Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið í samvinnu við lagadeild Háskóla Íslands. Skráning fer fram með því að senda póst á netfangið skraning@irr.is en ráðstefnan er öllum opin.

Lesa meira

Fjórum af sex fræðsluþingum lokið um forvarnir vegna kynferðisbrota gegn börnum - 8.10.2012

Ögmundur Jónasson flutti ávarp á fræðsluþingi um kynferðisbrot gegn börnum.

Lokið er fjórum fræðsluþingum af sex  um hlutverk grunnskóla í forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði þingið sem haldið var á Hvolsvelli í dag en á morgun verður þing á Ísafirði og á miðvikudag í Reykjavík og lýkur þá fundaröðinni sem er hluti af átaki um vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegnum börnum.

Lesa meira

Frumvarp um persónukjör vegna sveitarstjórnarkosninga í undirbúningi - 8.10.2012

Ögmundur Jónasson flutti ávarp á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum síðastliðinn laugardag.

Rafræn stjórnsýsla og persónukjör við sveitarstjórnarkosningar var meðal þess sem Ögmundur Jónasson innanríkiráðherra ræddi í ávarpi sínu á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum síðastliðinn laugardag en fundurinn var haldinn í Sandgerði. Einnig minntist ráðherra á sóknaráætlun og lýsti ánægju sinni með gott samstarf sveitarfélaga og innanríkisráðuneytisins.

Lesa meira

Ræddi rafræna stjórnsýslu, persónukjör og samgöngumál á aðalfundi Eyþings - 6.10.2012

Ögmundur Jónasson ávarpaði aðalfund Eyþings 5. október.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra gerði samgöngumál, eflingu sveitarfélaga, rafræna stjórnsýslu og persónukjör meðal annars að umræðuefni í ávarpi sínu á aðalfundi Eyþings, samtaka sveitarfélaga á Norðausturlandi í gær. Fundurinn var haldinn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík og sóttu hann fulltrúar frá sveitarfélögunum og gestir.

Lesa meira

Stofnun mannréttindastofnunar rædd á fundi um mannréttindamál - 5.10.2012

Sjöundi og næstsíðasti fundur innanríkisráðuneytisins í fundaröð um mannréttindamál var haldinn í gær og var þar fjallað um hvort stofna beri sjálfstæða mannréttindastofnun á Íslandi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp í upphafi fundar. Hann fjallaði um að fundurinn væri hluti af samráðsferli um mótun landsáætlunar í mannréttindum sem lögð verði fyrir Alþingi á næstu vikum. Í áætluninni verða lagðar fram hugmyndir stjórnvalda um hvernig megi efla mannréttindi og bregðast við alþjóðlegri og innlendri gagnrýni á framkvæmd og vernd mannréttinda á Íslandi.

Lesa meira

Ríkisstjórnin hefur samþykkt nýja stefnu til að tryggja aðgengi blindra, sjónskertra o. fl. að opinberum vefjum - 5.10.2012

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um nýja aðgengisstefnu fyrir opinbera vefi til að tryggja aðgengi m.a. fyrir blinda, sjónskerta og aðra sem þurfa að nota hjálpartæki við lestur efnis og notkun vefja almennt. Innleiðingu viðmiðanna á að vera lokið 1. janúar 2015.*

Lesa meira

Taka verður kynferðislegt ofbeldi alvarlega - 4.10.2012

Ögmundur Jónasson á fundi um vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum.

Fræðsluþing um hlutverk grunnskóla í forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum eru nú haldin víðs vegar um landið og hafa verið haldnir fundir í Borgarnesi, Akureyri og á Egilsstöðum. Þingin eru hluti af vitundarvakningu Evrópuráðsins um málefnið en hér á landi sér verkefnisstjórn innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis um átakið.

Lesa meira

Nordic Built hugmyndafræði nýtt við hönnun fangelsis á Hólmsheiði - 2.10.2012

Skrifað undir aðild að Nordic Built hugmyndafræði vegna hönnunar fangelsis á Hólmsheiði

Innanríkisráðherra undirritaði í dag Nordic Built sáttmálann ásamt fulltrúum hönnunarteymisins sem vinnur að hönnun nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík. Nordic Built er samvinnuverkefni sem hvetur til þróunar samkeppnishæfra lausna í vistvænni mannvirkjagerð.

Lesa meira

Embætti hæstaréttardómara laust til setningar - 2.10.2012

haestirettur

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt Íslands til setningar meðan á leyfi skipaðs dómara stendur, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla. Meðan á setningu stendur nýtur sá sem hana hefur fengið sömu stöðu og skipaður dómari nema að því leyti sem leiðir af því að starfi hans er markaður ákveðinn tími, sbr. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla.

Lesa meira

Umferðarstofa tíu ára - 1.10.2012

Ögmundur Jónasson flutti ávarp í tíu ára afmæliskaffi Umferðastofu.

Tíu ár eru í dag liðin frá því Umferðarstofa tók til starfa og fögnuðu starfsmenn því með afmæliskaffi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti Umferðarstofu í tilefni dagsins og færð starfsfólki hamingjuóskir og óskaði því velfarnaðar í starfi.

Lesa meira

Fundur um stofnun sjálfstæðrar mannréttindastofnunar á Íslandi - 1.10.2012

Innanríkisráðuneytið stendur fyrir opnum morgunverðarfundi um hvort að ráðast eigi í að stofna sjálfstæða mannréttindastofnun á Íslandi fimmtudaginn 4. október næstkomandi kl. 8.30–11 í Iðnó í Reykjavík. Þetta er  sjöundi og næstsíðasti fundur í röð ráðuneytisins um mannréttindamál sem haldnir hafa verið í tengslum við mótun landsáætlunar í mannréttindum. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Lesa meira

Landshlutaþing um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum - 30.9.2012

Á næstu tveimur vikum verða haldin sex fræðsluþing í jafnmörgum landshlutum þar sem fjallað verður um hlutverk grunnskóla í forvörnum og viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum. Landshlutaþingin eru hluti af vitundarvakningu í samræmi við sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gagnvart börnum. Samkvæmt sáttmálanum skal beina fræðslu að börnum og að fólki sem á samskipti við börn í starfi sínu einkum  í grunnskólum, barnavernd, félagsþjónustu og á sviði heilbrigðisþjónustu.

Lesa meira

Fundur um framtíðarskipan ákæruvalds og dómstóla - 28.9.2012

Innanríkisráðherra setti fund þar sem fjalllað var um framtíðarskipan ákæruvalds og dómstóla

Innanríkisráðuneytið boðaði í dag til fundar þar sem rætt var um framtíðarskipan ákæruvalds og dómstóla og um endurupptöku dæmdra mála. Til fundarins var boðið fulltrúum frá dómstólum, lögreglu, sýslumönnum, saksóknara, þingmönnum, fulltrúum réttarfarsnefndar og refsiréttarnefndar auk sérfræðinga ráðuneytisins.

Lesa meira

Tveir nýir hæstaréttardómarar fá skipunarbréf - 28.9.2012

Tveir nýir hæstaréttardómarar fengu skipnarbréf afhent í innanríkisráðuneytinu í dag.

Tveir nýir hæstaréttardómarar, þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson, tóku við skipunarbréfum hjá Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í dag en forseti Íslands hefur fallist á tillögu ráðherra um skipun þeirra í embættin. Þeir eru skipaðir í embætti frá 1. október.

Lesa meira

Drög að reglugerð til umsagnar um skaðabætur til handa farþegum vegna flugs sem er aflýst - 28.9.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum. Unnt er að senda athugasemdir til ráðuneytisins til og með 12. október á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Tveir nýir hæstaréttardómarar skipaðir - 27.9.2012

Forseti Íslands hefur fallist á tillögu innanríkisráðherra um að skipa þá Benedikt Bogason, dómstjóra og settan hæstaréttardómara, og Helga I. Jónsson, dómstjóra í embætti tveggja hæstaréttardómara frá og með 1. október næstkomandi. Samdóma niðurstaða dómnefndar var sú að þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson væru hæfastir umsækjenda til að hljóta embættin.

Lesa meira

Norrænir ráðherrar útlendingamála funduðu á Íslandi - 27.9.2012

Norrænir útlendingaráðherrar sátu fund í Reykjavík í dag.

Norrænir ráðherrar sem bera ábyrgð á málefnum útlendinga, hælisleitenda og flóttamanna héldu fund á Íslandi í dag. Með þeim sátu fundinn embættismenn og sérfræðingar ráðuneytanna í málaflokknum og forstjóri og aðstoðarforstjóri Útlendingastofnunar.

Lesa meira

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga nauðsynlegur vettvangur í samskiptum ríkis og sveitarfélaga - 26.9.2012

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var haldinn í dag.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á ársfundi Jöfnunarsjós sveitarfélaga sem haldinn var í dag að sjóðurinn væri nauðsynlegur vettvangur umræðu og samskipta ríkis og sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga. Hann sagði ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðsins vera eins konar brú á milli ríkis og sveitarfélaga og væru fjórir af fimm fulltrúum hennar tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Samráðsfundur um klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni - 26.9.2012

Samráðsfundur þriggja ráðuneyta um klám var haldinn síðastliðinn mánudag.

Um fimmtíu manns mættu til samráðsfundar um klám á Íslandi sem innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti efndu til síðastliðinn mánudag. Á fundinum var fjallað um klám út frá lagalegu, heilbrigðislegu og samfélagslegu sjónarhorni en til hans var boðið fulltrúum frá stofnunum, grasrótarsamtökum, þingflokkum og fræðasamfélagi.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um skylduvátryggingar til umsagnar - 26.9.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um skylduvátryggingar vegna loftferða nr. 78/2006. Unnt er að senda athugasemdir til ráðuneytisins til og með 9. október á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um flugafgreiðslu til umsagnar - 26.9.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1186/2008 um aðgang að flugafgreiðslu á flugvöllum. Unnt er að senda athugasemdir til ráðuneytisins til og með 9. október á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að stöðumati málaflokka innanríkisráðuneytisins kynnt á forstöðumannafundi - 25.9.2012

Ögmundur Jónasson ávarpar fund forstöðumanna innanríkisráðuneytisins.

Innanríkisráðuneytið efndi í dag til reglulegs forstöðumannafundar stofnana sem tilheyra ráðuneytinu og sóttu hann hátt í 100 manns. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp í upphafi fundarins og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri ræddi um vinnu við mótun innanríkisstefnu.

Lesa meira

Brynjar Níelsson dregur umsókn sína til baka - 25.9.2012

Innanríkisráðuneytið kynnti fyrr í dag niðurstöðu dómnefndar um umsækjendur um tvö embætti hæstaréttardómara sem auglýst voru 5. júlí síðastliðinn. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og einn umsækjenda, hefur dregið umsókn sína um embættið til baka.

Dómnefnd metur tvo umsækjendur hæfasta - 25.9.2012

Dómnefnd sem fjallað hefur um umsækjendur um tvö embætti hæstaréttardómara og auglýst voru laus til umsóknar 5. júlí 2012 hefur skilað samdóma niðurstöðum. Niðurstaða dómnefndar er sú að Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson séu hæfastir til að hljóta embætti hæstaréttardómara. Sjö sóttu um embættin og einn dró umsókn sína til baka.

Lesa meira

Fundað um viðbrögð við tilraunum til að brjótast inn á hafnarsvæði og um borð í skip - 19.9.2012

Innanríkisráðherra átti á mánudag samráðsfund með fulltrúum Eimskipafélags Íslands hf., Siglingastofnunar Íslands, ríkislögreglustjóra, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóahafna. Tilefni fundarins var að ræða ábendingar sem fram komu í bréfi Eimskipafélagsins til ráðuneytisins, dags. 16. júlí sl. m.a. vegna ítrekaðra tilrauna erlendra einstaklinga til að brjótast inn á hafnarsvæði félagsins og um borð í skip þess.

Lesa meira

Innanríkisráðherra segir Ísland hafa mikilvægu hlutverki að gegna á norðurslóðum - 18.9.2012

Frá fjölþjóðlegu leitar- og björgunaræfingunni við Grænland.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sem fylgdist með fjölþjóðlegri leitar- og björgunaræfingu við Grænland í síðustu viku segir augljóst að Ísland hafi mikilvægu hlutverki að gegna á norðurslóðum. Íslensku björgunarsveitirnar hafi staðið sig afar vel og hann hafi sannfærst að fullu um mikilvægi þess að Íslendingar taki af alefli þátt í uppbyggingu björgunarstarfs á norðurslóðum.

Lesa meira

Ísland segir upp samstarfssamningi við Noreg um kaup á björgunarþyrlum - 18.9.2012

Ríkistjórnin samþykkti í morgun tillögu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að falla frá samstarfssamningi við Norðmenn um kaup á nýrri björgunarþyrlu sem gerður var 30. nóvember 2007.

