Fréttir innanríkisráðuneytisins 2011-2017

Sveitarfélög fá lengri frest til að skila fjárhagsáætlun - 28.12.2012

Ákveðið hefur verið að veita sveitarfélögum frest til 15. janúar næstkomandi til að skila fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og þriggja ára áætlun sem nær til áranna 2014 til 2016. Hefur sveitarfélögum landsins verið tilkynnt um þessa ákvörðun innanríkisráðuneytisins.

Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkti viðbótarfjárveitingu vegna gildistöku barnalaga - 28.12.2012

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun viðbótarfjárveitingu vegna breytingar barnalaga sem samþykkt voru á Alþingi fyrir jólin og taka eiga gildi um áramót. Samþykkt var allt að 30 milljóna króna viðbótarfjárveiting á næsta ári. Heildarfjárveiting til að hrinda í framkvæmd breytingum á barnalögum verður því 60 milljónir króna.

Lesa meira

Stjórnvöld setja í fyrsta sinn fram stefnu í neytendamálum - 28.12.2012

Starfshópur um skipulag neytendamála sem innanríkisráðherra skipaði hefur skilað tillögum sínum. Leggur hópurinn meðal annars til að að stjórnvöld móti stefnu í neytendamálum sem sett verði fram sem þingsályktunartillaga og að ráðherra flytji Alþingi árlega skýrslu um stöðu neytendamála. Hér er ekki um að ræða samþykktar tillögur ráðherra heldur er einungis verið að kalla eftir sjónarmiðum varðandi þau efnisatriði sem koma fram í skýrslunni. Gefinn er frestur til og með 18. janúar til að skila inn ábendingum á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Lokið fjárhagslegri endurskipulagningu Sveitarfélagsins Álftaness - 27.12.2012

Lokið er fjárhagslegri endurskipulagningu Sveitarfélagsins Álftaness og leysti innanríkisráðherra í dag frá störfum fjárhaldsstjórn sem skipuð var til að annast verkefnið í samráði við bæjarstjórnina og innanríkisráðuneytið. Jafnframt var því fagnað að um áramótin sameinast sveitarfélagið og Garðabær undir nafni Garðabæjar en kosið var um sameininguna í haust og var hún liður í hinni fjárhagslegu endurskipulagningu.

Lesa meira

Lengri frestur til að fjalla um stjórn og fundarsköp sveitarstjórna - 21.12.2012

Alþingi hefur samþykkt þá breytingu á  sveitarstjórnarlögum að framlengja frest í ákvæði til bráðabirgða um samþykktir um stjórn sveitarfélaga og fundarsköp sveitarstjórnar. Er frestur veittur til 30. júní 2013.

Lesa meira

Embætti héraðsdómara laust til setningar - 21.12.2012

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til setningar frá og með 1. febrúar 2013 til og með 31. desember 2013, vegna leyfis skipaðs dómara. Ráðherra setur í embættið að fenginni ábendingu dómstólaráðs, sbr. 2. mgr. 20. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Lesa meira

Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga - 20.12.2012

Innanríkisráðherra  hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðun og uppgjör eftirfarandi framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2012:

Lesa meira

Úthlutun aukaframlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2012 - 20.12.2012

Innanríkisráðherra hefur gefið út reglur um ráðstöfun 350 milljóna króna aukaframlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2012. Reglurnar eru settar  í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Aukaframlaginu er ætlað að koma til móts við þau sveitarfélög sem eiga í miklum fjárhagslegum erfiðleikum á árinu. Við útreikning  framlagsins er meðal annars byggt á upplýsingum úr ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2011.

Lesa meira

Landshlutar skila sóknaráætlunum um miðjan febrúar 2013 - 19.12.2012

Samráðsfundur stýrinets Stjórnarráðsins um sóknaráætlanir landshluta og formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga var haldinn í síðustu viku. Þar kom fram að vinnan við sóknaráætlanir fer vel af stað í öllum átta landshlutunum og lofar góðu fyrir framhaldið. Landshlutarnir eru komnir mislangt með vinnuna en munu skila sóknaráætlunum sínum til stýrinetsins 15. febrúar 2013.

Lesa meira

Umsóknarfrestur um embætti forstjóra Þjóðskrár Íslands til 13. janúar - 17.12.2012

Embætti forstjóra Þjóðskrár Íslands hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til og með 13. janúar. Forstjóri Þjóðskrár Íslands stýrir starfi stofnunarinnar og er ábyrgur gagnvart ráðherra og stjórn á starfsemi hennar.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsótti Skipti - 14.12.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti Skipti á dögunum og kynnti sér starfsemi fyrirtækisins. Skipti rekur fyrirtæki sem einkum starfa á sviði fjarskipta og upplýsingatækni.

Lesa meira

Drög að frumvarpi til laga um handtöku og afhendingu manna til umsagnar - 14.12.2012

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar. Unnt er að senda umsagnir um drögin til 11. janúar 2013 og skulu þau send á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Framlengja á frest um viðhaldsáætlanir flugvéla og þyrlna - 10.12.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um almannaflug flugvéla, nr. 694/2010 og reglugerð um almannaflug þyrlna, nr. 695/2010. Umsagnarfrestur um drögin er til 17. desember næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Ingveldur Einarsdóttir sett hæstaréttardómari - 7.12.2012

Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur verið sett hæstaréttardómari til tveggja ára, frá 1. janúar næstkomandi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afhenti henni í dag setningarbréf þessu til staðfestu og um leið ritaði hún undir drengskaparheit.