Lesa meira

Vinnustofa sérfræðinga um öryggi í rafrænum samskiptum og rafræna auðkenningu - 17.9.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði vinnustofu um öryggi í rafrænum samskiptum og rafræna auðkenningu.

Stýrihópur um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði efndi í dag til vinnustofu um rafræna auðkenningu. Sérfræðingar og ýmsir hagsmunaaðilar á sviði rafrænnar auðkenningar komu saman í Iðnó í þeim tilgangi að miðla þekkingu og upplýsingum og ræða mögulegar leiðir sem stjórnvöld og einkaaðilar gætu farið við auðkenningu inn á vefi sína.

Lesa meira

Starfshópur skipaður um endurmenntun atvinnubílstjóra - 14.9.2012

Skipaður hefur verið starfshópur um endurmenntun atvinnubílstjóra sem stunda akstur með farþega og vörur. Er hópnum ætlað að skila tillögum að reglum um hvernig hátta skuli endurmenntun sem atvinnubílstjórar þurfa að gangast undir á fimm ára fresti.

Lesa meira

Lagafrumvarp um persónukjör lagt fyrir Alþingi á næstunni - 14.9.2012

Innanríkisráðherra mun á næstunni leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga sem gerir mögulegt að viðhafa persónukjör við sveitarstjórnarkosningar. Með persónukjöri eru kjósendum veitt aukin áhrif um val á frambjóðendum af framboðslistum. Unnt er að kjósa lista eins og verið hefur, beita persónukjöri innan eigin lista eða persónukjöri af öðrum listum.

Lesa meira

Próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt - 14.9.2012

Íslenskupróf vegna umsóknar um íslenskan ríkisborgararétt verða næst haldin á vegum Námsmatsstofnunar í desember og er skráning hafin.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsótti embætti sýslumannsins í Reykjavík - 13.9.2012

Ögmundur Jónasson heimsótti Guðmund Sophusson sýslumann í Reykjavík í dag.

Ögmundur Jónasson innanríksráðherra heimsótti í dag ásamt fylgdarliði úr ráðuneytinu embætti sýslumannsins í Reykjavík og ræddi við Guðmund Sophusson og samstarfsmenn hans. Kynnti ráðherra sér starfsemina og síðan var farið yfir mála- og fjárhagsstöðu embættisins og rekstrarhorfur á næsta ári.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsótti sýslumenn í Vík og á Hvolsvelli - 13.9.2012

Innanríkisráðherra og sýslumaðurinn í Vík ræddust við í síðustu viku.

Innanríkisráðherra átti í síðustu viku fundi með sýslumönnunum í Vík og á Hvolsvelli. Var meðal annars farið yfir ýmis atriði er tengjast almannavörnum og lögðu sýslumenn meðal annars áherslu á að tryggt yrði að lögreglumenn væru jafnan starfandi í Vík en þar hefur ekki verið lögreglumaður síðustu þrjú árin.

Lesa meira

Málþing um mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk - 12.9.2012

Öryrkjabandalag Íslands, innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum standa sameiginlega að málþingi um mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk, innleiðingu hans og eftirliti. Málþingið fer fram í Hörpu í Reykjavík 11. október næstkomandi.

Lesa meira

Íslendingar taka þátt í leitar- og björgunaræfingu við Grænland - 12.9.2012

Þór tekur þátt í björgunaræfingu við Grænland sem lýkur á morgun.

Íslendingar taka um þessar mundir þátt í fjölþjóðlegri leitar- og björgunaræfingu við austurströnd Grænlands ásamt samstarfsaðilum frá Kanada, Noregi, Bandaríkjunum, Grænlandi, Færeyjum og Danmörku. Frá Íslandi taka þátt Landhelgisgæslan, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fleiri aðilar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fylgist með æfingunni í Meistaravík í dag.

Lesa meira

Samið um gerð stuttmyndar vegna vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum - 12.9.2012

Skrifað undir samning um stuttmynd vegna vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.

Verkefnisstjórn innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis um vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hefur undirritað samning um styrkveitingu til gerðar stuttmyndar sem ber heitið FÁÐU JÁ ­– um kynlíf og samþykki.

Lesa meira

Nýjar veglínur Hringvegarins við Höfn og Vík til skoðunar - 11.9.2012

Innanríkisráðherra heimsótti sveitarstjórnarfólk á Suðurlandi og ræddi við starfsmenn Vegagerðarinnar. Hér er hann við upplýsingaskilti við brúna yfir Múlakvísl.

Nýjar veglínur Hringvegarins gegnum bæina Höfn og Vík hafa verið til skoðunar hjá samgönguyfirvöldum og Sveitarfélaginu Hornafirði og Mýrdalshreppi undanfarin misseri. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sat í síðustu viku ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra fundi með fulltrúum sveitarfélaganna þar sem þeir kynntu ráðherra sjónarmið sín varðandi hugsanlegar breytingar og framkvæmdir.

Lesa meira

Auglýsing um námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður - 8.9.2012

Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið haustið 2012. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira

Tuttugu ára afmæli héraðsdómstóla fagnað - 8.9.2012

Innanríkisráðherra flutti ávarp á starfsdegi héraðsdómstóla landsins föstudaginn 7. september.

Héraðsdómstólar landsins fagna því um þessar mundir að 20 ár eru liðin frá stofnun þeirra og var af því tilefni efnt til umræðufundar um stefnumótun héraðsdómstóla og dómstólaráðs. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði samkomuna í upphafi og sagði hann flesta þeirrar skoðunar að stigið hafi verið framfaraspor með aðskilnaði framkvæmdavalds og dómsvalds með setningu laga um héraðsdómstólana.

Lesa meira

Auglýsing um úthlutun styrkja Frímerkja- og póstsögusjóðs - 7.9.2012

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til sjóðsins. Næsta úthlutun styrkja fer fram á degi frímerkisins þann 9. október 2012.

Lesa meira

Innanríkisráðherra kynnti sér áherslur Austfirðinga í samgöngumálum - 7.9.2012

Innanríkisráðherra kynnti sér áherslur sveitarstjórnarmanna á Austurlandi í samgöngumálum á fundum í vikunni.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti sér í vikunni áherslur sveitarstjórnarmanna á Austurlandi í málaflokkum sem heyra undir ráðuneytið, meðal annars í samgöngu- og lögreglumálum. Sat ráðherra fundi á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Djúpavogi. Auk ráðherra og fulltrúa ráðuneytis var Hreinn Haraldsson vegamálastjóri með í för og fór hann yfir ýmsar  framkvæmdir sem framundan eru í fjórðungnum á næstu árum.

Lesa meira

Áttatíu ára afmæli Fossvogskirkjugarðs fagnað - 4.9.2012

Kirkjugardaafmaeli-2.-sept.-2

Hátíðarguðsþjónusta var haldin í Fossvogskirkju síðastliðinn sunnudag þegar fagnað var 80 ára afmæli Fossvogskirkjugarðs. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp við guðsþjónustuna og að henni lokinni var kirkjugestum boðið til kaffisamsætis og skoða húsakynnin í Fossvogi.

Lesa meira

Drög að reglugerð um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu til umsagnar - 3.9.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu. Unnt er að senda athugasemdir til ráðuneytisins til og með 13. september á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Náin tengsl þurfa að vera milli byggðamála og sveitarstjórnarmála - 31.8.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í ávarpi sínu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að hann sæi fyrir sér að byggðamál myndu færast undir regnhlíf innanríkisráðuneytisins enda þyrftu náin tengsl að vera milli sveitarstjórnarmála og byggðamála. Ráðherra sagði þetta nú til athugunar í stjórnarráðinu, Byggðastofnun myndi vistast í hinu nýja atvinnuvegaráðuneytinu til áramóta en gengið yrði nánar frá lausum endum málsins á næstu vikum.

Lesa meira

Drög að reglugerð um umferðareftirlit Vegagerðarinnar til umsagnar - 30.8.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um umferðareftirlit Vegagerðarinnar. Umsagnarfrestur um drögin er til 13. september næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is. 

Lesa meira

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja til umsagnar - 29.8.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja. Umsagnarfrestur um drögin er til 11. september næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is. 

Lesa meira

Drög að reglugerð um breyting á reglugerð um skoðun ökutækja til umsagnar - 28.8.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 8/2009 um skoðun ökutækja. Umsagnarfrestur um drögin er til 10. september næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is. 

Lesa meira

Efni um rafræna stjórnsýslu á sérstöku vefsvæði - 24.8.2012

Vefsvæði opnað með efni um rafræna stjórnsýslu

Sjötti fundur stýrihóps um rafræna stjórnsýslu var haldinn í dag en Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði hópinn fyrr í sumar. Verkefni hópsins er að vinna úr tillögum nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins varðandi rafræna stjórnsýslu og lýðræði. Opnað hefur verið nýtt svæði á vef innanríkisráðuneytisins þar sem finna má margvíslegar upplýsingar um verkefnið.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október hefst á laugardag - 23.8.2012

Innanríkisráðuneytið hefur birt auglýsingu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd. Atkvæðagreiðslan fer fram laugardaginn 20. október og atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst næstkomandi laugardag, 25. ágúst.

Lesa meira

Skýrsla innanríkisráðherra um Schengen samstarfið komin út - 22.8.2012

Komin er út skýrsla innanríkisráðherra til Alþingis um Schengen samstarfið. Í fyrri hluta skýrslunnar er gerð grein fyrir Schengen samstarfinu, markmiðum þess og framkvæmd en í síðari hluta hennar er fjallað sérstaklega um kosti og galla samstarfsins, áhrif á framkvæmd landamæravörslu og eftirlit með alþjóðlegum glæpamönnum og fleira.

Lesa meira

Drög að reglugerð um flugvirkt til umsagnar - 17.8.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um flugvirkt. Flugvirkt tekur til samhæfingar opinberra aðila og annarra sem koma að afgreiðslu eða þjónustu við loftför, farþega, farangur og farm til þess að loftflutningar geti gengið snurðulaust fyrir sig. Umsagnarfrestur er til og með 3. september nk. og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Innanríkisráðherra fundaði með sýslumanninum á Blönduósi - 14.8.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra átti fund með Bjarna Stefánssyni, sýslumanni á Blönduósi í gær. Með þeim eru Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra átti í gær fund með sýslumanninum á Blönduósi, Bjarna Stefánssyni. Alls starfa liðlega 30 manns hjá embættinu að meðtöldu lögregluliðinu en í þéttbýlinu á Blönduósi búa um 900 manns.

Lesa meira

Nýr vígslubiskup fær skipunarbréf - 13.8.2012

Innanríkisráðherra afhendir nýjum vígslubiskupi á Hólum skipunarbréf í embætti.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afhenti í morgun sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur, nývígðum vígslubiskupi á Hólum, skipunarbréf í embættið á skrifstofu vígslubiskups í Auðunarstofu. Viðstaddur var sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, fráfarandi vígslubiskup, en sr. Solveig Lára tekur formlega við embættinu um næstu mánaðamót.

Lesa meira

Minnismerki um Hrafna-Flóka afhjúpað í Fljótum - 13.8.2012

Frá afhjúpuninni að Ysta-Mói. Ögmundur Jónasson afhjúpar listaverkið og Herdís Sæmundardóttir og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson afhjúpuðu myndina á stéttinni.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afhjúpaði laugardaginn 11. ágúst minnismerki um Hrafna-Flóka Vilgerðarson sem sett hefur verið upp að Ysta-Mói í Fljótum. Hópur áhugafólks um uppbyggingu í Fljótum hafði veg og vanda að verkinu og fyrir hópnum fór Herdís Sæmundardóttir sem stýrði athöfn við minnismerkið.

Lesa meira

Innanríkisráðherra flutti ávarp í tengslum við opnun sýningar um kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasaki - 10.8.2012

Kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki minnst. F.v. Inosuke Hayasaki, Masanobu Chita, Vigdís Finnbogadóttir og Ögmundur Jónasson.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði síðdegis í gær gesti við athöfn í Listasafni Reykjavíkur, í tengslum við opnun fræðslu- og ljósmyndasýningar um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki árið 1945 og afleiðingar þeirra. Sýningin er haldin í Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu og eru þar sýndir munir frá atburðunum, ljósmyndir og fræðsluefni.

Lesa meira

Umsækjendur um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands - 7.8.2012

Hæstiréttur Íslands

Sjö umsóknir bárust um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar í byrjun júlí. Umsóknarfrestur rann út 1. ágúst síðastliðinn.

Lesa meira

Innanríkisráðuneytið 2.270 sinnum í fréttum á fyrri helmingi ársins - 3.8.2012

Fjallað var um innanríkisráðuneytið í 2.270 fréttum eða greinum á fyrri helmingi ársins samkvæmt samantekt Creditinfo. Flestar birtust á vefmiðlum eða 1.163,  707 í prentmiðlum og 400 í ljósvakamiðlum. Ráðuneytið var í 16. sæti af lögaðilum í fjölda frétta eða greina á þessu tímabili. Var ráðuneytið því í fréttum rúmlega 12 sinnum á dag.

Lesa meira

Þremur nýjum listabókstöfum úthlutað - 2.8.2012

Innanríkisráðuneytinu hafa borist nokkrar fyrirspurnir og erindi sem varða tilkynningar um ný stjórnmálasamtök og umsóknir um listabókstafi. Erindin hafa verið afgreidd með tilvísum til 38. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000.

Lesa meira

Unnið verði áhættumat og settar fram tillögur um flugvernd til frambúðar - 1.8.2012

Innanríkisráðuneytinu hefur borist skýrsla Flugmálastjórnar Íslands um atvik á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt 8. júlí þegar tveir menn komust yfir girðingu, um flugvélastæði og inn í flugvél sem beið brottfarar. Unnið verður áhættumat og lagðar fram tillögur um hvernig heppilegast sé að haga flugvernd á Keflavíkurflugvelli til frambúðar til að fyrirbyggja atvik sem þetta.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsótti skátamótið á Úlfljótsvatni - 30.7.2012

Innanríkisráðherra heimsótti landsmót skáta á Úlfljótsvatni 28. júlí.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti skátamótið á Úlfljótsvatni um helgina ásamt konu sinni Valgerði Andrésdóttur. Mótinu lauk um helgina.

Lesa meira

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri við stefnumótun um mannréttindamál - 27.7.2012

Ákveðið hefur verið að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingismaður annist verkefnisstjórn á vegum þriggja ráðuneyta: Innanríkisráðuneytis, velferðarráðuneytis og utanríkisráðuneytis, um kortlagningu og stefnumótun á sviði mannréttindamála.

Lesa meira

Ráðherrar ræddu rafræn samskipti og málefni flóttamanna - 27.7.2012

Ráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins svo og ráðherrar ríkjanna sem aðild eiga að Evrópskra efnahagssvæðinu funduðu nýverið á Kýpur og sótti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra báða fundina. Annars vegar sat hann fund samgöngu- og fjarskiptaráðherra og hins vegar fund  dómsmálaráherra en til umræðu voru málefni sem snerta Íslendinga.

Lesa meira

Hæstiréttur Íslands hafnar kröfum um að ógilda forsetakosningarnar - 25.7.2012

Hæstiréttur hefur hafnað kröfu Ásdísar Jennu Ástráðsdóttur, Guðmundar Magnússonar og Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar um að forsetakjörið 30. júní verði lýst ógilt. Þá hefur Hæstiréttur einnig hafnað kröfu Ástþórs Magnússonar Wium um að ógilda kosningarnar. Þetta kemur fram í endurritum úr gerðabók Hæstaréttar í dag sem innanríkisráðuneytinu hefur borist.

Lesa meira

Breytingar á lögum um útgáfu lagasafns - 19.7.2012

Alþingi samþykkti í maí frumvarp innanríkisráðherra um breytingu á lögum nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingarblað. Breytingunum er ætlað að treysta grundvöll útgáfu lagasafns sem gefið hefur verið út í prentuðu formi frá árinu 1931 og sem birt hefur verið á vefsvæði Alþingis.

Lesa meira

Breyting á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili - 18.7.2012

Lagafrumvarp innanríksiráðherra um breytingu á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili, nr. 85/2011, var samþykkt á Alþingi í lok maí. Með lagabreytingunni var 15. gr. laganna breytt á þann hátt að ný málsgrein bættist við sem mælir fyrir um heimild til þess að kæra úrskurð héraðsdóms um nálgunarbann og eða brottvísun af heimili til æðri dóms.

Lesa meira

Ýmsir hagræðingarmöguleikar með rafrænni stjórnsýslu - 18.7.2012

Stýrihópur sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði nýlega til að fjalla um rafræna stjórnsýslu hefur nú haldið þrjá fundi. Í fyrstu er lögð áhersla á að ræða þær áskoranir sem í verkefninu felast, greina stöðuna og meta aðgerðir til að lágmarka áhættu og útiloka hindranir.

Lesa meira

Lagabreytingar vegna samnings Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun - 17.7.2012

Alþingi hefur samþykkt frumvarp innanríkisráðherra um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, vegna fullgildingar samnings Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun. Frumvarpið var samið hjá refsiréttarnefnd að beiðni innanríkisráðherra. Lögin tóku gildi 11. júní sem lög nr. 58/2012.

Lesa meira

Fela má aðstoðarmönnum dómara fleiri dómstörf - 16.7.2012

Alþingi samþykkti í júní frumvarp innanríkisráðherra um breytingu á 17. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 sem fjallar um lögfræðilega aðstoðarmenn dómara. Nú getur dómstjóri falið aðstoðarmönnum önnur dómstörf en þau að fara með og leysa efnislega úr einkamálum þar sem vörnum er haldið uppi og sakamálum frá því að þau koma til aðalmeðferðar.

Lesa meira

Þakkaði Karli Sigurbjörnssyni biskupi fyrir störf hans í þágu kirkju og þjóðar - 13.7.2012

Innanríkisráðherra hélt fráfarandi biskupi samsæti 12. júlí og þakkaði honum störf í þágu kirkju og þjóðar.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hélt í gær samsæti til heiðurs Karli Sigurbjörnssyni fráfarandi biskupi þar sem hann þakkaði honum fyrir störf hans í þágu kirkju og þjóðar. Viðstödd voru kona hans, Kristín Guðjónsdóttir og börn þeirra, ýmsir nánir samstarfsmenn biskups og fulltrúar innanríkisráðuneytisins.

Lesa meira

Fimmta lægsta dánartíðni af völdum umferðarslysa - 13.7.2012

Ísland er fimmta landið í röð þeirra ríkja í Evrópu sem hafa lægstu dánartíðni í umferðinni. Banaslysum í umferðinni hérlendis hefur fækkað á síðustu árum og árið 2010 var dánartíðnin sú lægsta í öllum ríkjum OECD ríkja eða 2,5 á hverja 100 þúsund íbúa. Þessi þróun á sér stað á sama tíma og umferð hefur aukist verulega.

Lesa meira

Kínverskur aðstoðarráðherra heimsækir innanríkisráðherra - 12.7.2012

Aðstoðarráðherra iðnaðar og viðskipta í Kína, Wang Dongfeng, heimsótti innanríkisráðuneytið og Neytendastofu í dag ásamt forstjóra kínversku Neytendastofunnar og forstjóra neytendasamtakanna þar í landi svo og sendiherra Kína á Íslandi. Kynnti sendinefndin sér stöðu ýmissa hliða neytenda-, viðskipta- og landbúnaðarmála hérlendis.

Lesa meira

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður 26. september - 11.7.2012

Ákveðið hefur verið að ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði haldinn miðvikudaginn 26. september næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica milli klukkan 17 og 19.

Lesa meira

Ráðherra hefur óskað eftir greinargerð - 10.7.2012

Isavia er nú að fara yfir hvað fór úrskeiðis  þegar tveir menn komust inn á flugvallarsvæðið í Keflavík og upp í flugvél Flugleiða. Ekki tókst þeim það ætlunarverk sitt að komast úr landi sem laumufarþegar. Hins vegar er ljóst að í eftirlitinu eru brotalamir.

Lesa meira

Skýrsla Íslands um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi tekin fyrir í Genf - 10.7.2012

Fyrirtaka á fimmtu skýrslu um framkvæmd Íslands á samningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi fór fram hjá mannréttindanefnd SÞ í Genf í dag og í gær. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, fór fyrir sendinefnd Íslands en í henni sátu einnig þau María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, og Veturliði Þór Stefánsson, sendiráðsritari hjá Fastanefnd Íslands í Genf.

Lesa meira

Tvö embætti hæstaréttardómara laus til umsóknar - 6.7.2012

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst tvö embætti dómara við Hæstarétt laus til umsóknar. Umsóknir skulu berast ráðuneytinu eigi síðar en 1. ágúst næstkomandi. Auglýsingin fer hér á eftir.

Lesa meira

Breytingar á lögum um ríkisborgararétt - 2.7.2012

Alþingi samþykkti í lok maí frumvarp innanríkisráðherra um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952 og öðluðust þau þegar gildi sem lög nr. 40/2012. Breytingarnar snúa fyrst og fremst að hagræðingu vegna breyttra reglna um fjárhæðir sekta og leiðréttingum sem taldar eru nauðsynlegar vegna breytinga sem orðið hafa á lögum um útlendinga.

Lesa meira

Forsetakjörið fer vel af stað - 30.6.2012

Forsetakosningar fara fram í dag.

Kosningar til embættis forseta Íslands standa yfir í dag og hefur framkvæmd þeirra farið vel af stað. Alls eru 235.784 á kjörskrá og þar af er fjöldi kjósenda í Reykjavík 89.912. Fyrir utan Reykjavíkurkjördæmin eru flestir kjósendur í Suðvesturkjördæmi eða 62.084 en fæstir í Norðvesturkjördæmi, 21.374. Alls höfðu yfir 35 þúsund manns kosið utan kjörfundar í gærkvöld.

Lesa meira

Kosning hafin - hagnýtar upplýsingar - 30.6.2012

kosningavefur

Forsetakosningar eru nú hafnar. Hér að neðan er tilgreint hvar kjósendur geta leitað almennra upplýsinga um kjörskrár, kjörstaði eða atriði um framkvæmd kosningarinnar og hvert kjósendur geta snúið sér til að greiða atkvæði utan kjörfundar á kjördag víðs vegar um landið.

Lesa meira

Upplýsingar um þjónustu á kjördag - 29.6.2012

Forsetakosningar fara fram á morgun, laugardaginn 30. júní. Hér að neðan er tilgreint hvar kjósendur geta leitað almennra upplýsinga um kjörskrár, kjörstaði eða atriði um framkvæmd kosningarinnar.

Lesa meira

Göngubrú og samgöngustígur opnuð í Mosfellsbæ - 29.6.2012

Göngubrú hefur verið vígð í Mosfellsbæ og samgöngustígur einnig.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra opnaði í gær formlega göngubrú við Krikahverfi í Mosfellsbæ og samgöngustíg meðfram Vesturlandsvegi. Hann naut aðstoðar Hreins Haraldssonar vegamálastjóra og Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra í Mosfellsbæ.

Lesa meira

Yfirlýsing innanríkisráðherra vegna aðstoðar í kjörklefa við kosningar - 28.6.2012

Hér fer á eftir yfirlýsing innanríkisráðherra vegna einstaklinga sem þurfa aðstoðar við í kjörklefa í kosningum. Lesa meira

Skýrsla nefndar um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins komin út - 28.6.2012

Ögmundur Jónasson, Guðbjartur Hannesson og Halla Gunnarsdóttir fjölluðu um skýrslu um málefni útlendinga utan EES á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

Starfshópur innanríkisráðherra sem fjallað hefur um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins hefur skilað tillögum sínum og eru þær settar fram í ellefu liðum. Skýrslan var kynnt á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Halla Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar, kynnti helstu tillögur skýrslunnar og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fluttu ávörp.

Lesa meira

Hryðjuverk og ofbeldi til umræðu hjá dómsmálaráðherrum Norðurlanda - 28.6.2012

Dómsmálaráðherrar Norðurlanda funduðu í Osló í vikunni og eru hér með nánustu samstarfsmönnum sínum.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sat á þriðjudag fund dómsmálaráðherra Norðurlandanna í Osló. Ráðherrarnir ræddu meðal annars hryðjuverkaárásina í Osló og Utöya í fyrrasumar, fyrirbyggjandi aðgerðir gegn heimilisofbeldi og fleira.

Lesa meira

Nýr biskup Íslands hefur tekið við tilsjóninni - 27.6.2012

Agnes M. Sigurðardóttir, nýr biskup Íslands, tekur við biskupsstaf og lyklum hjá Karli Sigurbjörnssyni biskupi sem lætur nú af embætti.

Séra Agnes, biskup Íslands, nú tekur þú við tilsjóninni, sagði Karl Sigurbjörnsson biskup þegar hann við lok prestastefnu afhenti Agnesi M. Sigurðardóttur, nýkjörnum biskupi, lykil að Biskupsstofu og Dómkirkjunni og biskupsstaf.

Lesa meira

Stýrihópur um rafræna stjórnsýslu hefur störf - 26.6.2012

Stýrihópur um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræðisem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði nýlega kom til fyrsta fundar í gær og sat ráðherra fyrsta fundinn. Verkefni hópsins er að vinna úr tillögum nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins varðandi rafræna stjórnsýslu og lýðræði. Hópnum er ætlað að skila áfangaskýrslu til ráðherra í október.

Lesa meira

Tímamót í Þjóðkirkjunni og samfélaginu - 25.6.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ræðir við Karl Sigurbjörnsson biskup að lokinni setningu prestastefnu. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, í baksýn.