Lesa meira

Fjármál og samstarfsmál rædd á samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga - 7.12.2012

Samráðsfundur ríkis og sveitarfélaga var haldinn í dag. Slíkir fundir eru haldnir í það minnsta einu sinni á ári og sátu hann fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, innanríkisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis.

Lesa meira

Ingveldur Einarsdóttir sett í embætti hæstaréttardómara - 7.12.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ákveðið að setja Ingveldi Einarsdóttur, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, í embætti hæstaréttardómara til ársloka 2014. Ingveldur var ein af fimm umsækjendum um embættið og var niðurstaða dómnefndar sú að þrír af fimm umsækjendum væru hæfust til að gegna embættinu.

Lesa meira

Þrír af fimm umsækjendum hæfastir til að hljóta setningu í embætti hæstaréttardómara - 6.12.2012

Dómnefnd sem metið hefur umsækjendur um embætti setts hæstaréttardómara sem auglýst var 2. október síðastliðinn hefur lokið störfum og skilað innanríkisráðuneytinu niðurstöðu sinni. Fimm sóttu um embættið og er það niðurstaða dómnefndar að þrír séu hæfastir umsækjenda til að hljóta setningu í embættið.

Lesa meira

Ákváðu nánara samstarf á sviði sveitarstjórnarmála - 3.12.2012

Lokið er heimsókn innanríkisráðherra Færeyja og Grænlands til Íslands og hélt sá grænlenski af landi brott í gær og  færeyski ráðherrann í dag. Ráðherrarnir kynntu sér margvísleg málefni sem heyra undir innanríkisráðuneyti landanna enda segja þeir löndin þrjú eiga margt sameiginlegt og vilja þeir koma á nánara samstarfi landanna einkum á sviði sveitarstjórnarmála.

Lesa meira

Samstarfsyfirlýsing milli Þjóðskrár Íslands og Færeyja undirrituð - 30.11.2012

Innanríkisráðherrar Færeyja og Grænlands, Kári Höjgaard og Anton Frederiksen, sem staddir eru á Íslandi í boði Ögmundar Jónassonar innanríksráðherra, áttu í dag fund með Ögmundi þar sem gestirnir kynntu sér ýmis sameiginleg málefni er varða ráðuneyti þeirra. Þá var undirrituð yfirlýsing milli Þjóðskrár Íslands og Umhvörvisstovu Færeyja um samstarf árin 2013 til 2015.

Lesa meira

Vellíðan undirstaðan þess að rækja starf sitt vel - 30.11.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp á ráðstefnunni „Í flug formi“ sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugfreyjufélag Íslnds stóðu að í dag í samvinnu við flugrekendur. Tilgangur ráðstefnunnar var að fjalla um heilsufar flugliða og hvaða þættir í umhverfinu geta haft áhrif á dagleg störf.

Lesa meira

Frumvarpi til laga um happdrættismál dreift á Alþingi - 30.11.2012

Frumvarpi til laga um breytingu á lögum um happdrætti, nr. 38/2005, hefur verið dreift á Alþingi. Felur það einkum í sér aukið eftirlit með happdrættum, auknar forvarnir og takmörkun aðgengis að fjárhættuspilum á netinu sem eru óheimil hér á landi. Gera má ráð fyrir að málið komist á dagskrá Alþingis á næstunni.

Lesa meira

Innanríkisráðherrar Færeyja og Grænlands heimsækja Ísland - 29.11.2012

Innanríkisráðherrar Færeyja og Grænlands, Kári Höjgaard og Anton Frederiksen, sem fara meðal annars með sveitarstjórnarmálefni, heimsækja Ísland í boði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Koma ráðherrarnir á morgun, föstudag, og dvelja hér fram á sunnudag.

Lesa meira

Drög að breyttri reglugerð um skoðun ökutækja til umsagnar - 26.11.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja nr. 8/2009. Umsagnarfrestur um drögin er til 7. desember næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is .

Lesa meira

Framlenging á tímabundinni fjölgun dómara undirbúin - 23.11.2012

Aðalfundur Dómarafélags Íslands var haldinn í dag og flutti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarp í upphafi fundar ásamt formanni Lögmannafélags Íslands, Jónasi Þór Guðmundssyni hrl. Hjörtur O. Aðalsteinsson, formaður Dómarafélagsins, setti fundinn og bauð gesti velkomna og sagði meðal annars að opnuð hefði verið vefsíða félagsins.

Lesa meira

Frumvarp um rafrænar íbúakosningar sveitarfélaga og rafræna kjörskrá - 23.11.2012

Ríkisstjórnin hefur samþykkt lagafrumvarp sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti nýverið um að sveitarfélögum yrði gert kleift að íbúakosning fari eingöngu fram með rafrænum hætti og að kjörskrá vegna íbúakosninga verði rafræn. Frumvarpið hefur einnig verið samþykkt í þingflokkum stjórnarflokkanna og mun innanríkisráðherra mæla fljótlega fyrir því á Alþingi.

Lesa meira

Drög að breyttri reglugerð um ökuskírteini til umsagnar - 23.11.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini. Umsagnarfrestur um drögin er til 5. desember næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Norrænir ráðherrar vilja að aukið samstarf um netöryggi verði forgangsmál - 22.11.2012

Norrænn ráðherrafundur um almannaöryggi var haldinn í Reykjavík í dag í boði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Ráðherrarnir ræddu um ýmis svið öryggismála svo sem um almannavarnir, netöryggi og um viðbrögð og lærdóma sem draga mætti af hryðjuverkunum í Noregi 22. júlí í fyrra.