Innanríkisráðherra óskaði nývígðum biskupi Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur, til hamingju með embættið og óskaði henni velfarnaðar í vandasömu starfi í upphafi ræðu sinnar við setningu prestastefnu í Hallgrímskirkju í gær. Um leið þakkaði hann fráfarandi biskupi, Karli Sigurbjörnssyni fyrir mikilvægt og dýrmætt framlag hans í þjóðlífinu.

Lesa meira

Innanríkisráðherra sló upphafshögg í góðgerðargolfleik - 22.6.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra undirbýr sig fyrir upphafshöggið.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sló upphafshögg í góðgerðargolfleik Kiwanishreyfingarinnar aðfaranótt mánudags 18. júní. Ætlunin er að slá golfkúlu meðfram Hringveginum næstu daga, alls um 1.350 km leið, og verður áheitum safnað á hvert högg.

Lesa meira

Endurskoðuð áætlun framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2012 - 22.6.2012

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða áætlun um úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2012 á grundvelli 3. gr. reglugerðar, nr. 510/2012.

Lesa meira

Ný reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2012 - 22.6.2012

Innanríkisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um  framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2012.

Lesa meira

Opnun Suðurstrandarvegar fagnað í Grindavík og Ölfusi - 21.6.2012

Suðurstrandarvegur var formlega opnaður í dag.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri opnuðu í dag formlega Suðurstrandarveg með því að klippa á borða og lýsa veginn opinn. Með veginum tengjast byggðarlög á Reykjanesskaga og Suðurlandi á nýjan öruggan hátt og fögnuðu bæjaryfirvöld Grindavíkur og Ölfuss þessari samgöngubót.

Lesa meira

Drög að reglugerð um eftirlit með ósjálfvirkum vogum til umsagnar - 20.6.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 254/2009 um mælifræðilegt eftirlit með ósjálfvirkum vogum. Umsagnafrestur er til og með 4. júlí nk. og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is

Lesa meira

Björgunarbúningar í alla smábáta - 20.6.2012

Innanríkisráðherra hefur staðfest reglur um að öll skip, sem falla undir gildissvið reglna um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa, nr. 189/1994, með síðari breytingum, skuli vera búin björgunarbúningum fyrir alla um borð. Til að mæta þörfum þeirra smábátaeigenda tekur skyldan gildi í skrefum. Fyrir skip 8 m og lengri taka reglurnar gildi 1. janúar 2013 og fyrir skip styttri en 8 m 1. janúar 2014.

Lesa meira

Kynbundinn launamunur í innanríkisráðuneytinu leiðréttur - 19.6.2012

Innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að leiðrétta kynbundinn launamun í ráðuneytinu en við jafnlaunaúttekt kom í ljós 2,5% óútskýrður launamunur meðal sérfræðinga ráðuneytisins. Ráðuneytið telur óviðunandi að konur og karlar njóti ekki sömu launa fyrir sömu störf og fagnar úttektinni sem gefur tækifæri til að leiðrétta þessa skekkju.

Lesa meira

Samgönguáætlanir samþykktar á Alþingi - 19.6.2012

Fjallað var um ýmsar hliðar samgöngu- og umferðarmálamála á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar í dag.

Fjögurra ára og tólf ára samgönguáætlanir voru samþykktar á Alþingi í dag. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði þegar áætlanirnar höfðu verið afgreiddar að þetta væri fagnaðarefni, með auknum fjármunum væri hægt að ráðast í ýmsar mikilvægar framkvæmdir svo sem jarðgöng, brúargerð, breikkun vega, endurbætur á tengivegum auk stórátaks í eflingu almenningssamgangna.

Lesa meira

Upplýsingar um skráningu á kjörskrá - 18.6.2012

Kjósendur geta nú kannað hvar þeir eru á kjörskrá í forsetakosningunum laugardaginn 30. júní næstkomandi á kosningavef innanríkisráðuneytisins, kosning.is. Reykvíkingar og íbúar nokkurra stærri sveitarfélaga í landinu fá einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Lesa meira

Sýning á tillögum um nýtt fangelsi opnuð á Háskólatorgi 20. júní - 18.6.2012

Tillaga Arkís arkiteka að nýju fangelsi.

Sýning á tillögum sem bárust í hugmyndasamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði verður opnuð á Háskólatorgi miðvikudaginn 20. júní. Dómnefnd bárust alls 18 tillögur og bar tillaga Arkís arkitekta sigur úr býtum.

Lesa meira

Ný reglugerð um fjármálareglur sveitarfélaga og fjárhagsleg viðmið - 18.6.2012

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út reglugerð um fjármálareglur og fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga. Hún er sett á grundvelli nýrra sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 sem tóku gildi í byrjun árs. Tók hún gildi 15. júní.

Lesa meira

Drög að gjaldskrá vegna bakgrunnsskoðana til umsagnar - 15.6.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að gjaldskrá fyrir framkvæmd bakgrunnsathugunar eða bakgrunnsskoðunar lögreglu á einstaklingi og útgáfu öryggisvottunar. Unnt er að senda athugasemdir til ráðuneytisins til og með 22. júní á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að reglugerð um vaktstöð siglinga til umsagnar - 15.6.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um vaktstöð siglinga og eftirlit með umferð skipa. Umsagnafrestur er til 2. júlí næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Vegslóði opnaður að Flóðgátt Flóaáveitunnar - 15.6.2012

Ögmundur Jónasson og Guðni Ágústsson eru hér við flóðgáttina á Brúnastaðaflötum.

Efnt var nýlega til hátíðarsamkomu við flóðgátt Flóaáveitunnar í Flóahreppi í tilefni þess að 85 ár eru frá því vatni var hleypt í áveituna. Opnaður var vegslóði að flóðgáttinni en að vegagerðinni stóðu Flóahreppur og Áveitufélagið með stuðningi frá Vegagerðinni og fleiri aðilum sem vilja auka aðgengi fólks að mannvirkinu.

Lesa meira

Ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga komin út - 14.6.2012

Komin er út ársskýrsla eftiritsnefndar með fjármálum sveitarfélaga 2011. Þar er fjallað um úrvinnslu áreikninga sveitarfélaga fyrir árið 2010 og þróun fjármála þeirra og vikið er að fjárhagsáætlunum fyrir árið 2011.

Lesa meira

Auglýsing um framlagningu kjörskráa - 12.6.2012

Kjörskrár vegna kjörs forseta Íslands sem fram á að fara laugardaginn 30. júní 2012 skulu lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 20. júní.

Lesa meira

Yfir 800 manns á ráðstefnu Norræna vegasambandsins í Reykjavík - 11.6.2012

Innanríkisráðherra tók þátt í setningarathöfn ráðstefnu Norræna vegasambandsins í dag.

Ráðstefna Norræna vegasambandsins, NVF, hófst í Hörpu í Reykjavík í morgun með ávörpum  vegamálastjóra og innanríkisráðherra. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði meðal annars að almenningur á Íslandi hefði mikinn áhuga á samgöngubótum sem sýndi sig jafnan í hinni víðtæku og almennu umræðu um vega- og samgöngumál.

Lesa meira

Rætt um skýrslutökur af börnum og notkun dómstóla á Barnahúsi - 7.6.2012

Ögmundur Jónasson ávarpar gesti á málþinginu. Við háborð sitja framsögumenn, f.v. Sandra Baldvinsdóttir, Ólöf Ásta Farestveit og Kristján Ingi Kristjánsson.

Innanríkisráðuneytið og Lagadeild Háskóla Íslands héldu í dag vel sótt málþing um skýrslutökur af börnum í sakamálum. Fjallað var um málið frá sjónarhóli dómara, Barnahúss og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rætt var m.a. um aðferðir við skýrslutökur með hliðsjón af aldri og þroska barna og notkun dómstóla á Barnahúsi.

Lesa meira

Bein útsending frá málþingi um skýrslutökur af börnum í sakamálum - 7.6.2012

Innanríkisráðuneytið og Lagadeild Háskóla Íslands halda í dag málþing um skýslutökur af börnum í sakamálum í sal 101 í Lögbergi kl. 12.00-13.30. Hægt er að sjá beina útsendingu frá málþinginu með því að smella hér.

Lesa meira

Eftirlit með kynferðisbrotamönnum að lokinni afplánun - 6.6.2012

Innanríkisráðuneytið hefur um nokkurt skeið verið með í endurskoðun þau ákvæði almennra hegningarlaga sem lúta meðal annars að því að unnt verði að láta kynferðisafbrotamenn með barnagirnd á háu stigi sæta öryggisráðstöfunum eftir afplánun refsidóma.

Lesa meira

Arkís arkitektar hlutu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði - 5.6.2012

Verðlaunahafar með ráðherra, formanni dómnefndar og forstjóra Fangelsismálastofnunar.

Arkís arkitektar ehf. hlutu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík. Dómnefnd kynnti þær tillögur sem bárust við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Síðar í mánuðinum verður opnuð sýning á tillögunum á Háskólatorgi.

Lesa meira

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kortleggur hættu vegna eldgosa í samstarfi við vísindamenn - 5.6.2012

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum á síðustu dögum um hættu af eldsumbrotum á höfuðborgarsvæðinu og nýlega áhættuskoðun almannavarna tekur innanríkisráðuneytið eftirfarandi fram:

Lesa meira

Fangelsið Sogni formlega tekið í notkun - 4.6.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði gesti en dagskráin fór fram utan dyra í miklu blíðviðri.

Nýtt fangelsi að Sogni í Ölfusi var formlega tekið í notkun 1. júní síðastliðinn. Fangelsið er skilgreint sem „opið“ fangelsi og verður það rekið sem útibú frá öryggisfangelsinu á Litla-Hrauni. Gert er ráð fyrir að vista þar allt að 20 fanga.

Lesa meira

Minningarathöfn og messa á Sjómannadeginum - 3.6.2012

Gengið fylktu liði til Sjómannamessu í Dómkirkjunni.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var í morgun viðstaddur athöfn við Minningaröldur Sjómannadagsráðs við Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði. Þar flutti Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur ritningarorð og bæn. Lagðir voru blómsveigar að minnisvarðanum og starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. Borgarstjórinn í Þórshöfn í Færeyjum og fulltrúar færeyskra sjómanna voru viðstaddir athöfnina og minntust látinna sjómanna með blómsveig.

Lesa meira

Drög að reglugerð um flugafgreiðslu á flugvöllum til umsagnar - 1.6.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1186/2008 um aðgang að flugafgreiðslu á flugvöllum. Umsagnafrestur er til 13. júní næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Frambjóðendur til kjörs forseta Íslands 2012 - 1.6.2012

Innanríkisráðuneytið hefur í dag gefið út auglýsingu um framboð til kjörs forseta Íslands sem fara á fram 30. júní 2012 í samræmi við lög um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945, þar sem segir að auglýsa skuli hverjir séu í kjöri innan viku frá því framboðsfrestur er liðinn sem var 25. maí 2012.

Lesa meira

Opinn fundur um skýrslutökur af börnum í sakamálum - 1.6.2012

Innanríkisráðuneytið og Lagadeild Háskóla Íslands halda opinn fund um skýslutökur af börnum fimmtudaginn 7. júní kl. 12.00-13.30 í Lögbergi í HÍ. Allir velkomnir. 

Lesa meira

Pétur U. Fenger skipaður skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu - 1.6.2012

Pétur U. Fenger skrifstofustjóri fjármála og rekstrar

 

Pétur U. Fenger hefur verið skipaður skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu. Pétur stýrir skrifstofu fjármála og rekstrar.

Lesa meira

Drög að reglugerð um varmaorkumæla til umsagnar - 31.5.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um varmaorkumæla. Umsagnafrestur er til 15. júní næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Stjórnsýsla á alltaf að vera til endurskoðunar - 30.5.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp á fundi um mannréttindamál í dag.

Öll stjórnsýsla á alltaf að vera til endurskoðunar og í umbreytingastarfi á málefnið að vera í forgrunni en ekki persónur og leikendur heldur hagsmunir þeirra sem löggjöfin hefur áhrif á, í þessu tilviki útlendingar utan EES sem vilja flytja til Íslands.

Lesa meira

Sjö frambjóðendur skiluðu inn framboðum til kjörs forseta Íslands 30. júní - 26.5.2012

Fundur með forsetaframbjóðendum og/eða fulltrúum þeirra var haldinn í innanríkisráðuneytinu 26.maí.

Frestur til að skila framboðum til kjörs forseta Íslands hinn 30. júní næstkomandi rann út á miðnætti föstudagsins 25. maí og í dag, laugardag, komu fulltrúar frambjóðenda til fundar í innanríkisráðuneytinu. Sjö frambjóðendur skiluðu tilskildum gögnum áður en framboðsfrestur rann út.

Lesa meira

Dómnefnd hönnunarsamkeppni fangelsis á Hólmsheiði kynnir niðurstöðu 5. júní - 25.5.2012

Dómnefnd hönnunarsamkeppni fangelsisbyggingar á Hólmsheiði í Reykjavík hefur nú lokið yfirferð sinni á þeim 18 tillögum sem bárust í samkeppnina. Dómnefndin mun kynna verðlaunatillögurnar og aðrar tillögur sem bárust þriðjudaginn 5. júní næstkomandi. Síðar í mánuðinum verða tillögurnar sýndar á Háskólatorgi.