Lesa meira

Fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga gefin út - 21.11.2012

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út auglýsingu um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga. Birtist hún í Stjórnartíðindum í gær, 20. nóvember, en tekur gildi 1. janúar á næsta ári.

Lesa meira

Norrænn ráðherrafundur um almannaöryggi í Reykjavík á fimmtudag - 20.11.2012

Norrænn ráðherrafundur um almannaöryggi verður haldinn í Reykjavík næstkomandi fimmtudag í boði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Auk innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóra sitja fundinn innanríkisráðherra Finnlands, ráðuneytisstjóri norska dóms- og almannaöryggisráðuneytisins og ráðuneytisstjóri sænska varnarmálaráðuneytisins auk sérfræðinga landanna á þessum sviðum.

Lesa meira

Ráðherra sveitarstjórnarmála Eistlands heimsækir innanríkisráðherra - 20.11.2012

Sendinefnd frá innanríkisráðuneyti Eistlands og sveitarstjórnaryfirvöldum landsins er nú í heimsókn á Íslandi en fyrir henni fer innanríkisráðherra Eistlands, Siim Kiisler, ráðherra sveitarstjórnarmála landsins. Auk heimsóknar í innanríkisráðuneytið hefur hópurinn heimsótt Samband íslenskra sveitarfélaga, Alþingi og nokkur sveitarfélög.

Lesa meira

Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis hugi að kosningarrétti sínum vegna kosninga á næsta ári - 20.11.2012

Innanríkisráðuneytið vill vekja athygli íslenskra ríkisborgara sem búið hafa erlendis um tiltekinn tíma á því að huga að því hvort þeir eru á kjörskrá. Þeir sem búið hafa erlendis og fluttu lögheimili sitt fyrir meira en átta árum falla af kjörskrá að þeim tíma liðnum nema þeir sæki sérstaklega um að fá að halda kosningarrétti.

Lesa meira

Lög um Farsýsluna og Vegagerðina samþykkt - 19.11.2012

Samþykkt voru á Alþingi síðdegis í dag tvenn ný lög um sameiningu samgöngustofnana, annars vegar að stofnsetja Farsýsluna, sem fara skal með stjórnsýslu samgöngumála og hinsvegar Vegagerðina sem hefur það hlutverk að byggja upp, viðhalda og reka samgöngukerfi ríkisins. Frumvarp um Farsýsluna var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 19 og 5 þingmenn sátu hjá og frumvarp um Vegagerðina samþykkt með 25 atkvæðum gegn 20 og sátu fimm þingmenn einnig hjá.

Lesa meira

Margar og samverkandi skýringar á fækkun umferðarslysa - 19.11.2012

Umferðarþing fer fram í Reykjavík í dag og við setningu þess í morgun flutti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarp og fagnaði meðal annars þeirri ánægjulegu þróun að banaslysum í umferðinni hefði fækkað undanfarin ár. Umferðarljósið, viðurkenning fyrir framlag til umferðaröryggis, var afhent og að þessu sinni hlaut það fréttavefurinn mbl.is fyrir vandaða og ítarlega umfjöllun á þessu sviði.

Lesa meira

Minnst þeirra sem látist hafa í umferðarslysum - 18.11.2012

Minnst var þeirra sem látist hafa í umferðarslysum við athöfn við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í morgun en Sameinuðu þjóðirnar hvetja aðildarríki til að halda slíka athöfn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert. Hér á landi er það starfshópur innanríkisráðuneytis og velferðarráðueytis um áratug aðgerða í umferðaröryggismálum sem skipuleggur athöfnina en í honum sitja einnig fulltrúar ýmissa aðila sem starfa að umferðaröryggismálum.

Lesa meira

Meiri áskorun að breyta hugarfarinu og sýn á fatlað fólk en að breyta lagabókstaf - 17.11.2012

Mannréttindi í framkvæmd er yfirskrift ráðstefnu sem haldin var í gær um fötlunarrannsóknir. Að henni staðnda Félag um fötlunarrannsóknir og félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp í upphafi ráðstefnunnar og sagði hann umræðuefni dagsins til þess fallin að nýtast til að hlúa betur að réttindum fatlaðs fólks. ,,Margt hefur verið gert en betur má ef duga skal,” sagði ráðherra.

Lesa meira

Minningardagur um þá sem látist hafa í umferðarslysum sunnudaginn 18. nóvember - 17.11.2012

Minningarathöfn verður við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi klukkan 11 á morgun, sunnudaginn 18. nóvember 2012, þar sem minnst verður þeirra sem látist hafa í umferðarslysum og jafnframt heiðraðar þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu. Frá árinu 1993 hafa Sameinuðu þjóðirnar hvatt aðildarríki til að tileinka þriðja sunnudag nóvember mánaðar minningu fórnarlamba umferðarslysa.

Lesa meira

Umsagnarfrestur lengdur um frumvarpsdrög til laga um fullnustu refsinga - 14.11.2012

Ákveðið hefur verið að framlengja til 22. nóvember umsagnarfrest um drög að frumvarpi til laga um fullnustu refsinga. Óskað er eftir að umsagnir berist á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Grunnskóli á grænu ljósi – átak í umferðaröryggi - 14.11.2012

Grunnskóli á grænu ljósi er yfirskrift átaks í umferðaröryggismálum í grunnskólum sem þrír ráðherrar hrundu formlega af stað í dag. Skrifuðu ráðherrarnir undir bréf sem sent verður grunnskólum og hnykkt á þremur mikilvægur öryggisatriðum.