Lesa meira

Reglugerð um alþjóðlegt reiki væntanleg - 25.5.2012

Í innanríkisráðuneytinu hefur verið hafinn undirbúningur innleiðingar á nýrri Evrópureglugerð um alþjóðlegt reiki á grundvelli 2. mgr. 35. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003. Drög reglugerðarinnar eru birt hér á ensku og unnt er að gera athugsemdir til 13. júní. Umsagnir sendist á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Samkomulag um endurskipulagningu fjármála Sveitarfélagsins Álftaness - 23.5.2012

Fjárhaldsstjórn Sveitarfélagsins Álftaness og fulltrúar sveitarfélagsins ræddu við innanríkisráðherra á fundi í dag.

Fjárhaldsstjórn Sveitarfélagsins Álftaness hefur náð samkomulagi um lækkun skulda og skuldbindinga  sveitarfélagsins en fjárhaldsstjórnin hefur síðustu misseri unnið með sveitarstjórninni að endurskipulagingu fjármála sveitarfélagsins. Forsenda samkomulagsins er sameining sveitarfélaganna Álftaness og Garðabæjar.

Lesa meira

Morgunverðarfundur um aðgang útlendinga frá ríkjum utan EES að Íslandi - 23.5.2012

Aðgangur útlendinga frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins að Íslandi verður til umfjöllunar á næsta fundi í fundaröð innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál. Fundurinn verður haldinn í Iðnó í Reykjavík miðvikudaginn 30. maí kl. 9 til 10.30. Þetta er sjötti og síðasti fundurinn að sinni í fundaröð innanríkisráðuneytisins um hin ýmsu svið mannréttindamála.

Lesa meira

Nýjar ógnir og samfélagsöryggi - 19.5.2012

Ögmundur Jónasson hélt ræðu og tók þátt í pallborði á ráðstefnu í Pétursborg um öryggismál.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti erindi á ráðstefnu í St. Pétursborg í vikunni og tók þátt í hringborðsumræðum um öryggismál og nýjar ógnir. Umræðurnar spönnuðu vítt svið og var meðal annars fjallað um eftirlitsheimildir lögreglu með borgurum, útbreiðslu skipulagðrar glæpastarfsemi, efnahagslegt öryggi og tölvuöryggi, auk hryðjuverka, stríðsátaka og stórveldahagsmuna.

Lesa meira

Drög að reglugerð um girðingar meðfram vegum til umsagnar - 15.5.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um girðingar með vegum. Umsagnafrestur um drögin er til 29. maí næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Brúðuleikhús í alla 2. bekki grunnskóla - 14.5.2012

Verkefnisstjórn innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis um vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hefur undirritað samning við brúðuleikarana Hallveigu Thorlacius og Helgu Arnalds um brúðuleiksýningu í 2. bekk allra grunnskóla á Íslandi.

Lesa meira

Sérstakur saksóknari stofnun ársins annað árið í röð - 14.5.2012

Fulltrúar Sérstaks saksóknara með formanni SFR þegar þeir tóku við viðurkenningunni.

Stofnanir sem heyra undir innanríkisráðuneytið náðu góðum árangri í valinu stofnun ársins. Kringum 50 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði tóku þátt. Könnunin er samstarfsverkefni SFR, stéttarfélags í almannaþágu, VR, virðingar og réttlætis og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar var með í ár.

Lesa meira

Afhentu Landhelgisgæslunni tvær milljónir króna í þyrlusjóð - 10.5.2012

Ásatrúarfélagið færði Landhelgisgæslunni tvær milljónir króna í þyrlusjóð í tilefni af 40 ára afmæli félagsins.

Fulltrúar Ásatrúarfélagsins afhentu í dag Landhelgisgæslunni tveggja milljóna króna framlag í þyrslusjóð sem stofnaður er í tilefni af 40 ára afmæli félagsins. Gjöfin var afhent um borð í varðskipinu Þór sem liggur við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn.

Lesa meira

Innanríkisráðherra telur drög að nýrri stjórnarskrá ekki ganga nógu langt varðandi lýðræði - 10.5.2012

Innanríkisráðherra flutti setningarávarp á ráðstefnu um lýðræði og samfélagsáföll.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti setningarávarp á alþjóðlegri ráðstefnu um samfélagsáföll, lýðræði og umbreytingaskeið. Ráðherra sagði að ráðstefnan væri mikilvægt innlegg í þá umræðu sem nú færi fram á Íslandi um lýðræði þar á meðal um ný drög að stjórnarskrá fyrir Ísland. Hann sagði að drög Stjórnlagaráðs væru skref í lýðræðisátt og að ýmsu leyti til framfara en gagnrýndi þau jafnframt.

Lesa meira

Átakið hjólað í vinnuna hafið - 9.5.2012

Ráðherrar fluttu ásamt fleirum ávörp við upphaf átaksins hjólað í vinnuna.

Heilsu- og hvatningarátakið hjólað í vinnuna hófst í morgun. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var meðal þeirra sem fluttu ávarp þegar átakinu var hleypt af stað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal í Reykjavík ásamt Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra.

Lesa meira

Bakgrunnsskoðanir ólögráða einstaklinga verði heimilar - 7.5.2012

Innanríkisráðuneytið hefur í bréfi til ríkislögreglustjóra farið þess á leit að embættið hlutist til um að unnt verði að bakgrunnsskoða ólögráða einstaklinga eins fljótt og unnt er. Telur ráðuneytið  ekkert því til fyrirstöðu að bakgrunnsskoða ólögráða einstaklinga að því skilyrði uppfylltu að samþykki forráðamanna liggi fyrir eftir atvikum.

Lesa meira

Umsóknarfrestur um styrki til verkefna á sviði mannréttindamála að renna út - 7.5.2012

Minnt er á að umsóknarfrestur vegna styrkja innanríkisráðuneytisins til mannréttindamála rennur út 8. maí. Styrkja á verkefni og starfsemi sem á einn eða annan hátt styðja við eða stuðla að vernd og virkni mannréttinda.

Lesa meira

Samið um 10 ára tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna - 7.5.2012

Innanríkisráðherra og fjármálaráðherra skrifuðu undir samning um eflingu almenningssamgangna í dag ásamt fulltrúum Vegagerðar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Fulltrúar Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu í dag undir samkomulag um 10 ára tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur verkefnisins er að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, lækka samgöngukostnað heimila og samfélagsins og stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.

Lesa meira

Frekari yfirferð gagna og viðtöl hjá starfshópi um Guðmundar og Geirfinnsmál - 4.5.2012

Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði í október 2011 til að fara yfir gögn svonefndra Guðmundar- og Geirfinnsmála hefur skilað ráðherra skýrslu um stöðu verkefnisins og tilhögun á áframhaldandi vinnu. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili áfangaskýrslu í nóvember.
Lesa meira

Mannréttindastarf verði kortlagt og stefna mótuð - 4.5.2012

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu innanríkisráðherra, velferðarráðherra og utanríkisráðherra að settur verði á fót starfshópur þriggja ráðuneyta sem falið verði tvíþætt hlutverk í mannréttindamálum. Annars vegar að kortleggja mannréttindastarf íslenskrar stjórnsýslu og hins vegar að leggja fyrir ríkisstjórnina stefnu um framtíðarskipan Mannréttindadómstóls Evrópu.

Lesa meira

Erfið staða hjá sóknum vegna fjárhagsvanda og skerðingar sóknargjalda - 4.5.2012

Nefnd sem innanríkisráðherra skipaði síðastliðið sumar til að meta áhrif niðurskurðar fjárveitinga á starfsemi þjóðkirkjunnar og afleiðingar þess að haldið yrði áfram á þeirri braut hefur nú skilað ráðherra skýrslu sinni. Fram kemur í skýrslunni að eftir athuganir á ársreikningum sókna og af lýsingum fulltrúum sóknarnefnda sé óhætt að draga þá ályktun að grunnstoðir í starfsemi safnaða þjóðkirkjunnar séu að hruni komnar vegna fjárhagsvanda.

Lesa meira

Hagnaður hjá Isavia á síðasta ári - 4.5.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp á aðalfundi Isavia.

Aðalfundur opinbera hlutafélagsins Isavia var haldinn í gær og kom þar meðal annars fram að árið hefði einkennst af breytingum. Umferð um Keflavíkurflugvöll hefði vaxið um 18% frá fyrra ári sem styrkt hefði fjárhag félagsins en rekstur innanlandsflugs væri erfiður meðal annars vegna fjölda flugvalla og fárra farþega.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands - 3.5.2012

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hér á landi fer fram hjá kjörstjórum á eftirfarandi stöðum:

Lesa meira

Innanríkisráðherra ræðumaður á kirkjukvöldi í Sauðárkrókskirkju - 2.5.2012

Ögmundur Jónasson var ræðumaður á kirkjukvöldi í Sauðárkrókskirkju á sæluviku Skagfirðinga.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var ræðumaður síðastliðið mánudagskvöld á kirkjukvöldi í Sauðárkrókskirkju sem er liður í árlegri sæluviku Skagfirðinga. Á dagskrá kirkjukvöldsins var einnig söngur Kirkjukórs Sauðárkróks og Helga Rós Indriðadóttir söng einsöng við meðleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur.

Lesa meira

Auknar öryggiskröfur til köfunar í drögum að nýrri reglugerð - 30.4.2012

Vegna umfjöllunar síðustu daga um öryggi við köfun og ósk Sportkafarafélags Íslands um endurskoðun laga og reglna um köfun vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram.

Lesa meira

Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum að hefjast - 27.4.2012

Innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra skrifuðu undir samninginn.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra undirrituðu í dag samning til þriggja ára um vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Undirritunin fór fram við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík.

Lesa meira

Rætt um margar hliðar hatursáróðurs og viðbrögð við honum á morgunverðarfundi - 26.4.2012

Ögmundur Jónasson flutti ávarp á fundi innanríkisráðuneytisins um hatursáróður í dag.

Hatursáróður var umfjöllunarefni fimmta fundarins í fundaröð innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál í tengslum við mótun landsáætlunar í mannréttindum. Fjallað var um hatursáróður í víðu samhengi og meðal annars með hliðsjón af samfélagslegri umræðu og athugasemdum alþjóðlegra eftirlitsaðila með mannréttindaskuldbindingum.

Lesa meira

Drög að reglugerðarbreytingu um flugáætlanir til umsagnar - 26.4.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 602/2008 um kröfur er varða verklagsreglur og flugáætlanir innan samevrópska loftrýmisins. Umsagnafrestur um drögin er til 8. maí næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Átján tillögur bárust í samkeppni um hönnun fangelsis á Hólmsheiði - 25.4.2012

Átján tillögur bárust í samkeppni um hönnun fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík en frestur til að skila tillögum rann út 16. apríl síðastliðinn. Dómnefnd sem skipuð var vegna samkeppninnar kom saman í dag til að hefja mat á tillögunum.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um köfun til umsagnar - 25.4.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð til breytinga á reglugerð um köfun nr. 535/2001. Umsagnafrestur um drögin er til 7. maí næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Framlag ríkisins til flugmála um tveir milljarðar króna á árinu - 24.4.2012

F.v. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Þórunn Egilsdóttir, fundarstjóri, oddviti Vopnafjarðarhrepps og Valdimar O. Hermannsson, formaður stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Mikilvægi innanlandsflugs var efni málþings Samband sveitarfélaga á Austurlandi og Þróunarfélags Austurlands á Egilsstöðum í dag. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp við upphaf þingsins og sagði að framlag ríkisvaldsins til flugmála á árinu væri rúmir tveir milljarðar króna, mest í rekstur flugvalla en einnig til viðhalds og uppbyggingar og í styrki á nokkrum flugleiðum innanlands.

Lesa meira

Styrkir til verkefna á sviði mannréttindamála - 24.4.2012

Samkvæmt fjárlögum ársins 2012 hefur innanríkisráðuneytið 6,2 milljónir króna til ráðstöfunar fyrir styrki til mannréttindamála. Styrkja á verkefni og starfsemi sem á einn eða annan hátt styðja við eða stuðla að vernd og virkni mannréttinda. Í ár verður sérstök áhersla lögð á að veita styrki  til verkefna sem tengjast þeim tilmælum sem fram komu til íslenskra stjórnvalda á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í reglubundnu eftirliti með mannréttindum á Íslandi, sem fram fór í Genf 10. október síðastliðinn.

Lesa meira

Starfshópur um áratug umferðaröryggis skilar tillögum - 23.4.2012

Birna Hreiðarsdóttir afhendir Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra skýrslu starfshópsins.