Lesa meira

Framlengdur umsagnarfrestur um drög að frumvarpi um almenningssamgöngur - 12.11.2012

Umsagnarfrestur um drög að frumvarpi til laga um almenningssamgöngur á landi hefur verið framlengdur. Unnt er að senda inn umsagnir til mánudagsins 26. nóvember næstkomandi og skuli þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Lýðræði á 21. öld: Valdið til fólksins - 10.11.2012

Lýðræði á 21. öld var yfirskrift ráðstefnu um eflingu lýðræðis á Íslandi sem innanríkisráðuneytið stóð að í dag ásamt Reykjavíkurborg, lýðræðisfélaginu Öldu og Umboðsmanni barna. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setti ráðstefnuna og sagði meðal annars í upphafsorðum sínum að valdið ætti að vera hjá fólkinu af því að þar ætti það heima.

Lesa meira

Kirkjan verður enn um sinn eign þjóðarinnar - 10.11.2012

Kirkjuþing hófst í Reykjavík í morgun og stendur næstu dagana. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp við setningu þingsins ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, Magnúsi E. Kristjánssyni, forseta kirkjuþings og Jónínu Sif Eyþórsdóttir, forseti kirkjuþings unga fólksins.

Lesa meira

Bein útsending frá ráðstefnunni Lýðræði á 21. öld í Ráðhúsi Reykjavíkur - 10.11.2012

Bein útsending er frá ráðstefnu um eflingu lýðræðis á Íslandi undir yfirskriftinni: Lýðræði á 21. öld sem stendur frá klukkan 10 til 15 í dag. laugardaginn 10. nóvember. Meðal annars er rætt um íbúalýðræði, kosningaaldur, þátttöku unglinga og fleira. Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneytið í samvinnu við Lýðræðisfélagið Öldu, Reykjavíkurborg og umboðsmann barna.

Lesa meira

Tuttugu erindi á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar - 9.11.2012

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar fór fram í dag í Reykjavík og eru þar flutt 20 erindi um margvíslegar rannsóknir á sviði veghönnunar, umferðaröryggismál, umhverfismála og um almenningssamgöngur. Þórir Ingason, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, sagði í upphafsávarpi að 123 milljónum hefði verið úthlutað til rannsóknarverkefna en kveðið er á um það í vegalögum að 1,5% af mörkuðum tekjum til vegamála skuli renna til rannsókna- og þróunarstarfs og er ráðstefnunni ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess starfs.

Lesa meira

Gildistöku barnalaga frestað til 1. júlí á næsta ári - 8.11.2012

Breytingarnar á barnalögum koma til framkvæmda á næsta ári og var í dag haldin ráðstefna á vegum innanríkisráðuneytisins Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd um þær breytingar og undirbúning að gildistöku og framkvæmd laganna. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setti ráðstefnuna með ávarpi og síðan voru fluttir fyrirlestrar og málið rætt í pallborði.

Lesa meira

Vegna umfjöllunar um veðurspá og óveður á Norður- og Norðausturlandi í september - 8.11.2012

Vegna umræðna sem orðið hafa í kjölfar orða Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á Alþingi síðastliðinn þriðjudag í sérstakri umræðu um afleiðingar óveðursins á Norður- og Norðausturlandi í september vill ráðherra árétta eftirfarandi:

Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti í dag - 8.11.2012

Baráttudagur gegn einelti er í dag, 8. nóvember og er hann haldinn að frumkvæði verkefnastjórnar um aðgerðir gegn einelti. Þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Allir eru hvattir til að leggja sitt að mörkum til að einelti þrífist ekki í samfélaginu og skólar, samtök og vinnustaðir eru hvattir til að beina sjónum að jákvæðum samskiptum og starfsanda.

Lesa meira

Banaslysum í umferðinni hefur fækkað undanfarin ár - 7.11.2012

Banaslysum í umferðinni hefur fækkað undanfarin ár að því er fram kemur í ársskýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa fyrir síðasta ár. Skýringuna segir nefndin meðal annars vera þá að unnið hefur verið að ýmsum umbótum samkvæmt umferðaröryggisáætlun, slysum á ákveðnum vegum hefur fækkað í kjölfar breikkunar þeirra, akstursstefnur hafa verið aðskildar og löggæslumyndavélum hefur verið fjölgað.

Lesa meira

Ráðstefna um breytingar á barnalögum og undirbúning að gildistöku þeirra - 6.11.2012

Innanríkisráðuneytið, Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd gangast næstkomandi fimmtudag fyrir ráðstefnu um breytingar á barnalögum og undirbúning að gildistöku og framkvæmd laganna. Hægt verður að skrá sig á ráðstefnuna til hádegis þann 7. nóvember á netfangið sigurros@irr.is

Lesa meira

Fimm sækja um embætti dómara við Hæstarétt - 6.11.2012

Embætti dómara við Hæstarétt var nýlega auglýst laust til setningar frá 1. desember næstkomandi til 31. desember 2014. Umsóknarfrestur var til 22. október og bárust fimm umsóknir um embættið.

Lesa meira

Rafræn stjórnsýsla og lýðræði, hagræðing og samfélagsmiðlar til umræðu á degi upplýsingatækninnar - 2.11.2012

Dagur upplýsingatækninnar var haldinn í dag þar sem flutt voru erindi og unnið í umræðuhópum og á síðari hluta dagsins var fjallað um fjölmörg atriði sem tengjast rafrænni stjórnsýslu og lýðræði, hagræðingu og öryggi kerfa. Innanríkisráðuneytið stendur að UT-deginum í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélagið.

Lesa meira

Stýrihópur um rafræna stjórnsýslu skilar áfangaskýrslu - 2.11.2012

Stýrihópur um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði sem innanríkisráðherra skipaði í júní 2012 hefur skilað ráðherra áfangaskýrslu með tillögum sínum. Í áætlun hópsins var gert ráð fyrir því að nefndin fjallaði í það minnsta um sex megin viðfangsefni og liggja fyrir tillögur um tvö þeirra í þessari áfangaskýrslu. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

Lesa meira

Drög að frumvarpi til laga um fullnustu refsinga til kynningar - 1.11.2012

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um fullnustu refsinga. Unnt er að senda umsagnir um drögin til 12. nóvember og skulu þau send á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Réttarheimildavefurinn á nýrri vefslóð með nýju útliti - 31.10.2012

Vefurinn rettarheimild.is, sem settur var á laggirnar árið 2001, hefur fengið nýtt útlit samhliða því að yfirskrift vefjarins hefur verið breytt í Úrskurðir og álit. Á vefnum birta ráðuneytin úrskurði sína og álit auk úrskurða kærunefnda og dóma Félagsdóms. Aðalslóð vefjarins verður nú urskurdir.is, en hann verður áfram einnig aðgengilegur á slóðinni rettarheimild.is. Tilgangurinn er að bæta aðgengi og þjónustu.

Lesa meira

Starfshópur skilar lokaskýrslu í stað áfangaskýrslu - 31.10.2012

Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði 7. október 2011 til að fara heildstætt yfir svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur tilkynnt innanríkisráðherra að hópurinn muni ekki ná að skila áfangaskýrslu fyrir tilskilinn tíma sem var 1. nóvember næstkomandi og hefur óskað eftir frekari fresti.

Lesa meira

Dagur upplýsingatækninnar með nýju sniði föstudaginn 2. nóvember - 31.10.2012

Árlegur dagur upplýsingatækninnar, UT-dagurinn, verður haldinn föstudaginn 2. nóvember næstkomandi á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík. Innanríkisráðuneytið stendur að dagskránni í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélagið.

Lesa meira

Auglýsing um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 - 30.10.2012

Landskjörstjórn hefur tilkynnt innanríkisráðuneytinu um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd sem lýst var á fundi landskjörstjórnar 29. október 2012. Auglýsing ráðuneytisins um niðurstöðurnar er svofelld:

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um almenningssamgöngur á landi til umsagnar - 30.10.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um almenningssamgöngur á landi. Unnt er að senda athugasemdir til ráðuneytisins til og með 15. nóvember á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Óskað umsagnar um drög að reglugerð um bakgrunnsathuganir og fleira - 30.10.2012

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um bakgrunnsathuganir, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar lögreglu. Þeir sem senda vilja ráðuneytinu athugasemdir og ábendingar eru beðnir að gera það eigi síðar en 12. nóvember næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Skipun fjárhaldsstjórnar Sveitarfélagsins Álftaness framlengd til áramóta - 30.10.2012

Innanríkisráðherra hefur framlengt skipunartíma fjárhaldsstjórnar Sveitarfélagsins Álftaness til áramóta en skipunartími hennar á að renna út um næstu mánaðamót.

Lesa meira

Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 breytt - 27.10.2012

Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 tekur örum breytingum enda tekur reglugerðin til allra vélknúinna ökutækja og krafna sem gerðar eru til öryggis þeirra og búnaðar.

Lesa meira

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2013 - 26.10.2012

Innanríkisráðherra hefur samþykkt eftirfarandi tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 24. október um áætlaðar úthlutanir framlaga á árinu 2013:

Lesa meira

Ráðstefna um lýðræði á 21. öld haldin 10. nóvember - 25.10.2012

Ráðstefna um eflingu lýðræðis á Íslandi undiryfirskriftinni Lýðræði á 21. öld verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 10. nóvember klukkan 10 til 15. Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneytið í samvinnu við Lýðræðisfélagið Öldu, Reykjavíkurborg og umboðsmann barna.

Lesa meira

Tveimur frumvörpum sem varða tekjustofna sveitarfélaga dreift á Alþingi - 24.10.2012

Tveimur nýjum lagafrumvörpum Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem varða tekjustofna sveitarfélaga hefur verið dreift á Alþingi og er gert ráð fyrir að ráðherra mæli fyrir þeim á morgun. Annað frumvarpið varðar svonefnt B-gatnagerðargjald en hitt tekjustofna sveitarfélaga sem snýst um að styrkja og skýra hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Lesa meira

Niðurstaða talningar við þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 - 24.10.2012

Landskjörstjórn hefur gefið út tilkynningu um niðurstöðu talningar þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012. Hún mun koma saman til fundar mánudaginn 29. október  til að lýsa úrslitum hennar. Heimilt er að kæra ólögmæti atkvæðagreiðslunnar til landskjörstjórnar og skulu slíkar kærur sendar landskjörstjórn eigi síðar en tveimur dögum áður en áður nefndur fundur verður haldinn.