Starfshópur sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði fyrir ári í verkefni er snúa að áratug umferðaröryggis 2011 til 2020 hefur skilað ráðherra áfangaskýrslu. Hópurinn fékk það verkefni að leggja fram tillögur varðandi umferðaröryggi í tengslum við heimsátak Sameinuðu þjóðanna í umferðaröryggismálum og standa á til ársins 2020.

Lesa meira

Mikilvægt að tryggja að Mannréttindadómstóll Evrópu geti sinnt hlutverki sínu - 20.4.2012

Framtíð og áskoranir í starfsemi Mannréttindadómstóls Evrópu eru til umræðu á fundi  dómsmálaráðherra ríkja Evrópuráðsins sem stendur nú yfir í Brighton á Englandi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra situr fundinn sem Kenneth Clarke, dómsmálaráðherra Breta, stýrir en Bretar sinna nú formennsku í ráðherraráði Evrópuráðsins.

Lesa meira

Undirbúningur forsetakosninga í fullum gangi - 20.4.2012

Undirbúningur fyrir forsetakosningarnar sem fram fara 30. júní næstkomandi stendur nú yfir í innanríkisráðuneytinu. Fulltrúar ráðuneytisins, formenn yfirkjörstjórna, fulltrúar sýslumanna, landskjörstjórnar og ráðgjafar sátu nýverið á fundi í ráðuneytinu þar sem farið var yfir helstu þætti undirbúningsins.

Lesa meira

Rætt um hatursáróður á morgunverðarfundi - 20.4.2012

Hatursáróður verður umfjöllunarefni fimmta fundarins í fundaröð innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál í tengslum við mótun landsáætlunar í mannréttindum. Fundurinn verður haldinn í Iðnó í Reykjavík fimmtudaginn 26. apríl klukkan 8.30 til 10.30.

Lesa meira

Óskað umsagna um ný viðmið um aðgengi fyrir blinda, sjónskerta o.fl. að opinberum vefjum - 18.4.2012

Innanríkisráðuneytið óskar umsagna við tillögu þess efnis að ný viðmið taki gildi til að tryggja aðgengi að opinberum vefjum, m.a. fyrir blinda, sjónskerta og aðra sem þurfa að nota hjálpartæki við lestur efnis og notkun vefja. Í tillögunni, sem fylgir nýjum viðmiðum alþjóðlegu staðlasamtakanna W3C og kallast WCAG 2.0, er lagt til  að innleiðingu viðmiðanna hér á landi ljúki fyrir árslok 2016.    

Lesa meira

Fagnað 25 ára afmæli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar - 14.4.2012

Fagnað var 25 ára afmæli Flugstövar Leifs Eiríkssonar í gær.

Liðin eru 25 ár í dag frá því Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli var vígð og var afmælinu fagnað í gær. Meðal gesta voru ýmsir fyrrverandi og núverandi forráðamenn stöðvarinnar og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sem flutti ávarp í hófinu.

Lesa meira

Starfshópur um Guðmundar- og Geirfinnsmál skilar stöðuskýrslu í apríl - 12.4.2012

Starfshópi um Guðmundar- og Geirfinnsmál, sem innanríkisráðherra skipaði í október á síðasta ári, hefur verið veittur frestur til að skila áfangaskýrslu. Gert var ráð fyrir að hún lægi fyrir nú í aprílmánuði.

Lesa meira

Fulltrúar Eurocontrol ræddu við samgönguyfirvöld - 12.4.2012

Fulltrúar Eurocontrol ræddu við innanríkisráðherra í dag.

Forráðamenn Eurocontrol, alþjóðastofnunar sem annast  flugleiðsöguþjónustu í Evrópuríkjum, heimsóttu Ísland í dag og ræddu við fulltrúa flugmálayfirvalda, Isavia og innanríkisráðherra.  Alls eru 44 ríki í Evrópu aðilar að stofnuninni sem flest eru aðilar að samtökum flugmálastjórna Evrópu.

Lesa meira

Framkvæmdastjórn PIARC á Íslandi - 12.4.2012

Alþjóða vegamálasambandið þingaði á Íslandi í vikunni.

Framkvæmdastjórn PIARC, alþjóða vegamálasambandsins, fundar á Íslandi í dag og á morgun en hlutverk hennar er meðal annars að stýra rannsóknarverkefnum sambandsins og alþjóðlegum ráðstefnum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði fundinn við setningu hans í morgun.

Lesa meira

Drög að breyttum reglum um björgunar- og öryggisbúnað skipa til umsagnar - 10.4.2012

Til umsagnar eru nú hjá Innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglum um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa, nr. 189/1994, með síðari breytingum. Umsagnafrestur um drögin er til 1. maí 2012 og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Margþætt átak til að bæta opinbera vefi - 10.4.2012

Forsíðan á UT-vefnum, ut.is.

Hvað má betur fara á vef stofnunarinnar? er heiti námskeiðs sem innanríkisráðuneytið og  Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ halda fyrir vefstjóra og umsjónarmenn opinberra vefja nú á vormánuðum. Námskeiðið er hluti af átaki sem hefur það að markmiði að bæta vefi stofnana ríkisins.

Lesa meira

Reglugerðardrög um fjárhagsmálefni sveitarfélaga til umsagnar - 30.3.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Umsagnarfrestur um drögin er til 23. apríl og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is. Gert er ráð fyrir að reglugerðin taki gildi 1. maí.

Lesa meira

Kjör forseta Íslands 2012 - 30.3.2012

Bessastaðir.

Kjörtímabil forseta Íslands rennur út 31. júlí 2012. Í samræmi við lög um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36/1945, með síðari breytingum, skal forsetakjör fyrir næsta fjögurra ára tímabil fara fram laugardaginn 30. júní 2012.

Lesa meira

Mannréttindi geðsjúkra rædd á fundi um mannréttindamál - 29.3.2012

Fundur um mannréttindi geðsjúkra var haldinn á vegum innanríkisráðuneytisins.

Fjallað var um ýmsar hliðar mannréttinda geðsjúkra á fjórða fundi innanríkisráðuneytisins í morgun í fundaröð um mannréttindamál sem nú stendur yfir í tengslum við mótun landsáætlunar í mannréttindum. Þrír sérfræðingar fluttu framsöguerindi og fleiri bættust síðan við í pallborðsumræðum. Rúmlega 100 manns sátu fundinn.

Lesa meira

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 181/2011 um réttindi farþega í hópbifreiðum og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004 til umsagnar - 26.3.2012

Fyrirhugað er að taka reglugerð (ESB) nr. 181/2011 um réttindi farþega í hópbifreiðum inn í EES-samninginn á næstunni. Af þessu tilefni óskar innanríkisráðuneytið eftir umsögnum hagsmunaaðila um efni reglugerðarinnar.

Lesa meira

Margháttað samstarf ráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga - 23.3.2012

Frá landsþingi sambands íslenskra sveitarfélaga 23. mars 2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ræðu við upphaf XXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var í Reykjavík í dag. Á þinginu var kastljósinu beint að íbúalýðræði, eflingu sveitarstjórnarstigsins og notendastýrðri persónulegri þjónustu, NPA.  Ráðherra lýsti ánægju með margháttað samstarf ráðuneytisins og Sambandsins í þeim mörgu málefnum sem unnið er að meðal annars til að efla sveitarstjórnarstigið.

Lesa meira

Norrænn fundur embættismanna á sviði útlendingamála - 22.3.2012

Norrænir embættismenn á sviði útlendingamála héldu fund í innanríkisráðuneytinu í dag.

Norrænn embættismannafundur um útlendingamál hefur staðið yfir í innanríkisráðuneytinu í dag. Fundinn sækja kringum 15 manns, fulltrúar ráðuneyta sem fara með útlendingamál, og fer Ísland með formennsku í hópnum.

Lesa meira

Rætt um skipulag og samgöngumál á málþingi - 22.3.2012

Skipulag og samgöngur voru til umfjöllunar á fundi innanríkisráðuneytisins, Vegagerðarinnar og Skipulagsfræðingafélags Íslands í dag.

Til hvers eru samgöngur? spurði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar hann flutti ávarpsorð á ráðstefnu um skipulag og samgöngumál sem ráðuneytið stóð fyrir ásamt Vegagerðinni og Skipulagsfræðingafélagi Íslands. Málþingið stendur yfir til hádegis í dag.

Lesa meira

Fundur um mannréttindi geðsjúkra 29. mars - 22.3.2012

Fjórði fundurinn í fundaröð innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál í tengslum við mótun landsáætlunar í mannréttindum verður haldinn fimmtudaginn 29. mars.  Fjallað verður um mannréttindi geðsjúkra og sérstaklega litið til nauðungarvistana á grundvelli lögræðislaga.

Lesa meira

Um 2,5% þjóðarinnar eiga við spilavanda að etja - 21.3.2012

Rætt var um spilavanda á fundi á vegum innanríkisráðuneytisins í dag.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á fundi þar sem kynnt var niðurstaða rannsóknar um spilavanda meðal Íslendinga að herða verði róðurinn þeim hópi til varnar sem glímir við slíkan vanda. Hann sagði unnið að endurskoðun laga og reglugerða um spilastarfsemi og kvaðst vona að með haustinu sæi til lands í því verki.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um sýslumenn kynnt - 20.3.2012

Innanríkisráðuneytið kynnir nú drög að lagafrumvarpi þar sem lagt er til að sýslumannsembættum landsins verði fækkað úr 24 í 8. Samhliða þessu er með frumvarpi um breytingar á lögreglulögum lagt til að löggæsla verði skilin frá starfsemi sýslumanna og að stofnuð verði sex ný lögregluembætti og að þau verði alls átta.

Lesa meira

Ögmundur Jónasson tók þátt í ráðstefnu um sveitarstjórnarmál á Grænlandi - 15.3.2012

Sveitarfélögum í Grænlandi var fækkað úr 18 í 4 fyrir þremur árum og þau eru sum hver mjög víðfeðm.

Innanríkisráðherra Grænlands, Anton Frederiksen, bauð Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra og Kára Höjgaard, ráðherra sveitarstjórnarmála í Færeyjum, að vera viðstaddir fund forsvarsmanna allra sveitarfélaga á Grænlandi í vikunni. Ögmundur flutti þar ræðu þar sem hann fjallaði meðal annars um sameiningar sveitarfélaga og lýðræði í sveitarstjórnum.

Lesa meira

Bein útsending frá fundi mannréttindaráðs SÞ í Genf - 15.3.2012

Fulltrúi úr fastanefnd Íslands í Genf kynnir í dag lokaafstöðu íslenskra stjórnvalda til tilmæla sem fram komu á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í reglubundnu eftirliti með mannréttindum á Íslandi sem fram fór í Genf 10. október síðastliðinn. Bein útsending verður á vef mannréttindaráðsins frá kl. 13-15.

Lesa meira

Fundur um spilahegðun og mögulegar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr spilafíkn - 14.3.2012

Innanríkisráðuneytið gengst fyrir hádegisfundi um spilafíkn og happdrættismál þar sem einnig verður rætt til hvaða aðgerða unnt er að grípa til að sporna við spilafíkn. Fundurinn verður haldinn í Iðnó í Reykjavík miðvikudaginn 21. mars klukkan 12 til 13.

Lesa meira

Próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt - 14.3.2012

Íslenskupróf vegna umsóknar um íslenskan ríkisborgararétt verða næst haldin á vegum Námsmatsstofnunar í maí og júní og er skráning hafin.

Lesa meira

Ný handbók um fjármál sveitarfélaga - 14.3.2012

Ný sveitarstjórnarlög tóku gildi um síðustu áramót, nr. 138 2011. Þau gera ráð fyrir töluverðum breytingum varðandi fjármál og reikningsskil sveitarfélaga. Í gildi hafa verið ýmsar reglur og gilda áfram en sumar munu taka breytingum og settar verða nýjar.

Lesa meira

Málþing um samfélagsleg áhrif skipulags samgöngukerfisins - 13.3.2012

Rætt verður um samspil skipulags og samgangna á fundi 22. mars.

Snúast samgöngur eingöngu um kostnað? er yfirskrift málþings um samfélagsleg áhrif skipulags samgöngukerfisins sem haldið verður í Reykjavík fimmtudaginn 22. mars. Málþingið er haldið að frumkvæði innanríkisráðherra í samstarfi við Vegagerðina og Skipulagsfræðingafélag Íslands sem hefur átt veg og vanda að undirbúningi þess.

Lesa meira

Vinnustofa um notkun tölvuskýja í opinberum rekstri - 12.3.2012

Innanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið stóðu fyrir vinnustofu um notkun opinberra aðila á tölvuskýjum 9. mars 2012. Með tilkomu tölvuskýja hefst þróun á nýju viðskiptalíkan fyrir tölvuþjónustu þar sem stefnt er að því að hægt verði að kaupa upplýsingatækniþjónustu á svipaðan hátt og rafmagn þ.e. að greitt sé í samræmi við notkun. Á vinnustofunni var rætt um tækifæri og hindranir og hvernig Norðurlöndin geta unnið saman að því að ná árangri á þessu sviði.