Lesa meira

Upptökur frá ráðstefnu um klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarmiði komnar á vefinn - 23.10.2012

Upptökur frá ráðstefnunni um klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarmiði sem haldin var í Reykjavík 16. október eru komnar á vef ráðuneytisins. Sérfræðingar ræddu málið út frá hlutverki löggjafans og stjórnvalda, ábyrgð foreldra, sálfræði og  fram kom reynslusaga. Að ráðstefnunni stóðu innanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið í samvinnu við lagadeild Háskóla Íslands.

Lesa meira

Sameining Álftaness og Garðabæjar tekur gildi 1. janúar 2013 - 22.10.2012

Sameining sveitarfélaganna Álftaness og Garðabæjar var samþykkt í kosningum í sveitarfélögunum síðastliðinn laugardag. Í Garðabæ voru 53,11% þeirra sem tóku afstöðu samþykk sameiningunni en 46,89% voru henni andvíg. Í Sveitarfélaginu Álftanesi sögöu 87,6% já við sameiningu en 11,5% sögðu nei.

Lesa meira

Álitaefni um persónuvernd rædd á málþingi - 20.10.2012

Margs konar álitaefni um meðferð persónuupplýsinga voru til umfjöllunar á ráðstefnu um persónuvernd sem innanríkisráðuneytið og Persónuvernd stóðu að síðastliðinn föstudag í samvinnu við Mannréttindastofnun og Lagadeild Háskóla Íslands. Innlendir og erlendir sérfræðingar fluttu erindi um nokkur sérsvið er snerta persónuvernd og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti lokaorð ráðstefnunnar.

Lesa meira

Þjónusta á kjördag - 20.10.2012

Hér að neðan er tilgreint hvar kjósendur geta leitað almennra upplýsinga um kjörskrár, kjörstaði eða atriði um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar í dag, 20. október 2012, meðan kjörstaðir eru opnir.

Lesa meira

Sýnishorn af kjörseðli við þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 - 19.10.2012

Hér að neðan má sjá sýnishorn af kjörseðli sem notaður er við þjóðaratkvæðagreiðsluna á morgun, 20. október.

Lesa meira

Fimm stöður héraðsdómara auglýstar lausar til umsóknar - 19.10.2012

Innanríkisráðuneytið auglýsir lausar stöður fimm héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og af þeim eru þrjár lausar til setningar, tvær til hálfs árs og ein til eins árs. Umsóknarfrestur um allar stöðurnar er til 7. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Rætt um friðhelgi einkalífs og meðferð persónuupplýsinga á ráðstefnu á morgun - 18.10.2012

Ráðstefnan um meðferð persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs fer fram á morgun, föstudag 19. október, í hátíðarsal Háskóla Íslands. Hefst hún klukkan 13.15 og gert er ráð fyrir ráðstefnulokum laust eftir klukkan 17.

Lesa meira

Breytingar á kosningalögum hafa tekið gildi - 18.10.2012

Lög um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis og lögum um kosningar til sveitarstjórna (aðstoð við kosningu) nr. 111/2012 hafa nú tekið gildi. Með breytingunum verður kjósanda sem sakir sjónleysis eða þess að honum er hönd ónothæf heimilt við atkvæðagreiðsluna að fá aðstoð fulltrúa sem hann hefur valið sjáfur í stað kjörstjóra eða kjörstjórnarmanns eins og verið hefur um langa hríð. Því hafa fatlaðir kjósendur, sem lögin taka til, með tilteknum skilyrðum sjálfir rétt til að ákveða hver aðstoði þá við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og á kjörfundi.

Lesa meira

Opnar vonandi á gagnlega umræðu um klám og klámvæðingu á Íslandi - 16.10.2012

Klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarmiði var viðfangsefni ráðstefnu í Reykjavík í dag þar sem sérfræðingar ræddu málið út frá hlutverki löggjafans og stjórnvalda, ábyrgð foreldra, sálfræði og  fram kom reynslusaga. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setti ráðstefnuna og sagði það meðal annars von sína að ráðstefnan mætti verða til þess að opna á uppbyggilega og gagnlega umræðu um klám og klámvæðingu á Íslandi, umræðu sem ekki einkenndist af afneitun gagnvart þeim veruleika sem væri til umfjöllunar.

Lesa meira

Málþing um valdeflingu í héraði á ársþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - 15.10.2012

Valdefling í héraði var efni málþings á ársþingi Samtaka sveitarfélaga í Norðurlandi vestra sem haldið var á Skagaströnd á föstudag og laugardag. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var einn frummælenda á málþinginu en umfjöllunarefni þess var um nýtt hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga og svæðasamvinnu sveitarfélaga í opinberri stefnumótun og forgangsröðun.

Lesa meira

Drög að frumvarpi til breytinga á hafnalögum til umsagnar - 12.10.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003, með síðari breytingum. Unnt er að senda athugasemdir til ráðuneytisins til og með 28. október á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Ákvæðum kosningalaga um aðstoð við fatlaða kjósendur breytt - 11.10.2012

Alþingi samþykkti í dag breytingar á lögum um kosningar til Alþingis og lögum um kosningar til sveitarstjórna og lögfesti því með skýrum hætti það nýmæli að fatlaðir kjósendur, sem lögin taka til, hafi með tilteknum skilyrðum sjálfir rétt til að ákveða hver aðstoði þá við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og á kjörfundi.

Lesa meira

Tíu milljónum króna varið til fullgildingar mannréttindasáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks - 11.10.2012

Á annað hundrað manns sitja nú málþing í Reykjavík um innleiðingu og eftirlit með mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Ísland hefur skrifað undir sáttmálann og vinnur ríkisstjórnin nú að fullgildingu hans. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í ávarpi sínu við upphaf málþingsins að ríkisstjórnin hefði ákveðið síðastliðinn þriðjudag að verja 10 milljónum króna til að ljúka megi fullgildingu sáttmálans.

Lesa meira

Ráðstefna um friðhelgi einkalífs og meðferð persónuupplýsinga 19. október - 10.10.2012

Nýjar ógnir við friðhelgi einkalífs og meðferð persónuupplýsinga er umfjöllunarefni ráðstefnu á vegum innanríkisráðuneytisins og Persónuverndar í samvinnu við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og lagadeild Háskóla Íslands föstudaginn 19. október. Ráðstefnan fer fram í hátíðarsal HÍ í aðalbyggingu og stendur frá kl. 13.15 til 17.15.

Lesa meira

Málþing á fimmtudag um mannréttindasáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks - 9.10.2012

Málþing um innleiðingu og eftirlit með mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður haldið í Hörpu í Reykjavík fimmtudaginn 11. október og stendur frá kl. 9 til 16. Að því standa Öryrkjabandalag Íslands Íslands í samstarfi við innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands.

Lesa meira

Drög að reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með gjaldmælum leigubifreiða til umsagnar - 9.10.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með gjaldmælum leigubifreiða. Unnt er að senda athugasemdir til ráðuneytisins til og með 28. október á netfangið postur@irr.is

Lesa meira

Skráning hafin á ráðstefnu um klám í næstu viku - 9.10.2012

Fjallað verður um klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarmiði á ráðstefnu næstkomandi þriðjudag í Háskóla Íslands. Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið í samvinnu við lagadeild Háskóla Íslands. Skráning fer fram með því að senda póst á netfangið skraning@irr.is en ráðstefnan er öllum opin.

Lesa meira

Fjórum af sex fræðsluþingum lokið um forvarnir vegna kynferðisbrota gegn börnum - 8.10.2012

Lokið er fjórum fræðsluþingum af sex  um hlutverk grunnskóla í forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði þingið sem haldið var á Hvolsvelli í dag en á morgun verður þing á Ísafirði og á miðvikudag í Reykjavík og lýkur þá fundaröðinni sem er hluti af átaki um vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegnum börnum.

Lesa meira

Frumvarp um persónukjör vegna sveitarstjórnarkosninga í undirbúningi - 8.10.2012

Rafræn stjórnsýsla og persónukjör við sveitarstjórnarkosningar var meðal þess sem Ögmundur Jónasson innanríkiráðherra ræddi í ávarpi sínu á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum síðastliðinn laugardag en fundurinn var haldinn í Sandgerði. Einnig minntist ráðherra á sóknaráætlun og lýsti ánægju sinni með gott samstarf sveitarfélaga og innanríkisráðuneytisins.

Lesa meira

Ræddi rafræna stjórnsýslu, persónukjör og samgöngumál á aðalfundi Eyþings - 6.10.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra gerði samgöngumál, eflingu sveitarfélaga, rafræna stjórnsýslu og persónukjör meðal annars að umræðuefni í ávarpi sínu á aðalfundi Eyþings, samtaka sveitarfélaga á Norðausturlandi í gær. Fundurinn var haldinn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík og sóttu hann fulltrúar frá sveitarfélögunum og gestir.

Lesa meira

Stofnun mannréttindastofnunar rædd á fundi um mannréttindamál - 5.10.2012

Sjöundi og næstsíðasti fundur innanríkisráðuneytisins í fundaröð um mannréttindamál var haldinn í gær og var þar fjallað um hvort stofna beri sjálfstæða mannréttindastofnun á Íslandi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp í upphafi fundar. Hann fjallaði um að fundurinn væri hluti af samráðsferli um mótun landsáætlunar í mannréttindum sem lögð verði fyrir Alþingi á næstu vikum. Í áætluninni verða lagðar fram hugmyndir stjórnvalda um hvernig megi efla mannréttindi og bregðast við alþjóðlegri og innlendri gagnrýni á framkvæmd og vernd mannréttinda á Íslandi.

Lesa meira

Ríkisstjórnin hefur samþykkt nýja stefnu til að tryggja aðgengi blindra, sjónskertra o. fl. að opinberum vefjum - 5.10.2012

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um nýja aðgengisstefnu fyrir opinbera vefi til að tryggja aðgengi m.a. fyrir blinda, sjónskerta og aðra sem þurfa að nota hjálpartæki við lestur efnis og notkun vefja almennt. Innleiðingu viðmiðanna á að vera lokið 1. janúar 2015.*

Lesa meira

Taka verður kynferðislegt ofbeldi alvarlega - 4.10.2012

Fræðsluþing um hlutverk grunnskóla í forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum eru nú haldin víðs vegar um landið og hafa verið haldnir fundir í Borgarnesi, Akureyri og á Egilsstöðum. Þingin eru hluti af vitundarvakningu Evrópuráðsins um málefnið en hér á landi sér verkefnisstjórn innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis um átakið.