Lesa meira

Rætt um málefni fatlaðs fólks í alþjóðlegu ljósi á málþingi á fimmtudag - 12.3.2012

Velferðarráðuneytið býður til málþings næstkomandi fimmtudag í samstarfi við forsætisráðuneytið, innanríkisráðuneytið, embætti landlæknis, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands. Fjallað verður um málefni fatlaðs fólks í alþjóðlegu ljósi.

Lesa meira

Starfshópur um neytendamál ræðir við ýmsa hagsmunaaðila - 8.3.2012

Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins um neytendamál tók til starfa fyrir nokkru og hélt hann í dag sjötta fund sinn. Hlutverk hópsins er að fara yfir skipan neytendamála, hlutverk ráðuneyta, stofnana og samtaka almennings, opinbert eftirlit og verkaskiptingu þess.

Lesa meira

Verðum að forðast alhæfingar - 8.3.2012

Innanríkisráðherra telur engan vafa leika á því að samfélagið vilji taka höndum saman í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi, sá vilji hafi til dæmis komið í ljós meðal þingmanna. Hann varar hins vegar við því að setja undir sama hatt vélhjólaklúbba annars vegar og skipulögð glæpasamtök hins vegar þótt í einstökum tilvikum noti skipulögð glæpasamtök vélhjól sem kennitákn.

Lesa meira

Opinn fundur um trúfrelsi á Íslandi - 7.3.2012

Ögmundur Jónasson flutti ávarp við setningu fundar innanríkisráðuneytisins um trúfrelsi í dag.

Frummælendur á fundi um trúfrelsi á Íslandi lýstu ánægju sinni með lagafrumvarp sem snýst um  breytingar á skráningu trú- og lífsskoðunarfélaga en innanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpinu í síðasta mánuði. Fundurinn var hinn þriðji í fundaröð innanríkisráðuneytisins um mannréttindi.

Lesa meira

Samningar undirritaðir um hjálparlið almannavarna - 7.3.2012

Innanríkisráðherra, ríkislögreglustjóri og fulltrúar Rauða kross Íslands og Slysavarnafélagsins Landsbjargar undirrituðu samningana.

Innanríkisráðherra, ríkislögreglustjóri og fulltrúar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Rauða kross Íslands undirrituðu í dag samninga vegna hjálparliðs almannavarna. Samningarnir eru gerðir með hliðsjón af 8. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 þar sem kveðið er á um heimild ríkislögreglustjóra til að gera slíka samninga með samþykki ráðherra.

Lesa meira

Lagafrumvarp um breytingar á fasteignagjöldum á hesthús - 5.3.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp þar sem lagt er til að fasteignagjöld á hesthús verði færð til um flokk sem leiða myndi til lækkunar gjalda. Með lögunum er ákvarðað að hesthús falli undir flokk með íbúðarhúsum og fleiri mannvirkjum.

Lesa meira

Innanríkisráðherra fundaði með allsherjar- og menntamálanefnd um skipulagða glæpastarfsemi - 1.3.2012

Innanríkisráðherra sat fund allsherjar- og menntamálanefndar í morgun ásamt fulltrúum lögreglu.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og fulltrúar lögreglunnar funduðu í morgun með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Lögreglan veitti nefndarmönnum ýmsar upplýsingar um mat á stöðunni og um aðgerðir.

Lesa meira

Lokaafstaða íslenskra stjórnvalda um stöðu mannréttinda á Íslandi send mannréttindaráði SÞ - 1.3.2012

Íslensk stjórnvöld skiluðu í gær lokaafstöðu sinni til tilmæla sem fram komu á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í reglubundnu eftirliti með mannréttindum á Íslandi sem fram fór í Genf 10. október síðastliðinn.

Lesa meira

Allsherjarnefnd fundar um skipulagða glæpastarfsemi með ráðherra og lögreglu - 29.2.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og fulltrúar lögreglunnar funda með allsherjarnefnd Alþingis um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi í fyrramálið.
Lesa meira

Breytingar á skipan réttarfarsnefndar - 28.2.2012

Breytingar hafa verið gerðar á skipan réttarfarsnefndar sem hefur það hlutverk að vera ráðherra til ráðgjafar á sviði réttarfars.

Lesa meira

Opinn fundur um trúfrelsi á Íslandi - 28.2.2012

Innanríkisráðuneytið stendur fyrir opnum morgunverðarfundi um trúfrelsi á Íslandi miðvikudaginn 7. mars nk. kl. 8.30–10.00 á efri hæðinni í Iðnó. Þetta er þriðji fundurinn í fundaröð ráðuneytisins um mannréttindamál í tengslum við mótun landsáætlunar í mannréttindum. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Lesa meira

Drög að frumvarpi að nýjum lögum um skiptileigusamninga fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum til umsagnar - 24.2.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi að nýjum lögum um skiptileigusamninga fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum, o.fl. Koma þau í stað laga um gerð samninga um hlutdeild í afnotarétti orlofshúsnæðis, nr. 23/1997, með síðari breytingum. Unnt er að senda athugasemdir við frumvarpsdrögin á netfangið postur@irr.is til 12. mars nk.

Lesa meira

Umsögn dómnefndar um umsækjendur um tvö embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur - 24.2.2012

Dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað innanríkisráðherra umsögn sinni um umsækjendur um tvö embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst voru 16. desember 2011.

Lesa meira

Frumvarpsdrög til breytinga á lögreglulögum til umsagnar - 24.2.2012

Til umsagnar eru nú á vef innanríkisráðuneytisins drög að frumvarpi til breytinga á lögreglulögum nr. nr. 90/1996, með síðari breytingum. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um frumvarpið í síðasta lagi föstudaginn 2. mars. Skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Yfir 20.000 störf á Íslandi byggjast á flugi og tengdri starfsemi - 23.2.2012

Flug og margs konar afleidd starfsemi skapar yfir 20 þúsund störf á Íslandi.

Efnhagslegur ábati af flugtengdri starfsemi á Íslandi er margháttaður. Þannig skapar atvinnugreinin alls um 20.600 störf og þjóðhagsleg áhrif á verga landsframleiðslu eru kringum 12,9%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxford Economics um flugstarfsemi á Íslandi sem unnin var fyrir IATA, Alþjóðasamband flugfélaga.

Lesa meira

Brýnt að upplýsingaöryggi sé sem öflugast - 23.2.2012

Innanríkisráðherra ávarpaði í morgun ráðstefnu um upplýsingaöryggi.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði ráðstefnu um upplýsingaöryggi í dag sem haldin var á vegum Capacent og Promennt. Var þar fjallað um ýmsar ógnir sem steðjað geta að upplýsingakerfum svo sem með rafrænni auðkenningu og um áhrif tölvuskýja á upplýsingaöryggi.

Lesa meira

Drög að lagabreytingu um greiðslu á bótum til þolenda afbrota til umsagnar - 23.2.2012

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, nr. 69 10. mars 1995, með síðari breytingum eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Með því er meðal annars leitast við að bæta stöðu þolenda kynferðisbrota með því að hækka hámarksgreiðslu miskabóta á grundvelli laganna. Frestur til að senda umsagnir er til föstudagsins 2. mars og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Athugasemdir á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna teknar alvarlega - 16.2.2012

Unnið er að því á vegum innanríkisráðuneytisisins að taka afstöðu til þeirra athugasemda sem komu fram á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í reglubundnu eftirliti með mannréttindum á Íslandi sem fram fór í Genf 10. október síðastliðinn. Ráðuneytið fagnar umfjöllun um niðurstöðurnar og hefur nú fjögur ár til að hrinda í framkvæmd þeim umbótum sem ráðist verður í.

Lesa meira

Framtíð innanlandsflugs til umræðu á Alþingi - 15.2.2012

Rætt var um framtíð innanlandsflugs og Reykjavíkurflugvöll á Alþingi í dag.

Sérstök umræða um framtíð innanlandsflugs á Íslandi fór fram á Alþingi í dag. Einar K. Guðfinnsson var málshefjandi og sagði hann ríkja óvissu um stöðu innanlandsflugs meðal annars vegna umræðna um framtíð Reykjavíkurflugvöll. Einnig taldi hann að hækkanir gjalda á umferð um flugvelli valda mjög auknum byrðum á innanlandsflug og farþega þess.

Lesa meira

Frumvarp um breytingu á lögum um skráð trúfélög á dagskrá Alþingis á morgun - 14.2.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun á þingfundi á morgun mæla fyrir lagafrumvarpi um breytingu á lögum um skráð trúfélög, nr. 108/1999 með síðari breytingum. Drög að frumvarpinu voru birt á vef ráðuneytisins í nóvember og gefinn tveggja vikna frestur til umsagna. Bárust nokkrar umsagnir á þeim tíma.

Lesa meira

Innanríkisráðherra flutti ávarp við setningu 1-1-2 dagsins - 13.2.2012

Einn-einn-tveir dagurinn var haldinn víða um land síðastliðinn laugardag en markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp við athöfn í Smáralind í Kópavogi þar sem veittar voru viðurkenningar.

Lesa meira

Brýnt að efla sveitarstjórnarstigið með fleiri verkefnum - 10.2.2012

Svipmynd frá málþinginu.

Á málþingi á Akureyri í dag kom fram í tillögum nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins  að lögð skuli áhersla á rafræna stjórnsýslu meðal annars með því að greiða fyrir rafrænni framkvæmd íbúakosninga og hvers kyns kannana og undirskriftasafnana. Þá kom fram að mikill meirihluti sveitarstjórnarfulltrúa og alþingismanna telur þörf á að efla sveitarstjórnarstigið og að fjöldi lítilla sveitarfélaga veiki sveitarstjórnarstigið.

Lesa meira

Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra - 10.2.2012

Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu fjármála og rekstrar í innanríkisráðuneytinu eru 44. Embættið var auglýst laust til umsóknar 6. janúar og rann umsóknarfrestur út 26. þess mánaðar.

Lesa meira

Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins sent út á netinu - 10.2.2012

Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem innanríkisráðuneytið heldur í dag í samvinnu við Háskólann á Akureyri verður sent út á netinu. Dagskráin stendur frá kl. 11 til 15.30.

Lesa meira

Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins heimsækir Ísland - 8.2.2012

Thomas Hammarberg og Ögmundur Jónasson ræddust við í dag.

Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins, Thomas Hammarberg frá Svíþjóð, er nú í heimsókn hér á landi og átti meðal annars viðræður við innanríkisráðherra og velferðarráðherra. Mannréttindafulltrúinn heimsækir aðildarlöndin og fundar með stjórnvöldum, ýmsum stofnunum og félagasamtökum og gefur í framhaldinu út skýrslu þar sem ábendingum er komið á framfæri við stjórnvöld.

Lesa meira

Málþing á morgun í tilefni af alþjóða netöryggisdeginum - 6.2.2012

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun, 7. febrúar næstkomandi. Þemað í ár er „Tengjum kynslóðir”. Áhersla verður lögð á að kynslóðir miðli af þekkingu sinni og reynslu milli kynslóða, en þannig má stuðla að jákvæðri og öruggri notkun Netsins. Málþing í tilefni dagsins hefst klukkan 13 með ávarpi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra.

Lesa meira

Skráningu að ljúka á málþing um sveitarstjórnarmál - 6.2.2012

Skráningu lýkur um miðja viku á málþingið um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem innanríkisráðuneytið og Háskólinn á Akureyri standa fyrir á Akureyri næstkomandi föstudag, 10. febrúar. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig á netfangið arny.g.olafsdottir@irr.is.

Lesa meira

Skýrsla um gildi fjármálareglna afhent innanríkisráðherra - 3.2.2012

Starfshópur skilaði innanríkisráðherra skýrslu um gildi nýrra fjármálareglna fyrir sveitarfélög.

Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði síðastliðið haust til að meta gildi fjármálareglna fyrir sveitarfélög sem lögfestar eru í nýjum sveitarstjórnarlögum hefur skilað skýrslu sinni. Telur hópurinn að fjármálareglurnar geri nýjar og ákveðnar kröfur til sveitarstjórna um fjármálastjórn.

Lesa meira

Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður - 3.2.2012

Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið vorið 2012. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira

Innanríkisráðherra mælti fyrir fjarskiptaáætlun á Alþingi - 1.2.2012

Umsóknarfrestur vegna fjarskiptaáætlunar að renna út

Tillögur til þingsályktunar um fjögurra og tólf ára fjarskiptaáætlanir voru til umræðu á Alþingi í dag þegar innanríkisráðherra mælti fyrir þeim en umræðum var frestað og síðari mál tekin af dagskrá. Þá lauk umræðu í gær um samgönguáætlanir og ganga þær nú til meðferðar umhverfis- og samgöngunefndar.

Lesa meira

Samið um almenningssamgöngur á Suðurnesjum - 1.2.2012

Skrifað var undir samning um almenningssamgöngur á Suðurnesjum 1. febrúar.

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) og Vegagerðin undirrituðu í dag samning um skipulagningu almenningssamgangna milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins. Er verkefnið í samræmi við þá áherslu ríkisstjórnarinnar að greiða fyrir auknum hlut almenningssamgangna.

Lesa meira

Innanríkisráðherra kynnti sér kirkjumál og prentminjar á Hólum - 1.2.2012

Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra eru hér við Auðunarstofu á Hólum.

Fulltrúar þjóðkirkjunnar og Háskólans á Hólum kynntu ýmsa þætti kirkju-, menningar- og skólastarfs á Hólum í Hjaltadal fyrir innanríkisráðherra í heimsókn hans þangað um síðustu helgi. Var einnig rætt um ýmsar hugmyndir um framtíðarverkefni á Hólum.

Lesa meira

Ræddi samgöngumál við sveitarstjórn Skagafjarðar - 31.1.2012

Innanríkisráðherra ræddi við fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar um samgöngumál og fleira á fundi þar á laugardag.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra átti á laugardag fund með fulltrúum byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Var þar fjallað um ýmis mál er snerta byggðarlagið, meðal annars innanlandsflug, vegamál og sameiningu sýslumanns- og lögregluembætta.

Lesa meira

Athugasemd vegna aðsendrar greinar um gjafsókn í Morgunblaðinu - 30.1.2012

Vegna greinar Arnars Þórs Stefánssonar hæstaréttarlögmanns í Morgunblaðinu 28. janúar Aðgengi að dómstólum – gjafsókn og réttaraðstoðartryggingar þar sem segir meðal annars að mjög hafi verið þrengt að möguleikum fólks til að fá gjafsókn frá ríkinu vill innanríkisráðuneytið taka fram eftirfarandi.

Lesa meira

Rætt um um tjáningarfrelsi og lýðræði - 27.1.2012

Rætt var um tjáningarfrelsi og lýðræði á morgunverðarfundi innanríkisráðuneytisins.

Rætt var um tjáningarfrelsi og lýðræði á öðrum fundi fundaraðar innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál sem haldinn var í dag. Flutt voru þrjú erindi og síðan urðu líflegar umræður.

Lesa meira

Áhersla lögð á smíði nýrrar ferju og aðlögun Landeyjahafnar - 25.1.2012

Frá blaðamannafundi innanríkisráðherra um málefni Landeyjahafnar.

Innanríkisráðherra hefur ásamt fulltrúum Vestmannaeyjabæjar, Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar farið yfir stöðuna varðandi siglingar í Landeyjahöfn. Hefur verið fjallað um smíði nýrrar ferju, fyrirkomulag siglinga þar til ný ferja verður komin í gagnið, líklega þróun sandburðar við Landeyjahöfn og rannsóknir sem framundan eru. Við fjármögnun verður litið til verkefnisins í heild, þ.e. smíði nýrrar ferju og aðgerða til aðlögunar Landeyjahafnar að breyttum náttúrulegum aðstæðum.

Lesa meira

Skipan sérfræðingahóps um framtíðarfyrirkomulag rannsókna og saksókna í efnahagsbrotamálum - 25.1.2012

Innanríkisráðherra hefur skipað sérfræðingahóp til að endurskoða skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum og leggja fram tillögur að hagfelldu heildarskipulagi slíkra rannsókna.

Lesa meira

Leggja til að strandsiglingar verði boðnar út með ríkisstyrk - 24.1.2012

Guðmundur Kristjánsson formaður starfshóps um strandsiglingar skilaði tillögum til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í morgun.

Starfshópur innanríkisráðherra um hvernig koma megi strandsiglingum á að nýju hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Leggur hópurinn til að leitað verði tilboða í siglingarnar samkvæmt ákveðnum forsendum þar sem boðið verði í meðgjöf ríkisins til nokkurra ára meðan siglingarnar koma undir sig fótunum. Miðað er við tilraunaverkefni til nokkurra ára og að því loknu standi siglingarnar undir sér.

Lesa meira

Morgunverðarfundur um tjáningarfrelsi og lýðræði - 23.1.2012

Innanríkisráðuneytið efnir til annars fundar í fundarröð um mannréttindamál föstudaginn 27. janúar næstkomandi klukkan 8.30 til 10 í Iðnó í Reykjavík. Efni fundarins verður tjáningarfrelsi og lýðræði.

Lesa meira

Skráning hafin á málþing um sveitarstjórnarmál - 23.1.2012

Málþing um sveitarstjórnarmál verður haldið á Akureyri föstudaginn 10. febrúar næstkomandi á vegum nefndar innanríkisráðherra um eflingu sveitarstjórnarstigsins en í henni eiga einnig sæti fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þátttakendur geta skráð sig á málþingið með því að senda tölvupóst á netfangið arny.g.olafsdottir@irr.is.

 

Lesa meira

Finnum leiðir til að bæta meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu - 20.1.2012

Kringum 200 manns sóttu ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu.

Það er okkar von að ráðstefnan verði til þess að efla enn frekar umræðu um kynferðisbrot á Íslandi. Hugsanlega finnum við leiðir til að breyta og bæta meðferð þeirra í réttarkerfinu, sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra meðal annars þegar hann setti ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu í dag. Þar var meðal annars fjallað um ýmsar hliðar á vernd barna fyrir kynferðislegri misneytingu, málsmeðferð, lagabreytingar og hlutverk ákæruvaldsins.

Lesa meira

Rætt um tólf ára og fjögurra ára samgönguáætlanir daglangt á Alþingi - 19.1.2012

Samgönguáætlanir voru ræddar á Alþingi í dag.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011 til 2022 og 2011 til 2014. Hóf hann mál sitt um klukkan 11 og að lokinni framsöguræðu tóku fjölmargir þingmenn til máls og stóð umræðan fram á kvöld með hléum.

Lesa meira

Viðurkenningar veittar fyrir bestu opinberu vefina - 18.1.2012

Fulltrúi Akureyrarbæjar, Kristján Ævarsson, tók við viðurkenningunni fyrir hönd bæjarins.

Niðurstöður úttektar á opinberum vefjum voru kynntar á fundi í dag undir yfirskriftinni: Hvað er spunnið í opinbera vefi 2011? Jafnframt var í fyrsta sinn veitt viðurkenning fyrir bestu vefina. Hlaut vefur Tryggingastofnunar viðurkenninguna besti ríkisvefurinn 2011 og vefur Akureyrarbæjar viðurkenninguna besti sveitarfélagavefurinn 2011.

Lesa meira

Skilafrestur í hönnunarsamkeppni um fangelsi til 16. apríl - 17.1.2012

Hönnunarsamkeppni um Fangelsi á Hólmsheiði stendur nú yfir og er skilafrestur tillagna til 16. apríl næstkomandi. Tvö fyrirspurnartímabil fyrir þátttakendur eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 30. janúar 2012 en því síðara 26. mars 2012. 

Lesa meira

Málþing um sveitarstjórnarmál 10. febrúar á Akureyri - 13.1.2012

Málþing um sveitarstjórnarmál verður haldið á Akureyri 10. febrúar á vegum nefndar innanríkisráðherra um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Skýrt verður frá könnun meðal sveitarstjórnarmanna og alþingismanna um afstöðu þeirra til lýðræðismála, sameiningarmála og samvinnu sveitarfélaga og flutt verða erindi um  eflingu sveitarstjórnarstigsins.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um vopn, sprengiefni og skotelda til umsagnar - 13.1.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi að nýjum lögum um vopn, sprengiefni og skotelda sem koma eiga í stað vopnalaga nr. 16/1998. Reynslan af gildandi lögum hefur ekki verið að öllu leyti góð en af þeim hefur hlotist nokkur óvissa og ágreiningur. 

Lesa meira

Heimsótti svæðisstjórn björgunarsveita höfuðborgarsvæðis - 13.1.2012

Innanríkisráðherra heimsóttir svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu.

Ögmundur Jónasson heimsótti í dag svæðisstjórn björgunarsveita höfuðborgarsvæðisins og kynnti sér stjórnstöðvarbíl sem útbúinn hefur verið. Hefur bíllinn komið að góðum notum við leitar- og björgunaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Lesa meira

Skýrsla um gjaldtöku fyrir notkun samgöngumannvirkja - 13.1.2012

Vegna umfjöllunar um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um gjaldtöku fyrir notkun samgöngumannvirkja sem verið hefur aðgengileg á vef Hagfræðistofnunar er skýrslan nú einnig birt á vef innanríkisráðuneytisins.

Lesa meira

Ráðstefna um meðferð kynferðisbrota föstudaginn 20. janúar 2012 - 11.1.2012

Innanríkisráðuneytið, Lagadeild Háskóla Íslands og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni efna í samvinnu við Evrópuráðið til ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þann 20. janúar. Málstofan fer fram í Skriðu, Menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík og stendur frá klukkan 10 til 18.

Lesa meira

Umsagnarfrestur um gátlista fyrir sveitarstjórnarmenn að renna út - 11.1.2012

Umsagnarfrestur um umræðuskjal fyrir sveitarstjórnarmenn rennur út um helgina en nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur sent sveitarstjórnarfólki skjal um nokkur málefni sem nefndin hefur haft til athugunar. Unnt er að senda umsagnir til og með 15. janúar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Umsagnarfrestur um drög að reglum um undirskriftasafnanir til 16. janúar - 11.1.2012

Umsagnarfrestur um drög að reglugerðum er varða undirskriftasafnanir hjá sveitarfélögum rennur út mánudaginn 16. janúar næstkomandi. Þeir sem vilja koma umsögn á framfæri geta sent þær á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Ellefu sóttu um embætti forstöðumanns Kvíabryggju - 10.1.2012

Umsóknarfrestur um embætti forstöðumannsins á Kvíabryggju sem auglýst var laust til umsóknar rann út 28. desember. Ellefu sóttu um stöðuna og eru þeir í stafrófsröð:

Lesa meira

Umsækjendur um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur - 10.1.2012

Innanríkisráðuneytið auglýsti 15. desember síðastliðinn laus til umsóknar fjögur embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, tvö þeirra tímabundnar setningar vegna leyfa dómara. Umsóknarfrestur rann út 4. janúar sl. Sjá lista yfir umsækjendur hér að neðan.

Lesa meira

Gengið frá tímabundinni leigu á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna - 9.1.2012

Landhelgisgæslan leigir þyrlu frá Noregi meðan TF-LIF er í skoðun.

Gengið hefur verið frá tímabundinni leigu á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna sem kemur í stað TF-LIF sem verður í skoðun frá miðjum janúar til 23. mars. Þyrlan verður afhent í lok mánaðarins og ráðgert er að hún verði tilbúin í verkefni um miðjan febrúar.

Lesa meira

Embætti skrifstofustjóra á skrifstofu fjármála og rekstrar laust til umsóknar - 9.1.2012

Embætti skrifstofustjóra á skrifstofu fjármála og rekstrar í innanríkisráðuneytinu hefur verið auglýst laust til umsóknar. Umsóknir skulu hafa borist eigi síðar en 26. janúar nk.

Lesa meira

Drög að breyttri reglugerð um skírteini til umsagnar - 5.1.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands, nr. 400/2008. Þeir sem þess óska geta sent umsagnir sínar á netfangið postur@irr.is til 16. janúar 2012.

Lesa meira

Stefnumótunar- og þróunarvinna í ættleiðingarmálum - 4.1.2012

Fyrirkomulag ættleiðinga á Íslandi er með þeim hætti að samkvæmt lögum nr. 130/1999 veitir sýslumaður leyfi til ættleiðinga að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Innanríkisráðherra er heimilt að ákveða að leyfisveitingarnar séu á hendi eins sýslumannsembættis. Sýslumaðurinn í Búðardal hefur annast þær frá 2006 en frá 1. janúar eru þessi verkefni hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík og kveðið á um flutninginn með nýrri reglugerð.

Lesa meira

Hönnunarsamkeppni um fangelsisbyggingu auglýst í næstu viku - 4.1.2012

Skrifað undir samning um hönnunarsamkeppni vegna fangelsisbyggingar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Logi Már Einarsson, formaður Arkitektafélags Íslands, undirrituðu í dag samning um útfærslu hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík. Samkeppnin verður auglýst á evrópska efnahagssvæðinu og verða samkeppnisgögn afhent frá næstkomandi mánudegi 9. janúar.

Lesa meira

Leitað umsagna hjá sveitarstjórnarfulltrúum - 3.1.2012

Nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur sent sveitarstjórnarfólki gátlista sem er eins konar umræðuskjal um nokkur málefni sem nefndin hefur haft til athugunar. Skjalið er þannig verkfæri til skoðanaskipta við sveitarstjórnarfólk og er þess óskað að athugasemdir berist ráðuneytinu fyrir 15. janúar næstkomandi á netfangið arny.g.olafsdottir@irr.is.

Lesa meira