Lesa meira

Nordic Built hugmyndafræði nýtt við hönnun fangelsis á Hólmsheiði - 2.10.2012

Innanríkisráðherra undirritaði í dag Nordic Built sáttmálann ásamt fulltrúum hönnunarteymisins sem vinnur að hönnun nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík. Nordic Built er samvinnuverkefni sem hvetur til þróunar samkeppnishæfra lausna í vistvænni mannvirkjagerð.

Lesa meira

Embætti hæstaréttardómara laust til setningar - 2.10.2012

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt Íslands til setningar meðan á leyfi skipaðs dómara stendur, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla. Meðan á setningu stendur nýtur sá sem hana hefur fengið sömu stöðu og skipaður dómari nema að því leyti sem leiðir af því að starfi hans er markaður ákveðinn tími, sbr. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla.

Lesa meira

Umferðarstofa tíu ára - 1.10.2012

Tíu ár eru í dag liðin frá því Umferðarstofa tók til starfa og fögnuðu starfsmenn því með afmæliskaffi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti Umferðarstofu í tilefni dagsins og færð starfsfólki hamingjuóskir og óskaði því velfarnaðar í starfi.

Lesa meira

Fundur um stofnun sjálfstæðrar mannréttindastofnunar á Íslandi - 1.10.2012

Innanríkisráðuneytið stendur fyrir opnum morgunverðarfundi um hvort að ráðast eigi í að stofna sjálfstæða mannréttindastofnun á Íslandi fimmtudaginn 4. október næstkomandi kl. 8.30–11 í Iðnó í Reykjavík. Þetta er  sjöundi og næstsíðasti fundur í röð ráðuneytisins um mannréttindamál sem haldnir hafa verið í tengslum við mótun landsáætlunar í mannréttindum. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Lesa meira

Landshlutaþing um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum - 30.9.2012

Á næstu tveimur vikum verða haldin sex fræðsluþing í jafnmörgum landshlutum þar sem fjallað verður um hlutverk grunnskóla í forvörnum og viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum. Landshlutaþingin eru hluti af vitundarvakningu í samræmi við sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gagnvart börnum. Samkvæmt sáttmálanum skal beina fræðslu að börnum og að fólki sem á samskipti við börn í starfi sínu einkum  í grunnskólum, barnavernd, félagsþjónustu og á sviði heilbrigðisþjónustu.

Lesa meira

Fundur um framtíðarskipan ákæruvalds og dómstóla - 28.9.2012

Innanríkisráðuneytið boðaði í dag til fundar þar sem rætt var um framtíðarskipan ákæruvalds og dómstóla og um endurupptöku dæmdra mála. Til fundarins var boðið fulltrúum frá dómstólum, lögreglu, sýslumönnum, saksóknara, þingmönnum, fulltrúum réttarfarsnefndar og refsiréttarnefndar auk sérfræðinga ráðuneytisins.

Lesa meira

Tveir nýir hæstaréttardómarar fá skipunarbréf - 28.9.2012

Tveir nýir hæstaréttardómarar, þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson, tóku við skipunarbréfum hjá Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í dag en forseti Íslands hefur fallist á tillögu ráðherra um skipun þeirra í embættin. Þeir eru skipaðir í embætti frá 1. október.

Lesa meira

Drög að reglugerð til umsagnar um skaðabætur til handa farþegum vegna flugs sem er aflýst - 28.9.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum. Unnt er að senda athugasemdir til ráðuneytisins til og með 12. október á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Tveir nýir hæstaréttardómarar skipaðir - 27.9.2012

Forseti Íslands hefur fallist á tillögu innanríkisráðherra um að skipa þá Benedikt Bogason, dómstjóra og settan hæstaréttardómara, og Helga I. Jónsson, dómstjóra í embætti tveggja hæstaréttardómara frá og með 1. október næstkomandi. Samdóma niðurstaða dómnefndar var sú að þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson væru hæfastir umsækjenda til að hljóta embættin.

Lesa meira

Norrænir ráðherrar útlendingamála funduðu á Íslandi - 27.9.2012

Norrænir ráðherrar sem bera ábyrgð á málefnum útlendinga, hælisleitenda og flóttamanna héldu fund á Íslandi í dag. Með þeim sátu fundinn embættismenn og sérfræðingar ráðuneytanna í málaflokknum og forstjóri og aðstoðarforstjóri Útlendingastofnunar.

Lesa meira

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga nauðsynlegur vettvangur í samskiptum ríkis og sveitarfélaga - 26.9.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á ársfundi Jöfnunarsjós sveitarfélaga sem haldinn var í dag að sjóðurinn væri nauðsynlegur vettvangur umræðu og samskipta ríkis og sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga. Hann sagði ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðsins vera eins konar brú á milli ríkis og sveitarfélaga og væru fjórir af fimm fulltrúum hennar tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Samráðsfundur um klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni - 26.9.2012

Um fimmtíu manns mættu til samráðsfundar um klám á Íslandi sem innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti efndu til síðastliðinn mánudag. Á fundinum var fjallað um klám út frá lagalegu, heilbrigðislegu og samfélagslegu sjónarhorni en til hans var boðið fulltrúum frá stofnunum, grasrótarsamtökum, þingflokkum og fræðasamfélagi.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um skylduvátryggingar til umsagnar - 26.9.2012

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um skylduvátryggingar vegna loftferða nr. 78/2006. Unnt er að senda athugasemdir til ráðuneytisins til og með 9. október á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira