Fréttir

Fyrirsagnalisti

Sýslumanninum í Reykjavík falið að veita leyfi til ættleiðinga - 30.12.2011

Á morgun, gamlársdag, gengur í gildi ný reglugerð innanríkisráðherra um veitingu leyfa til ættleiðinga. Frá og með 1. janúar 2012 verður sýslumanninum í Reykjavík falið að annast veitingu leyfa til ættleiðinga.

Lesa meira

Drög að reglugerðum um tilhögun undirskriftasafnana til umsagnar - 30.12.2011

Til umsagnar eru nú hér á vef innanríkisráðuneytisins drög að tveimur reglugerðum um málsmeðferð vegna undirskriftasafnana, annars vegar vegna óska um borgarafundi og hins vegar vegna óska um almenna atkvæðagreiðslu um einstök mál, sbr. X. kafla nýrra sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Hægt er að senda athugasemdir á netfangið postur@irr.is til og með 16. janúar.

Lesa meira

Stjórnsýsluumdæmum breytt í kjölfar sameiningar sveitarfélaga - 29.12.2011

Í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna Bæjarhrepps og Húnaþings vestra sem tekur gildi 1. janúar 2012 verður breytt stjórnsýsluumdæmum sýslumannsembættanna á Hólmavík og Blönduósi. Er breytingin tilkynnt með breytingu á reglugerð nr. 66/2007 og tekur gildi frá sama tíma.

Lesa meira

Svavar Pálsson skipaður sýslumaður á Húsavík - 29.12.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Svavar Pálsson sýslumann á Húsavík. Þrír sóttu um embættið sem auglýst var laust til umsóknar 14. október síðastliðinn. Skipað er í embættið til fimm ára.

Lesa meira

Heimsótti þjónustumiðstöð hælisleitenda í Reykjanesbæ - 28.12.2011

Innanríkisráðherra kynnti sér þjónustu við hælisleitendur.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti í dag Reykjanesbæ og ræddi við starfsmenn sveitarfélagsins sem annast umsjón með þjónustumiðstöðina FIT við hælisleitendur. Einnig heimsótti hann miðstöðina og ræddi við hælisleitendur.

Lesa meira

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2012 - 22.12.2011

Innanríkisráðherra hefur samþykkt eftirfarandi tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga  frá 14. desember síðastliðinn um áætlaðar úthlutanir framlaga á árinu 2012:

Lesa meira

Jöfnunarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skert hjá tekjuháum sveitarfélögum - 22.12.2011

Innanríkisráðherra hefur samþykkt breytingu á reglugerð nr. 960/2010 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þess efnis að jöfnunarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til þeirra sveitarfélaga sem eru með mögulegar heildarskatttekjur 50% umfram landsmeðaltal verði skert um 50% á árinu 2012.

Lesa meira

Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2011 - 21.12.2011

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 14. desember síðastliðinn um endurskoðun og uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2011. Útgjaldajöfnunarframlög sjóðsins eru 1.000 milljónum króna hærri en áætluð úthlutun var.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um mælitæki til umsagnar - 21.12.2011

Til umsagnar eru nú á vef ráðuneytisins drög að breytingum á reglugerð um mælitæki. Breytingin kemur til vegna nýrrar tilskipunar um mælitæki og snertir skilgreiningu á mestu leyfðu skekkju mælitækja. Umsagnarfrestur er til 28. desember næstkomandi og skulu athugasemdir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Innanríkisráðherra kynnir sér starfsemi Flugsögufélagsins - 21.12.2011

Innanríkisráðherra heimsótti Íslenska flugsögufélagið á dögunum.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti aðsetur Íslenska flugsögufélagsins á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Þar tóku á móti honum nokkrir núverandi og fyrrverandi stjórnarmenn og kynntu honum starfsemi félagsins.

Lesa meira

Öryggis gætt í Oddsskarðsgöngum - 19.12.2011

Öryggi í Oddsskarðsgöngum hefur verið til umfjöllunar að undanförnu. Fram hafa komið staðhæfingar um að lífshættulegt sé að fara um göngin meðal annars vegna grjóthruns og hefur verið að staðhæft að hnullungar hafi hrunið úr lofti ganganna sem valdið hafi lífshættu.

Lesa meira

Verkefnið verður áfram að fækka banaslysum - 16.12.2011

Verkefni komandi ára verður að fækka banaslysum og alvarlegum slysum í umferðinni eins og kostur er, en metnaðarfull umferðaröryggisáætlun stjórnvalda er ein af meginforsendum þess að svo megi verða, segir meðal annars í inngangi að skýrslu um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar 2010 sem nýlega er komin út.

Lesa meira

Tólf ára og fjögurra ára samgönguáætlanir lagðar fram - 14.12.2011

Samgönguáætlanir kynntar á blaðamannafundi í dag.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti í dag fjögurra ára og tólf ára samgönguáætlanir sem dreift var á Alþingi í dag. Ráðherra sagði lagðar nýjar áherslur með þessum áætlunum, horft væri á landið sem eina heild við ákvörðun verkefna, lögð væri áhersla á verkefni á þeim landssvæðum sem í dag byggju við lakastar samgöngur og mjög aukin áhersla væri á almenningssamgöngur.

Lesa meira

Mótun landsáætlunar í mannréttindamálum hafin - 12.12.2011

Fundaröð innanríkisráðuneytisins um mannréttindi hófst 9. desember
Haldinn var fyrir helgina fyrsti fundur á vegum innanríkisráðuneytisins í röð funda um mannréttindamál. Var þar fjallað um fyrirtöku vegna stöðu mannréttinda á Íslandi hjá mannréttindaráði  Sameinuðu þjóðanna og um samning Evrópuráðsins um bann við kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi Lesa meira

Áætluð úthlutun aukaframlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2011 - 9.12.2011

Innanríkisráðherra hefur gefið út reglur um ráðstöfun 800 m.kr. aukaframlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2011. Reglurnar eru settar  í samáði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Framlög til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts - 9.12.2011

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 6. desember sl. að uppgjöri framlaga til sveitarfélaga á árinu 2011 til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts á grundvelli reglugerðar, nr. 80/2001 með síðari breytingum.

Lesa meira

Útgjaldajöfnunarframlögum úthlutað - 9.12.2011

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 6. desember sl.  um áætlaða heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga á árinu 2012 að fjárhæð 4.750 m.kr., sbr. 13. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010.

Lesa meira

Herjólfur notaður meðan unnið er að framtíðarlausn - 9.12.2011

Herjólfur prófaður í Landeyjahöfn
Fulltrúar innanríkisráðuneytis, Vestmannaeyjabæjar, Vegagerðarinnar og Siglingastofnunar ræddu áfram í vikunni um ýmsa valkosti bæði til skemmri og lengri tíma varðandi siglingar milli Vestmannaeyja og lands. Lesa meira

Embætti forstöðumanns fangelsins á Kvíabryggju laust til umsóknar - 8.12.2011

Fangelsið Kvíabryggja.

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti forstöðumanns fangelsisins á Kvíabryggju. Umsóknarfrestur er til 28. desember og skulu umsóknir berast ráðuneytinu í tölvupósti á netfangið postur@irr.is eða skriflega til innanríkisráðuneytis, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík.

Lesa meira

Rannsókn á öryggissveit sendiráðs Bandaríkjanna lokið - 7.12.2011

Ekkert bendir til þess að að starfsmenn öryggissveitar sendiráðs Bandaríkjanna í Reykjavík hafi brotið íslensk lög né að starfsemi sveitarinnar brjóti í bága við þær heimildir sem sendiráðið hefur á grundvelli Vínarsamningsins um stjórnmálasamband ríkja. Þetta er niðurstaða ríkissaksóknara sem tilkynnt hefur verið innanríkisráðuneytinu.

Lesa meira

Niðurstöður í Universal Periodic Review ferli Íslands hjá mannréttindaráði SÞ til umræðu - 7.12.2011

Innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að birta drög að niðurstöðum úr Universal Periodic Review ferli Íslands hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Íslandi.

Lesa meira

Fundaröð innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál hefst föstudaginn 9. desember 2011 - 6.12.2011

Fyrsti fundur í fundaröð innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál verður haldinn í Hörpunni í Reykjavík föstudaginn 9. desember klukkan 11.30 til 14.15. Tilefni þessa fyrsta fundar er alþjóðlegi mannréttindadagurinn, 10. desember, en Sameinuðu þjóðirnar hvetja aðildarlönd til að taka mannréttindamál til sérstakrar umfjöllunar þann dag.

Lesa meira

Sameining Bæjarhrepps og Húnaþings vestra samþykkt í báðum sveitarfélögunum - 5.12.2011

Sameining sveitarfélaganna Bæjarhrepps og Húnaþings vestra var samþykkt af meirihluta þeirra sem kusu í báðum sveitarfélögunum. Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna síðastliðinn laugardag.

Lesa meira

Ný Vestmannaeyjaferja eigi síðar en 2015 - 30.11.2011

Fulltrúar innanríkisráðuneytis, Siglingastofnunar, Vegagerðar og Vestmannaeyjabæjar ræddu um siglingar milli lands og Eyja á fundi í ráðuneytinu í dag. Leitað er framtíðarlausnar á þessum siglingum til að tryggja öruggar ferðir milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja.

Lesa meira

Stefnumótun í mannréttindamálum undirbúin - 29.11.2011

Innanríkisráðuneytið undirbýr nú stefnumótun á sviði mannréttindamála í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Tveir hópar móta stefnuna: Nefnd skipuð fulltrúum fagráðuneytanna sem annist meðal annars úrvinnslu ábendinga í tengslum við fyrirtöku á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og vettvangur sem leiðir saman fulltrúa félagasamtaka, fræðasamfélagsins og stjórnvalda.

Lesa meira

Ráðgert að skerða jöfnunarframlag tekjuhárra sveitarfélaga - 28.11.2011

Fyrirhugaðar eru breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í þá átt að skert verði að fullu jöfnunarframlag til þeirra sveitarfélaga sem hafa heildartekjur sem eru 50% umfram landsmeðaltal. Þeir sem þess óska geta sent athugasemdir og umsagnir sínar vegna breytingarinnar á netfangið postur@irr.is fram til 9. desember 2011.

Lesa meira

Sameiningarkosningar á laugardag - 28.11.2011

Kosningar um sameiningu sveitarfélaganna Bæjarhrepps og Húnaþings vestra fara fram laugardaginn 3. desember næstkomandi. Kjörstaðir verða bæði á Hvammstanga og á Borðeyri.

Lesa meira

Fagnað fimm ára afmæli samstarfsráðs trúfélaga - 25.11.2011

Innanríkisráðherra tók þátt í afmælishátíð samstarfsráðs trúfélaga

Haldið var upp á fimm ára afmæli samráðsvettvangs trúfélaga í Ráðhúsi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag með dagskrá þar sem flutt voru erindi og ávörp, sungin trúarljóð og kveðnar rímur. Alls eiga 15 trúfélög og hópar aðild að samstarfsráðinu. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var meðal þeirra sem fluttu ávörp en auk hans talaði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,

Lesa meira

Ákvörðun vegna erindis um jarðakaup - 25.11.2011

Innanríkisráðuneytið hefur svarað beiðni Beijing Zhongkun Investment Group frá 31. ágúst um að veitt verði undanþága frá lögum vegna kaupa á hlut í jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum, alls 30.639 hektara landsvæði. Vegna umfjöllunar um málið vill ráðuneytið taka fram eftirfarandi.

Lesa meira

Dómnefnd skipuð vegna hönnunarsamkeppni um fangelsi - 24.11.2011

Innanríkisráðherra hefur skipað dómnefnd vegna hönnunarsamkeppni um nýtt fangelsi sem ráðgert er að reisa á Hólmsheiði í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að tilkynna megi um úrslit samkeppninnar næsta vor.

Lesa meira

Búist við 2,3 milljónum farþega um Keflavíkurflugvöll næsta ár - 24.11.2011

Starfsmenn innanríkisráðuneytisins í heimsókn hjá Isavia.

Isavia bauð nýverið nokkrum starfsmönnum innanríkisráðuneytisins sem sinna einkum flugmálum að heimsækja fyrirtækið og fræðast um starfsemina. Forráðamenn Isavia kynntu fyrirtækið sem hefur það megin hlutverk að annast flugumferðarþjónustu á íslenska flugstjórnarsvæðinu og reka flugvelli landsins.

Lesa meira

Minningarathöfn um þá sem farist hafa í umferðarslysum - 21.11.2011

Minnst var þeirra sem látist hafa í umferðarslysum með einnar mínútu þögn í gær.

Efnt var til minningarathafnar um þá sem farist hafa í umferðarslysum við Landspítalann í Fossvogi í gær með einnar mínútu þögn. Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1993 tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.

Lesa meira

Ánægja með ýmislegt í framkvæmd barnasáttmála SÞ á Íslandi - 20.11.2011

Framkvæmd barnasáttmála SÞ á Íslandi var kynnt á fundi 17. nóvember.

Niðurstöður barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna á framkvæmdar Íslands á barnasáttmála SÞ voru kynntar fimmtudaginn 17. nóvember. Sendinefnd Íslands sat fyrir svörum á fundi í Genf í lok september og kynnti nefndin undirbúning og framkvæmd fyrirtöku sérfræðinganefndar SÞ auk þess sem hún kynnti helstu niðurstöður barnaréttarnefndarinnar.

Lesa meira

Rafræn tækni í þágu lýðræðis - 17.11.2011

Ögmundur Jónasson og Guðbjörg Sigurðardóttir sitja fund um rafræna stjórnsýslu í Póllandi.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra situr nú fund um rafræna stjórnsýslu í Poznan í Póllandi. Fundurinn er skipulagður af Evrópusambandinu með aðkomu EES-ríkjanna.

Lesa meira

Drög að reglugerð um sameiginlegar reglur um flugrekstur og flugþjónustu til umsagnar - 17.11.2011

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um sameiginlegar reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þeir sem þess óska geta sent umsagnir sínar á netfangið postur@irr.is fram til 28. nóvember 2011.

Lesa meira

Innanríkisráðherra flutti ávarp á hátíðarsýningu um afleiðingar vímuefnaneyslu - 17.11.2011

Ögmundur Jónasson ávarpar gesti sýningarinnar Hvað ef?

Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, ávarpaði gesti í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld  en þá fór fram hátíðarsýning á forvarna- og skemmtifræðsluverkinu Hvað ef? Sýningin er ætluð unglingum og fjallar um afleiðingar áfengis- og vímuefnaneyslu.

Lesa meira

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2012 - 16.11.2011

Innanríkisráðherra hefur samþykkt eftirfarandi tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga  um áætlaðar úthlutanir framlaga á árinu 2012:

Lesa meira

Áætluð úthlutun tekjujöfnunarframlaga á árinu 2011 - 16.11.2011

Innanríkisráðherra  hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 10. nóvember sl. um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga á árinu 2011 á grundvelli 12. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. Áætluð heildarfjárhæð framlaganna nemur um 1.249 milljónum króna.

Lesa meira

Kynning á niðurstöðum barnaréttarnefndar SÞ á stöðu Íslands - 14.11.2011

Niðurstöður barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna vegna framkvæmdar Íslands á barnasáttmála SÞ verða kynntar á morgunverðarfundi næstkomandi fimmtudag 17. nóvember. Fundurinn fer fram á Kornhlöðulofti Lækjarbrekku og mun standa milli klukkan 8.45 og 10.30.

Lesa meira

Innanríkisráðherra ræddi fjármál og stöðu kirkjunnar við upphaf Kirkjuþings - 12.11.2011

Setning kirkjuþings 2011 - Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í ræðustól.

Kirkjuþing var sett í morgun í Reykjavík og liggja alls 36 mál fyrir þinginu. Við upphaf þingsins fluttu ræður þau Karl Sigurbjörnsson biskup, Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Sólveig Anna Bóasdóttir, forseti guðfræði- og trúarbragðadeildar HÍ.

Lesa meira

Ný flugvélamyndabók frá Baldri Sveinssyni afhent innanríkisráðuneytinu - 12.11.2011

Baldur Sveinsson sýnir Ögmundi Jónassyni nýjustu flugvélamyndabók sína.

Baldur Sveinsson hefur gefið út fimmtu flugvélamyndabók sína, þá fjórðu sem hann gefur út sjálfur. Baldur afhenti Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra og ráðuneytinu nýjustu bókina ásamt þeim eldri en allar hafa þær að geyma myndir af íslenskum og erlendum flugvélum.

Lesa meira

Fjölsóttur fundur forstöðumanna stofnana innanríkisráðuneytis - 11.11.2011

Margir sýslumenn sátu fund forstöðumanna stofnana innanríkisráðuneytis.

Fundur forstöðumanna stofnana innan innanríkisráðuneytið var haldinn í gær í Reykjavík. Komnir voru saman margir forstöðumanna stofnana og dómstóla sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins en slíkir fundir eru haldnir einu sinni til tvisvar á ári.

Lesa meira

Foreldrar nái sátt um forsjá og umgengni - 10.11.2011

Frá fundi um sáttamiðlun og forsjármál barna.

Sáttamiðlun sem lausn í forsjár- og umgengnisdeilum var meðal umræðuefna á fundi sem haldinn var í innanríkisráðuneytinu í dag að frumkvæði innanríkisráðherra. Til fundarins voru boðaðir sýslumenn og fulltrúar þeirra en markmiðið var að fjalla um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum og reynslu sýslumanna af því að fást við umgengnis- og forsjármál.

Lesa meira

Vegagerðin kannar láglendisleiðir á sunnanverðum Vestfjörðum - 10.11.2011

Rætt var um leiðaval fyrir síðustu áfanga Vestfjarðavegar í sérstakri umræðu á Alþingi í gær.

Rætt var um vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum í sérstakri umræðu á Alþingi í gær. Minnt var á þau sjónarmið heimamanna að vegur um Gufudalssveit skuli lagður um láglendi og innanríkisráðherra sagði Vegagerðina nú kanna mögulegar leiðir í því sambandi.

Lesa meira

Umsagnarfrestur um fjarskiptaáætlun að renna út - 9.11.2011

Umsóknarfrestur vegna fjarskiptaáætlunar að renna út

Umsagnarfrestur um fjarskiptaáætlun stjórnvalda 2011 til 2022 rennur út á morgun. Þeir sem óska geta sent ábendingar og athugasemdir á netfangið postur@irr.is til miðnættis á morgun.

Lesa meira

Hengibrýr, núllsýn og fjörulíf til umræðu á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar - 7.11.2011

Frá rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar 2011.

Fjölmörg og fjölbreytt umfjöllunarefni voru á tíundu rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar síðastliðinn föstudag, meðal annars áhrif hita á steinsteypuspennur, ástand kapla í hengibrúm, núllsýn, gæði hjólaleiða, fjörulíf og þveranir fjarða.

Lesa meira

Fundur með fulltrúum þjónustusvæða vegna málafna fatlaðra - 4.11.2011

Á fundi í Þjóðminjasafni Íslands í dag, 4. nóvember, kynnti Sigurður Helgason ráðgjafi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir fulltrúum þjónustusvæða fatlaðra fyrstu niðurstöður varðandi áætluð framlög vegna reksturs á málefnum fatlaðra fyrir árið 2012.

Lesa meira

Stefnt að jöfnun á stöðu lífsskoðunarfélaga og trúfélaga - 4.11.2011

Verðlaunahafinn, Páll Óskar Hjálmtysson, situr hér við hlið Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra.

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, afhenti í gær árlega húmanistaviðurkenningu sína. Hana hlaut Páll Óskar Hjálmtýsson sem hefur um árabil barist fyrir mannréttindum samkynhneigðra.

Lesa meira

Lögreglustjórinn á Hvolsvelli og almannavarnanefnd fengu nýsköpunarverðlaun - 3.11.2011

Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri og Kristín Þórðardóttir, fulltrúi hjá embættinu, ræða við Ögmund Jónasson í heimsókn á gosstöðvarnar í vor.

Lögreglustjórinn á Hvolsvelli og almannavarnanefnd umdæmisins hlutu í dag nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri 2011 vegna verkefnisins: Skipulag rýminga vegna jökulhlaupa sem fylgja eldgosum í Kötlu og Eyjafjallajökli. Samstarf íbúa og almannavarnayfirvalda.

Lesa meira

Fjarskiptasjóður fái áfram hlutverk í uppbyggingu fjarskiptainnviða - 2.11.2011

Ögmundur Jónasson flutti ávarp á kynningarfundi um fjarskiptaáætlun. Steinunn Valdís Óskarsdóttir var fundarstjóri.

Fjarskiptaáætlanir til fjögurra og tólf ára voru kynntar á fundi sem Skýrslutæknifélag Íslands stóð fyrir í samvinnu við innanríkisráðuneytið. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í ávarpi á fundinum að ætlunin væri að fjarskiptasjóður myndi starfa áfram til að fylgja eftir nýjum verkefnum við uppbyggingu fjarskipta eins og áætlunin gerði ráð fyrir.

Lesa meira

Viðmiðunarfjárhæðir Jöfnunarsjóðs vegna samkomulags um eflingu tónlistarnáms ákveðnar - 2.11.2011

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur birt viðmiðunarfjárhæðir fyrir framlög úr sjóðnum til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda. Greidd verða í dag, 2. nóvember, framlög fyrir fyrstu mánuðina, þ.e. júlí til október 2011.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um kirkjugarða og fleira til umsagnar - 1.11.2011

Drög að lagafrumvarpi til breytinga á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 með síðari breytingum eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Með frumvarpinu er styrkt lagaumgjörð er snertir greftrun, líkbrennslu og fleira. Unnt er að senda umsagnir á netfangið postur@irr.is til 14. nóvember nk.

Lesa meira

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um skráð trúfélög til umsagnar - 1.11.2011

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að lagafrumvarpi um breytingu á lögum um skráð trúfélög, nr. 108/1999. Markmið breytinganna er að jafna stöðu lífsskoðunarfélaga og skráðra trúfélaga og að tryggja jafnrétti foreldra barns við ákvörðun um hvaða skráða trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi barn skuli tilheyra. Unnt er að senda athugasemdir við frumvarpsdrögin á netfangið postur@irr.is til 14. nóvember.

Lesa meira

Samkomulag um rannsóknarverkefni - 31.10.2011

Háskólinn á Akureyri og innanríkisráðuneytið semja um könnun á viðhorfum til eflingar sveitarfélaga.

Innanríkisráðuneytið og Háskólinn á Akureyri hafa samið um að HA ráðist í könnun á viðhorfum sveitarstjórnarmanna og alþingismanna til eflingar sveitarstjórnarstigsins og tengdra málefna. Slík könnun var áður gerð árið 2006.

Lesa meira

Innanríkisráðherra á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga - 28.10.2011

Innanríkisráðherra ávarpaði ársþings SASS.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði í morgun ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem stendur yfir í dag og á morgun í Vík í Mýrdal. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður á fundinum rætt um eflingu sveitarstjórnarstigsins á Suðurlandi og sóknaráætlanir landshluta.

Lesa meira

Rík ástæða til að fagna komu Þórs - 27.10.2011

Þór siglir inní Reykjavíkurhöfn.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði ríka ástæðu til að fagna komu hins nýja varðskips Þórs til landsins. Skipið lagðist við Miðbakka í Reykjavík á þriðja tímanum í dag. Ráðherra sagði skipið smíðað og útbúið til að mæta auknum umsvifum á hafinu við Ísland enda ætluðu Íslendingar sér aukið hlutverk á norðurslóðum.

Lesa meira

Aðgangur að starfshópi um Guðmundar- og Geirfinnsmál - 27.10.2011

Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði til að fara ofan í gögn um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur nú tekið til starfa. Í fyrstunni er hópurinn að viða að sér gögnum.

Lesa meira

Drög að reglum um styrki til samgönguleiða til umsagnar - 27.10.2011

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglum um styrki til samgönguleiða. Þeir sem óska geta sent umsagnir sínar á netfangið postur@irr.is fram til 10. nóvember 2011.

Lesa meira

Frumvarp um breytingu á siglingalögum til umsagnar - 26.10.2011

Lagafrumvarp um breytingu á siglingalögum nr. 34/1985 er nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Hægt er að senda inn umsagnir á netfangið postur@irr.is til 9. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Frumvarp um breytingu á lögum um eftirlit með skipum til umsagnar - 26.10.2011

Til umsagnar er nú hjá innanríkisráðuneytinu frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2003 um eftirlit með skipum. Hægt er að senda inn umsögn um frumvarpið á netfangið postur@irr.is til 9. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Lagafrumvarp vegna hækkunar vitagjalds til umsagnar - 26.10.2011

Til umsagna er nú lagafrumvarp vegna breytingar á lögum um vitamál nr. 132/1999. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um lagafrumvarpið á netfangið postur@irr.is til 9. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Drög að nýrri fjarskiptaáætlun til umsagnar - 26.10.2011

Innanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja nýja fjarskiptaáætlun fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi nú í haust. Verkefnið var unnið í innanríkisráðuneytinu með aðkomu Póst- og fjarskiptastofnunar auk vinnuhópa úr stjórnkerfinu í umsjón verkefnisstjórnar um endurskoðun fjarskiptaáætlunar. 

Lesa meira

Breyting á reglugerð um SI-mælieiningar - 26.10.2011

Breyting á reglugerð um mælieiningar er nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu þar sem kveðið er á um að á Íslandi skuli nota svonefnd SI-einingakerfi. Unnt er gera athugasemdir með því að senda þær á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 9. nóvember.

Lesa meira

Ný fjarskiptaáætlun kynnt á hádegisverðarfundi Ský - 26.10.2011

Drög að nýrri fjarskiptaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2011 til 2022 verður kynnt á fundi í Reykjavík næstkomandi miðvikudag, 2. nóvember. Fundurinn er haldinn í samvinnu innanríkisráðuneytisins og Skýrslutæknifélags Íslands á Grand Hóteli við Sigtún og stendur frá kl. 11.50 til 14.

Lesa meira

Svör við spurningum RÚV um Mexíkóferð - 24.10.2011

Ríkisútvarpið óskaði nýlega eftir upplýsingum um för innanríkisráðherra til Mexíkó þar sem hann sótti ráðstefnu um samgöngumál. Spurningar RÚV og svör ráðuneytisins sem voru send útvarpinu í síðustu viku fara hér á eftir:

Lesa meira

Innanríkisráðherra ræddi við breska samráðherra og þingmenn - 24.10.2011

Í síðustu viku átti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fund með ráðherra bresku stjórnarinnar sem fer með landamæravörslu og innflytjendamál, Damien Green. Ráðherrarnir ræddu um landamæravörslu og skipulagða glæpastarfsemi.

Lesa meira

Innanríkisráðherra telur ríkislögreglustjóra hafa farið að lögum en tilefni sé til að skerpa á reglum - 18.10.2011

Innanríkisráðuneytið hefur fjallað um ábendingar Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæslustofnana frá 27. september. Einnig hefur ráðuneytið farið yfir greinargerð frá ríkislögreglustjóra um málið sem óskað var eftir í framhaldi af ábendingum Ríkisendurskoðunar.

Lesa meira

Innanríkisráðherra á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar - 18.10.2011

Ögmundur Jónasson á fundi allsherjar- og menntamálanefndar.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er nú á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Ásamt honum sitja fundinn þær Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Bryndís Helgadóttir skrifstofustjóri.

Lesa meira

Innanríkisráðherra fylgjandi stofnun millidómstigs - 14.10.2011

Dómstólaráð stóð fyrir málþingi um framtíð dómstóla.

Framtíðarskipan dómstóla var til umfjöllunar á málþingi sem dómstólaráð stóð fyrir í dag í Reykjavík. Í upphafi þingsins flutti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarp og síðan ræddi Gunnar Helgi Kristinsson prófessor um stjórnsýslu dómstólanna. Síðan voru pallborðsumræður og vinnuhópar störfuðu.

Lesa meira

Embætti sýslumannsins á Húsavík laust til umsóknar - 14.10.2011

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst lausa stöðu sýslumannsins á Húsavík. Miðað er við að innanríkisráðherra skipi í embættið frá og með 1. desember næstkomandi til fimm ára. Umsóknarfrestur er til 31. október.

Lesa meira

Framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga um 19,5 milljarðar á síðasta ári - 14.10.2011

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var haldinn í Reykjavík 12. október.

Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til sveitarfélaga landsins námu á síðasta ári um 19,5 milljörðum króna. Jöfnunarsjóði hafa verið falin ný verkefni á þessu ári, meðal annars umsjón framlaga vegna málefna fatlaðra sem flutt voru frá ríki til sveitarfélaga.

Lesa meira

Mannréttindi á Íslandi í kastljósi hjá SÞ í Genf - 11.10.2011

Íslenska sendinefndin á fundinum í Genf.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fór fyrir íslenskri sendinefnd sem svaraði fyrir stöðu mannréttindamála á Íslandi hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf mánudaginn 10. október. Sent var beint út frá fundinum á vef SÞ og hófst útsendingin kl. 7 að íslenskum tíma og lauk um kl. 9.30.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsækir sérstakan saksóknara - 11.10.2011

Innanríkisráðherra kynnti sér starfsemi sérstaks saksóknara nýverið. Ólafur Þór Hauksson og samstarfsmenn hans, Sveinn Ingiberg Magnússon og Björn Þorvaldsson skýrðu frá starfseminni.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti nýverið embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kynnti ásamt samstarfsmönnum sínum ráðherra og fylgdarliði starfsemi embættisins og starfsmenn.

Lesa meira

Skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll samþykktar - 10.10.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifaði þann 3. október síðastliðinn undir skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll. Reglurnar eru settar samkvæmt heimild í 59. grein laga um loftferðir nr. 60/1998.

Lesa meira

Benedikt Bogason settur dómari við Hæstarétt Íslands til þriggja ára - 10.10.2011

haestirettur

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur sett Benedikt Bogason dómstjóra í embætti dómara við Hæstarétt Íslands frá og með 1. nóvember 2011 til og með 31. desember 2014.

Lesa meira

Hildur Briem skipuð dómari við héraðsdóm Austurlands - 10.10.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Hildi Briem, aðstoðarmann dómara, í embætti dómara með fast sæti við héraðsdóm Austurlands. Hildur er skipuð í samræmi við mat dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara.

Lesa meira

Mannréttindi á Íslandi til umfjöllunar hjá SÞ í morgun - 10.10.2011

UN1

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og sendinefnd frá Íslandi svöruðu fyrir stöðu mannréttindamála á Íslandi hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag, mánudaginn 10. október. Sent var beint út frá fundinum á vef SÞ og hófst útsendingin kl. 7 að íslenskum tíma og lauk um kl. 9.30. Sjá upptöku hér á vef SÞ.

Lesa meira

Fjallað um forsögu og framkvæmd Schengen samningsins - 7.10.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpar ráðstefnugesti.

Fjallað var um forsögu, umfang og framkvæmd Schengen landamæraeftirlitsins sem Íslendingar gerðust aðiliar að fyrir tíu árum á ráðstefnu á vegum innanríkisráðuneytisins 6. október síðastliðinn. Erindi ráðstefnunnar fjölluðu um framkvæmdina, tollaeftirlit, skipulagða glæpastarfsemi og hlutverk Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Siglt um Landeyjahöfn eins og aðstæður leyfa - 7.10.2011

Í vetur er stefnt að því að sigla í Landeyjahöfn eftir því sem aðstæður leyfa, segir í frétt frá samstarfshópi um málefni siglinga til Vestmannaeyja.

Lesa meira

Innanríkisráðherra skipar starfshóp til að fara yfir Guðmundar- og Geirfinnsmál   - 7.10.2011

Innanríkisráðherra kynnir skipun starfshóps til að fara yfir Guðmundar- og Geirfinnsmál.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Starfshópurinn skal skila ráðherra áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári.

Lesa meira

Umsögn dómnefndar um setningu í embætti dómara við Hæstarétt Íslands - 6.10.2011

Dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilaði innanríkisráðherra hinn 3. október sl. umsögn sinni um hæfni þeirra sem sóttu um setningu í embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Umsækjendur voru Benedikt Bogason dómstjóri, Guðjón Ólafur Jónsson hæstaréttarlögmaður, Ingimundur Einarsson héraðsdómari og Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri.

Lesa meira

Umsögn dómnefndar um skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Austurlands - 6.10.2011

Dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilaði innanríkisráðherra hinn 3. október sl. umsögn sinni um hæfni þeirra sem sóttu um skipun í embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Austurlands. Umsækjendur voru Hildur Briem, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Austurlands og Hrannar Már Sigurðsson Hafberg, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Lesa meira

Ný sveitarstjórnarlög dæmi um náið samstarf ríkis og sveitarfélaga - 5.10.2011

Samkomulag um tónlistarmenntun undirritað. F.v. Steingrímur J. Sigfússon, Karl Björnsson, Halldór Halldórsson og Ögmundur Jónasson.

Reglulegur samráðsfundur fulltrúa ríkis og sveitarfélaga var haldinn í dag hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar kynnti formaður sambandsins stefnumörkun þess fyrir árin 2011 til 2014, innanríkisráðherra ræddi samskipti ríkis og sveitarfélaga og fjármálaráðherra fór yfir þróun opinberra fjármála. Einnig voru rædd efnahagsmál og kjaramál.

Lesa meira

Eftirlitsnefnd kynnir fjármál sveitarfélaga - 29.9.2011

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur unnið upplýsingar úr rafrænum skilum sveitarfélaga á ársreikningum þeirra fyrir árið 2010. Þar kemur fram að heildarskuldir og skuldbindingar A-hluta reikningsskilanna hafa lækkað úr 154% af heildartekjum árið 2009 í 146% á árinu 2010, eða úr 262 milljörðum króna í 254 milljarða.  Heildarskuldir A- og B-hluta, þ.e. samstæðu sveitarfélaga, hafa lækkað á sama tíma úr 269% af heildartekjum í 255%, eða úr 599 milljörðum króna í 586 milljarða.

Lesa meira

Ræddu fjármögnun samgönguverkefna og öryggismál við upphaf ráðstefnu um vegamál - 28.9.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á umræðufundi samgönguráðherra í Mexíkó.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var meðal 30 starfsbræðra sinna frá ýmsum löndum sem tók þátt í umræðufundi samgönguráðherra á alþjóðlegri ráðstefnu um vegamál í Mexíkóborg. Ráðherrann tók þátt í umræðu um fjármögnun vegaframkvæmda en einnig ræddu ráðherrarnir öryggismál og ábyrga þróun vegakerfa með tilliti til umhverfisáhrifa.

Lesa meira

Starfshópi falið að meta gildi fjármálareglna fyrir sveitarfélög - 28.9.2011

Í framhaldi af samþykkt nýrra sveitarstjórnarlaga hefur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipað starfshóp sem meta á gildi fjármálareglna fyrir sveitarfélög, eins og þær hafa verið ákveðnar í nýju lögunum og vera ráðuneytinu til ráðgjafar um mótun nýrrar reglugerðar þar að lútandi.

Lesa meira

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um loftferðir til umsagnar - 26.9.2011

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til breytinga á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum. Þeir sem óska geta sent umsagnir sínar á netfangið postur@irr.is fram til 11. október 2011.

Lesa meira

Fjallað um framkvæmd á barnasáttmála SÞ á Íslandi - 26.9.2011

Viðmót dómstóla gagnvart börnum, áhrif kreppu á réttindi barna, brjóstagjöf og fræðsla um kynlíf og kynheilbrigði voru meðal umræðuefna þegar sendinefnd Íslands sat fyrir svörum um framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Fyrirtakan fór fram í Genf sl. föstudag en öll ríki sem aðilar eru að sáttmálanum þurfa að standa gerðum sínum skil frammi fyrir sérfræðinganefnd SÞ sem starfar á grundvelli sáttmálans.

Lesa meira

Nýja varðskipið Þór afhent með viðhöfn í Chile - 24.9.2011

Þór prýddur fánum á afhendingardegi.

Hið nýja varðskip Íslendinga, Þór, var afhent við hátíðlega athöfn í Asmar, skipasmíðastöð sjóhersins í Chile, í gær, 23. september. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins, tóku við skipinu fyrir hönd íslenska ríkisins.

Lesa meira

Umhverfismatsskýrsla við tillögu að samgönguáætlun til umsagnar til 4. nóvember - 23.9.2011

Samgönguráð hefur lokið við drög að tillögu að samgönguáætlun 2011 til 2022 ásamt greinargerð og jafnframt látið vinna mat á umhverfisáhrifum tillögunnar. Umhverfismatsskýrslan er auglýst til kynningar og umsagnar og er unnt að senda ráðuneytinu skriflegar athugasemdir til 4. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Embætti tveggja saksóknara hjá embætti ríkissaksóknara laus til umsóknar - 22.9.2011

Innanríkisráðuneytið auglýsir embætti tveggja saksóknara hjá embætti ríkissaksóknara laus til umsóknar. Miðað er við að innanríkisráðherra skipi í embættin frá og með 1. nóvember 2011.

Lesa meira

Viljayfirlýsing um tíu ára tilraunaverkefni í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu - 22.9.2011

Ögmundur Jónasson og Ásgerður Halldórsdóttir undirrita viljayfirlýsinguna.

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing innanríkisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að vinna að samningi um 10 ára tilraunaverkefni um almenningssamgöngur.

Lesa meira

Drög að frumvörpum til breytinga á fjarskiptalögum til umsagnar - 21.9.2011

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að þremur lagafrumvörpum sem snerta fjarskiptamál. Þeir sem óska geta sent umsagnir sínar á netfangið postur@irr.is fram til 5. október 2011.

Lesa meira

Alþingi samþykkti frumvarp um rýmri reglur um fullnustu refsingar utan fangelsa - 20.9.2011

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fullnustu refsinga, nr. 49/2005 (rafrænt eftirlit, samfélagsþjónusta) var samþykkt á Alþingi 17. september síðastliðinn. Þar er m.a. kveðið á um að fangelsismálastofnun geti leyft fanga að ljúka afplánun utan fangelsis undir rafrænu eftirliti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Auk þess er hækkuð sú hámarksrefsing sem unnt er að fullnusta með samfélagsþjónustu.  Lögin öðlast gildi 1. október 2011.

Lesa meira

Ný lög um breytingu á lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota - 20.9.2011

Með nýjum lögum sem Alþingi hefur samþykkt er gert heimilt að víkja frá því skilyrði að umsókn um bætur vegna tjóns sem leitt verður af broti sem framið var fyrir 1. júlí 1996 skuli hafa borist bótanefnd fyrir 1. júní 1997, ef veigamikil rök mæli með því.

Lesa meira

Auka þarf lýðræði hjá hinu opinbera og í atvinnulífi - 15.9.2011

Umræðuhópar að störfum.

Á síðari hluta ráðstefnu innanríkisráðuneytisins í gær um beint lýðræði og aukna þátttöku íbúa  störfuðu umræðuhópar og ræddu spurninguna um hvernig stuðla mætti að auknu beinu lýðræði og hvernig megi stuðla að aukinni þátttöku fólks. Komu þar fram margar ábendingar um að brýnt væri að koma á auknu lýðræði í sveitarstjórnum, ríki og til dæmis í atvinnulífinu.

Lesa meira

Mikilvægt skref að íbúar geti krafist atkvæðagreiðslu - 14.9.2011

Power to the people söng Léttsveit Reykjavíkur undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur m.a. við upphaf ráðstefnunnar.

Beint lýðræði og aukin þátttaka íbúa er heiti ráðstefnu á vegum innanríkisráðuneytisins sem nú stendur í Ráðhúsinu í Reykjavík. Upphafserindi ráðstefnunnar flutti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Jón Gnarr borgarstjóri fluttu ávörp við setningu hennar.

Lesa meira

Bein útsending á netinu frá ráðstefnu um aukið lýðræði hjá ríki og sveitarfélögum - 14.9.2011

Sent verður beint út á netinu frá ráðstefnu um eflingu lýðræðis hjá ríki og sveitarfélögum sem innanríkisráðuneytið efnir til og hefst útsendingin hefst kl. 10:15. Ráðstefnan fer fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og stendur til kl. 17. Sendir verða út fyrirlestrar til kl. 14.15 en að þeim loknum tekur við vinna í umræðuhópum. Útsending hefst aftur kl. 16.15 þegar kynntar verða niðurstöður og samantekt.

Lesa meira

Bræðratunguvegur formlega opnaður - 10.9.2011

Innanríkisráðherra fagnar opnun Bræðratunguvegar.

Innanríkisráðherra og vegamálastjóri opnuðu formlega í gær hinn nýja Bræðratunguveg með brú yfir Hvítá. Með veginum tengjast Bláskógabyggð og Hrunamannahreppur á nýjan hátt og leiðin milli Reykholts og Flúða styttist um 20 km.

Lesa meira

Skráning stendur yfir á lýðræðisráðstefnuna 14. september - 9.9.2011

Skráning stendur enn yfir á ráðstefnuna Beint lýðræði og aukin þátttaka íbúa sem innanríkisráðuneytið stendur að í samráði við Reykjavíkurborg og fleiri miðvikudaginn 14. september næstkomandi.

Lesa meira

Reglugerðardrög um flugvernd til umsagnar - 6.9.2011

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu reglugerðardrög um flugvernd. Reglugerðina má sjá hér að neðan ásamt nokkrum fylgiskjölum. Óskað er eftir að umsagnir berist ráðuneytinu á netfangið postur@irr.is eigi síðar en mánudaginn 12. september.

Lesa meira

Reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda - 2.9.2011

Innanríkisráðherra hefur gefið út reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda. Reglurnar eru settar á  grundvelli samkomulags ríkis og sveitarfélaga frá 13. maí sl. um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms.

Lesa meira

Próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt - 1.9.2011

Íslenskupróf vegna umsóknar um íslenskan ríkisborgararétt verða næst haldin í desember á vegum Námsmatsstofnunar og er skráning hafin. Prófin verða haldin á höfuðborgarsvæðinu 5.-9. desember og á eftirtöldum stöðum á landsbyggðinni: Akureyri 1. desember, Ísafirði 2. desember og Egilsstöðum 12. desember.

Lesa meira

Ráðstefna um aukið lýðræði 14. september - 31.8.2011

Ráðstefna um aukið lýðræði hjá ríki og sveitarfélögum 14. september 2011.

Efling lýðræðis hjá ríki og sveitarfélögum er umfjöllunarefni ráðstefnu sem innanríkisráðuneytið efnir til 14. september næstkomandi. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig með því að senda póst á netfangið: karitas.bergsdottir@irr.is fyrir 12. september.

Lesa meira

Norrænir samgönguráðherrar funda í Reykjavík - 30.8.2011

Frá fundi norrænna samgönguráðherra í Reykjavík í dag.

Samgönguráðherrar Norðurlandanna og starfsbræður þeirra frá Eystrarsaltsríkjunum sátu fund í Reykjavík í dag þar sem þeir ræddu ýmis sameiginleg samgöngumálefni. Næsti norræni ráðherrafundur verður haldinn í Danmörku.

Lesa meira

Skógur að Fossá í Hvalfirði formlega opnaður - 29.8.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Eiríkur Páll Eiríksson, formaður Fossár, skógræktarfélags, opnuðu skóginnformlega.

Skógurinn að Fossá í Hvalfirði var á laugardag tekinn inn í verkefnið Opinn skógur og opnaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skóginn formlega við athöfn að viðstöddu fjölmenni. Jafnframt var Vigdísarlundur tekinn í notkun sem nefndur er eftir Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.

Lesa meira

Afstaða sveitarstjórnarmanna til sameininga sveitarfélaga könnuð - 26.8.2011

Ögmundur Jónasson ávarpaði ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í dag.

Til stendur að kanna viðhorf sveitarstjórnarmanna og þingmanna til sameiningar sveitarfélaga en slík könnun fór fram árið 2006. Þetta kom fram í ávarpi  Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á ársþingi Samtaka sveitarfélaga í Norðurlandi vestra sem nú stendur og lýkur á morgun.

Lesa meira

Kynningarfundur vegna löggildingarprófs fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur - 26.8.2011

Löggildingarpróf fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur verða haldin í byrjun árs 2012, að undangengnu kynningar- og undirbúningsnámskeiði á vegum Þýðingarseturs Háskóla Íslands.  Lesa meira

Aukin fjárveiting tryggð vegna hælisleitenda - 26.8.2011

Á fundi sínum í morgun ákvað ríkisstjórnin að tillögu innanríkisráðherra að veita aukaframlag til Útlendingastofnunar vegna reksturs miðstöðvar fyrir hælisleitendur. Að óbreyttu hefði stofnunin þurft að segja upp samningi við Reykjanesbæ þar sem miðstöðin er starfrækt.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsótti Fangelsismálastofnun og Hæstarétt - 24.8.2011

Innanríkisráðherra heimsótti Fangelsismálastofnun

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti í dag Fangelsismálastofnun og Hæstarétt ásamt nokkrum fulltrúum innanríkisráðuneytisins. Tóku forráðamenn þeirra á móti ráðherra og fylgdarliði og kynntu starfsemina.

Lesa meira

Skýrsla SÞ um mannréttindamál á Íslandi tekin fyrir í október - 23.8.2011

Umfjöllun um mannréttindamál á Íslandi á vef SÞ.

Staða mannréttindamála á Íslandi verður tekin fyrir á fundi á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf 10.-12. október en samtökin standa nú fyrir úttekt á mannréttindamálum í aðildarríkjum sínum. Skýrsla starfshóps Íslands var send SÞ í síðasta mánuði og mun sendinefnd Íslands svara spurningum um efni hennar á fundinum.

Lesa meira

Hönnunarsamkeppni um fangelsi á Hólmsheiði - 23.8.2011

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að tillögu innanríkisráðherra að hefja byggingu nýs gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsis á Hólmsheiði. Stefnt er að verklokum innan þriggja ára. Kostnaðaráætlun nemur um 2,1 milljarði króna.

Lesa meira

Fjórar umsóknir um setningu í embætti hæstaréttardómara - 16.8.2011

Hæstiréttur Íslands

Fjórir sóttu um setningu í embætti hæstaréttardómara sem auglýst var laus til umsóknar hinn 15. júlí síðastliðinn en umsóknarfrestur var til 8. ágúst. Umsækjendur eru:

Lesa meira

Samráðsfundur um vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum - 11.8.2011

Samráðsfundur um vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hélt í dag fyrsta samráðsfundinn af þremur um leiðarval fyrir framtíðarveg um Gufudalssveit og Múlasveit í Austur-Barðastrandasýslu. Fundinn sátu fulltrúar umhverfisráðuneytis, sveitarfélaganna Reykhólahrepps, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, Fjórðungssambands Vestfirðinga, Náttúrustofu Vestfjarða og Náttúrufræðistofnunar Íslands, auk fulltrúa innanríkisráðuneytisins og Vegagerðarinnar.

Lesa meira

Norrænir ráðherrar sveitarstjórnarmála funda á Íslandi - 4.8.2011

Norrænir sveitarstjórnarráðherrar og fylgdarlið í Vestmannaeyjum í dag.

Norrænir sveitarstjórnarráðherrar halda sinn árlega fund hér á landi þessa dagana. Meginumræðuefni fundarins eru fjármál sveitarfélaga í kjölfar efnahagshrunsins og kynning á ýmsum verkefnum er snúa að auknu lýðræði og íbúaþátttöku. Þetta efni var tekið upp sérstaklega að frumkvæði Íslendinga. Þá er farið yfir nýjungar í norrænni löggjöf í málefnum sveitarfélaga og fjallað um ýmis önnur málefni sveitarstjórnarstigsins.

Lesa meira

Helgi Magnús Gunnarsson skipaður vararíkissaksóknari - 2.8.2011

Innanríkisráðherra hefur skipað Helga Magnús Gunnarsson í embætti vararíkissaksóknara við embætti ríkissaksóknara.

Lesa meira

Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður - 2.8.2011

Nefnd um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður hefur ákveðið að halda námskeið haustið 2011. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira

Hvítbók Evrópusambandsins um samgöngur til skoðunar í EFTA-ríkjunum - 29.7.2011

Hvítbók Evrópusambandsins um samgöngur til skoðunar í EFTA-ríkjunum.

EFTA-ríkin vinna nú sameiginlega að umsögn um Hvítbók Evrópusambandsins um samgöngur og flutninga innan sambandsins. Hægt er að koma á framfæri athugasemdum við drög að umsögn EFTA með því að senda þær á netfangið postur@irr.is fyrir 20. ágúst. nk.

Lesa meira

Öryggisstjórnun vegamannvirkja - 29.7.2011

Drög að reglugerð um öryggisstjórnun vegamannvirkja liggja nú fyrir. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um reglugerðardrögin til og með 19. ágúst nk. á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Umsóknarfrestur um embætti hæstaréttardómara til og með 8. ágúst - 28.7.2011

Hæstiréttur Íslands

Auglýst hefur verið laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt Íslands til setningar meðan á leyfi skipaðs dómara stendur. Miðað er við að sett verði í embættið frá 15. september 2011 til og með 31. desember 2014.

Lesa meira

Fangelsismál verða útkljáð í ágúst - 26.7.2011

Rætt var um framtíðaráform varðandi fangelsismál á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Stefnt hafði verið að því að taka ákvörðun um nýtt fangelsi á fundinum.

Lesa meira

Ráðstefna um beint lýðræði og aukna þátttöku íbúa - 25.7.2011

Innanríkisráðuneytið efnir hinn 14. september næstkomandi til ráðstefnu í Reykjavík um eflingu beins lýðræðis. Nefnd á vegum innanríkisráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu sveitarstjórnarstigsins annast undirbúning og skipulagningu ráðstefnunnar sem ætluð er sveitarstjórnarfólki og öllu áhugafólki um aukið lýðræði hjá ríkisvaldi og á sveitarstjórnarstigi.

Lesa meira

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður 12. október - 25.7.2011

Ákveðið hefur verið að ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði haldinn miðvikudaginn 12. október næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica milli klukkan 17 og 19.

Lesa meira

Flugritar geta ráðið úrslitum við rannsókn flugslysa - 22.7.2011

Philippe Plantin de Hugues segir frá leit að flugvél Air France sem fórst í Atlantshafi í júní 2009.

Flugmálayfirvöld í Frakklandi, rannsóknarnefnd flugslysa þar í landi, Airbus og Air France lögðu í gífurlegan kostnað við leit að flugrita frönsku A330 þotunnar sem fórst yfir Atlantshafi í júní 2009. Fulltrúi í flugslysanefndinni skýrði frá leitinni á fundi sem alþjóðlegur vinnuhópur á vegum ICAO hélt í innanríkisráðuneytinu í vikunni.

Lesa meira

Skýrsla um mannréttindamál á Íslandi send Sameinuðu þjóðunum - 20.7.2011

Skýrsla um stöðu mannréttindamála á Íslandi hefur nú verið send til Sameinuðu þjóðanna en hún er hluti af úttekt SÞ á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum. Skýrslan verður tekin fyrir á fundi hjá vinnuhópi SÞ í Genf í október og munu þá innanríkisráðherra og sérfræðingar ráðuneytisins svara spurningum og athugasemdum.

Lesa meira

Vinnuhópur ICAO fundar á Íslandi um notkun flugrita - 19.7.2011

Starfshópur á vegum ICAO fjallar um notkun flugrita á fundi í innanríkisráðuneytinu.

Vinnuhópur á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO, sem fjallar um notkun og rannsóknir á flugritum í tengslum við flugslys og alvarleg flugatvik, Flight Recorder Panel, heldur fund sinn í innanríkisráðuneytinu í dag og næstu daga. Verkefni hópsins er að fjalla um hvernig nýta má betur flugrita og hvort og hvaða umbætur eru nauðsynlegar á gerð þeirra.

Lesa meira

Fyrstu sölusamningar Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs frágengnir - 19.7.2011

Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sem tók til starfa í ársbyrjun samhliða flutningi á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, hefur gengið frá fyrstu formlegu samningum um sölu á fasteignum sem nýttar eru í þjónustu við fatlað fólk og áður voru í eigu og umsjón Framkvæmdasjóðs fatlaðra.

Lesa meira

Drög að reglum um framlög úr Jöfnunarsjóði til eflingar tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun - 18.7.2011

Drög að reglum innanríkisráðherra um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda liggja nú fyrir. Drögin eru birt hér á vefnum og óskað er eftir að þeir sem málið varðar kynni sér þau. Hægt er að koma á framfæri athugasemdum við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga fyrir 29. júlí næstkomandi. á netfangið postur@irr.is

Lesa meira

Múlakvísl brúuð á 96 klukkustundum - 17.7.2011

Innanríkissráðherra fór yfir bráðabirgðabrúna í ráðherrabílnum áður en umferð var hleypt á.

Bráðabirgðabrúin yfir Múlakvísl var opnuð á hádegi í gær og umferð hleypt á Hringveginn. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði við það tækifæri að starfsmenn Vegagerðinnar hefðu unnið afrek og þakkað þeim og lögreglu, almannavörum og björgunarsveitum sem ferjuðu fólk yfir ána og veittu margvíslega aðstoð.

Lesa meira

Hraðamyndavélar í Bolungarvíkurgöngum og Héðinsfjarðargöngum - 15.7.2011

Hraðamyndavélar eru nú komnar upp í Bolungarvíkurgöngum og Héðinsfjarðargöngum.

Í dag verða teknar í notkun hraðamyndavélar í Bolungarvíkurgöngum og Héðinsfjarðargöngum. Uppsetningin er liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og er tilgangurinn sá að draga úr ökuhraða á og fækka slysum.

Lesa meira

Hlé á ferjuflutningum meðan Múlakvísl er hleypt undir nýju brúna - 15.7.2011

Vatni verður hleypt undir hina nýju bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl klukkan 17 í dag og á meðan verður hlé á flutningum á fólki og bílum yfir ána. Þegar séð verður hvernig áin hagar sér í nýjum farvegi verður nýtt vað útbúið seint í kvöld og flutningar gætu þá hafist á ný.

Lesa meira

Reynt að hleypa umferð á brúna yfir Múlakvísl fyrir miðja næstu viku - 14.7.2011

Brúarsmíðin við Múlakvísl gengur vel

Brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar sem nú vinna hörðum höndum að því að ljúka við smíði brúar yfir Múlakvísl hafa ekki slegið slöku við. Nú er búst við að unnt verði að hleypa umferð á brúna fyrir miðja næstu viku.

Lesa meira

Hringvegur hugsanlega tengdur um miðja næstu viku - 12.7.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi ýmsar aðgerðir sem unnið er að vegna flóðsins í Múlakvísl. Á fund ríkisstjórnar komu Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Jón Bjartmarz, yfirlögegluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Lesa meira

Reynt að ljúka brúarsmíði við Múlakvísl á 10 dögum - 11.7.2011

Reynt verður að ljúka brúargerð á 10 dögum

Vegagerðin stefnir nú að því að ljúka smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl á 10 dögum. Verkið hefur verið skipulagt í þaula og verði engar óvæntar uppákomur á að vera hægt að hleypa umferðinni á í síðari hluta næstu viku.

Lesa meira

Selflutningar yfir Múlakvísl undirbúnir og smíði bráðabirgðabrúar hraðað - 11.7.2011

Viðgerð á Hringveginum við Múlakvísl er hafin.

Vegna yfirlýsingar Samtaka ferðaþjónustunnar og umfjöllunar um að langan tíma taki að koma upp bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Lesa meira

Efni í bráðabirgðabrú ekið að Múlakvísl á morgun - 10.7.2011

Innanríkisráðherra virðir fyrir sér skemmdirnar á brú og vegi við Múlakvísl.

Vegagerðin hóf í dag viðgerð á veginum vestan við Múlakvísl og smíði bráðabirgðabrúar til að koma á vegasambandi um Hringveginn. Á morgun verður byrjað að aka að efni í brúna. Stefnt er að því að opna leiðina undir lok mánaðarins.

Lesa meira

Undirbúningur að smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl hafinn - 9.7.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fór í dag að Múlakvísl skammt austan við Vík þar sem Hringvegurinn er rofinn vegna flóðs í Múlakvísl í nótt. Vegagerðin hefur þegar hafið undirbúning að byggingu bráðabirgðabrúar sem gæti tekið allt að þremur vikum.

Lesa meira

Margt hefur verið gert en mörgu ólokið - 9.7.2011

Vestfjarðavegi verður breytt við Skálanes.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti sér í vikunni vegamál á Vestfjörðum og átti fundi með fulltrúum sveitarstjórna í fjórðungnum. Einnig heimsótti hann lögreglustöðvar á svæðinu og fundaði með sýslumanninum á Ísafirði. Ráðherra segir mörgum stórverkefnum lokið en einnig mörgum ólokið.

Lesa meira

Verið að leita eftir þyrlu til leigu - 8.7.2011

Vegna fréttaflutnings um leigu og skoðanir á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna vill innanríkisráðherra taka eftirfarandi fram:

Lesa meira

Skipar samráðshóp um vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum - 8.7.2011

Vegamálastjóri og innanríkisráðherra skoða veglínur.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ákveðið að skipa samráðshóp sem leggja á fram tillögur um leiðarval fyrir framtíðarveg um Gufudalssveit og Múlasveit í Austur-Barðastrandasýslu. Mun hópurinn hittast snemma í ágúst og er honum ætlað að skila tillögum sem fyrst.

Lesa meira

Framlög til vegamála árið 2011 - 6.7.2011

Vegna umræðu um framlög til vegamála í fjölmiðlum að undanförnu vill innanríkisráðuneytið vekja athygli á greinargerð á vef Vegagerðarinnar þar sem útskýrt er hvernig framlög skiptast á verkefni og framkvæmdir á árinu 2011. Lesa meira

Innanríkisráðherra á ferð um Vestfirði - 6.7.2011

Ráðherra og vegamálastjóri ásamt vegagerðarmönnum á Hólmavík.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er ásamt fylgdarliði frá ráðuneytinu og Vegagerðinni  um þessar mundir á ferð um Vestfirði einkum til að kynna sér stöðu vegamála í fjórðungnum. Ráðherra hittir sveitarstjórnarfólk og starfsmenn Vegagerðar og hefur einnig rætt við lögreglumenn.

Lesa meira

Starfshópur stofnaður um málefni útlendinga utan EES - 4.7.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur sett á fót starfshóp sem fjalla skal um málefni útlendinga utan evrópska efnahagssvæðisins. Í starfshópnum sitja tveir fulltrúar innanríkisráðherra, auk formanns, tveir fulltrúar velferðarráðherra og fulltrúi utanríkisráðherra.

Lesa meira

Breskir þingmenn heimsækja innanríkisráðuneytið - 3.7.2011

Hópur breskra þingmanna hefur verið í heimsókn á Íslandi síðustu daga og gert víðreist. Meðal annars áttu þingmennirnir fund með innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóra fyrir helgina í innanríkisráðuneytinu en fundinn sat einnig Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands í London. Lesa meira

Fimmtíu ára afmælisráðstefna embættis ríkissaksóknara - 1.7.2011

Frá afmælisráðstefnu embættis ríkissaksóknara

Embætti ríkissaksóknara fagnar í dag 50 ára afmæli og var Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra meðal ræðumanna á afmælisráðstefnu embættisins. Fjallað var á ráðstefnunni um þróun ákæruvaldsins, norrænt samstarf og stjórnarskrána.

Lesa meira

Alls eru 44 loftferðasamningar í gildi - 1.7.2011

Fundur með flugrekendum um loftferðasamninga.

Staða loftferðasamninga Íslands við önnur ríki var rædd í vikunni á fundi í innanríkisráðuneytinu og sátu fundinn fulltrúar nokkurra flugrekenda, utanríkisráðuneytisins og Flugmálastjórnar auk fulltrúa innanríkisráðuneytis. Alls hefur Ísland gert 44 loftferðasamninga við erlend ríki.

Lesa meira

Innanríkisráðherra varar við lögbrotum vegna vörslusviptinga - 28.6.2011

Samtök lánþega sendu innanríkisráðuneytinu fyrir nokkru erindi  vegna framkvæmdar við vörslusviptingar fjármögnunarleigufyrirtækja. Að gefnu tilefni vill innanríkisráðherra upplýsa eftirfarandi vegna málsins:

Lesa meira

Þakkað fyrir 40 ára þjónustu - 27.6.2011

Ögmundur Jónasson þakkaði Jónasi Engilbertssyni fyrir 40 ára þjónustu

Ögmundur Jónasson, ráðherra samgöngumála, heiðraði fyrir helgina Jónas Engilbertsson sem ekið hefur strætisvagni í Reykjavík í fjóra áratugi. Einnig var hann heiðraður af Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.

Lesa meira

Kaþólska kirkjan óskaði ekki eftir gögnum - 24.6.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur svarað bréfi lögmanns sem ritaði ráðuneytinu fyrir hönd biskups kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Er í bréfinu leiðréttur misskilningur í bréfi kaþólsku kirkjunnar þess efnis að dregist hafi að senda kirkjunni gögn frá ráðuneytinu og vörðuðu meint gróf lögbrot af hálfu þjóna kirkjunnar og stofnana hennar á skjólstæðingum sínum.

Lesa meira

Telja full rök til að stofna millidómstig - 24.6.2011

Vinnuhópur sem Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra  skipaði í desember síðastliðnum til að skoða hvort setja ætti á fót sérstakt millidómstig í einkamálum og sakamálum hefur skilað niðurstöðum. Telur hópurinn full rök til þess að stofna slíkt millidómstsig.

Lesa meira

Drög að reglugerð um skipulag og úthlutun fjarskiptatíðna - 23.6.2011

Drög að reglugerð um skipulag og úthlutun tíðna liggja nú fyrir í innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir við drögin á netfangið postur@irr.is til 1. ágúst næstkomandi.

Lesa meira

Ræddu aukið samstarf í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi - 21.6.2011

Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna á fundi í Finnlandi 21. júní 2011.
Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna áttu í dag fund í Finnlandi og ræddu meðal annars aukið samstarf í baráttunni gegn skipulagri glæpastarfsemi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sat fundinn ásamt Bryndísi Helgadóttur, skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu.
Lesa meira

Innanríkisráðherra á fundi með norrænum ráðherrum útlendingamála - 15.6.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sat í dag, 15. júní 2011, fund med norrænum ráðherrum útlendingamála í Stokkhólmi. Ýmis málefni  voru rædd á fundinum svo sem málefni fylgdarlausra barna sem sækja um hæli á Norðurlöndunum og staða Grikklands í Dyflinnarsamstarfinu og aðstæður þar.

Lesa meira

Lagafrumvarp um rannsóknarheimildir kynnt í ríkisstjórn - 8.6.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær drög að frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála  um rannsóknarheimildir lögreglu.

Lesa meira

Látinna sjómanna minnst á sjómannadegi - 5.6.2011

Minnst var látinna sjómanna á sjómannadeginum í dag.

Minnst var látinna sjómanna með ýmsum hætti á sjómannadeginum í dag. Af því tilefni var athöfn við minningaröldurnar í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík.

Lesa meira

Gagnleg endurskoðun á stöðu mannréttindamála - 1.6.2011

Ögmundur Jónasson ávarpaði fund um mannréttindamál.

Ýmsar ábendingar og hugmyndir komu fram á fundi á vegum innanríkisráðuneytisins í morgun þar sem rætt var um drög að skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi sem leggja á fyrir Sameinuðu þjóðirnar síðar í sumar. Enn er hægt að koma ábendingum um skýrsludrögin til vinnuhóps á netfangið mannrettindi@irr.is.

Lesa meira

Drög að skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi kynnt - 31.5.2011

Drög að skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi hafa nú verið sett á vef ráðuneytisins til kynningar og athugasemda en skýrslan verður hluti af úttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum. Ráðuneytið hefur einnig boðað til opins morgunverðarfundar í Iðnó miðvikudaginn 1. júní kl. 8.15 til 10 til að kynna drög að skýrslu Íslands.

Lesa meira

Innanríkisráðherra skipar úrskurðarnefnd sanngirnisbóta - 31.5.2011

Úrskurðarnefnd sanngirnisbóta var skipuð hinn 23. maí síðastliðinn en hlutverk hennar er að taka afstöu til krafna um sanngirnisbætur ef þeim kröfum er ekki lokið á grundvelli laga nr. 47/2010.

Lesa meira

Rætt um sóknaráætlanir landshluta og nýjar leiðir í samstarfi ráðuneyta og sveitarfélaga - 30.5.2011

Rætt var um sóknaráætlanir landshluta og nýjar leiðir í samstarfi á fundi í innanríkisráðuneytinu.

Fulltrúar landshlutasamtaka sveitarfélaga, ráðuneyta og fleiri hittust á samráðsfundi síðastliðinn föstudag og fjölluðu um framkvæmd sóknaráætlana landshluta og tengsl þeirra við önnur verkefni sem eru hluti af áætluninni Ísland 20/20. Er þetta í annað sinn sem þessi hópur hittist.

Lesa meira

Morgunverðarfundur um mannréttindaskýrslu - 27.5.2011

Fáni Sameinuðu þjóðanna.

Fjallað verður um drög að skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi á morgunverðarfundi á vegum innanríkisráðuneytisins næstkomandi miðvikudag 1. júní. Fundurinn fer fram í Iðnó í Reykjavík milli kl. 8.15 og 10 og er öllum opinn.

Lesa meira

Nýjar reglur um skil sveitarfélaga á ýmsum upplýsingum um fjármál - 27.5.2011

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út reglugerð og auglýsingu um skil á gögnum til Hagstofu Íslands. Er þar fjallað annars vegar um skil á fjármálaupplýsingum á þriggja mánaða fresti og hins vegar um hvernig sveitarfélög skuli standa að rafrænum skilum úr bókhaldskerfum.

Lesa meira

Verulegur kostnaður verður vegna hreinsunarstarfa - 25.5.2011

Í Hátúni í Landbroti við Kirkjubæjarklaustur sunnudaginn 22. maí 2011.

Á reglulegum fundi í samhæfingarstöð Almannavarna í dag var sem fyrr farið yfir stöðuna vegna eldgossins í Grímsvötnum en þar hefur virkni verið lítil í dag. Fram kom á fundinum að kostnaður við hreinsunarstarf, einkanlega í Skaftárhreppi, verður verulegur.

Lesa meira

Íbúar æðrulausir á öskufallssvæðum - 24.5.2011

Ögmundur Jónasson ræðir við Eygló Kristjánsdóttur sveitarstjóra Skaftárhrepps.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra heimsóttu í dag byggðir í Skaftárhreppi og víðar ásamt nokkrum samstarfsmönnum til að kynna sér áhrif öskufalls þar um slóðir . Ögmundur sagði eftir heimsóknina að áhrifin væru alvarleg en að íbúar væri æðrulausir og biðu þess að ástandið lagaðist.

Lesa meira

Forsætisráðherra og innanríkisráðherra heimsækja áhrifasvæði gossins - 24.5.2011

Mynd tekin í Hátúni í Landbroti við Kirkjubæjarklaustur sunnudaginn 22. maí

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri funduðu í morgun með aðgerðastjórn og almannavarnanefnd á Hellu og fóru yfir stöðu mála vegna eldgossins í Grímsvötnum.

Lesa meira

Samhæfingarstöð almannavarna stýrir aðgerðum vegna eldgossins - 23.5.2011

Fjallað var um eldgosið í Grímsvötnum á aukafundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra reifaði málið og Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, voru einnig á fundinum.

Lesa meira

Skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll auglýstar - 21.5.2011

Innanríkisráðherra hefur sett skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll sem nú eru kynntar. Þær eru til sýnis í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli frá 23. maí. Hagsmunaaðilar geta gert athugasemdir eða komið með ábendingar og skulu þær vera skriflegar og sendast innanríkisráuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík eigi síðar en 21. júní.

Lesa meira

Reglur um sérstakar aðferðir og aðgerðir lögreglu við rannsókn sakamála - 20.5.2011

Settar hafa verið reglur um sérstakar aðferðir og aðgerðir lögreglu við rannsókn sakamála á grundvelli 89. gr. sakamálalaga nr. 88/2008. Reglurnar hafa verið sendar Stjórnartíðindum til birtingar og taka þær gildi 24. maí næstkomandi.

Lesa meira

Starfshópur um strandsiglingar skipaður - 19.5.2011

Innanríkisráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að gera tillögur um hvernig standa megi að því að koma á strandsiglingum að nýju. Mælst er til að starfshópurinn skili niðurstöðum sínum fyrir 1. nóvember 2011.

Lesa meira

Á annað hundrað þátttakenda á samgönguþingi - 19.5.2011

Samgönguþing 2011 í Reykjavík

Vel á annað hundrað manns sitja nú samgöngþing í Reykjavík sem haldið er á vegum samgönguráðs og innanríkisráðuneytisins. Flutt eru erindi um drög að helstu markmiðum samgönguáætlunar 2011 til 2022 en framundan er nú lokahnykkur við gerð tillögu til samgönguáætlunar sem ráðgert er að leggja fyrir Alþingi í haust.

Lesa meira

Fagráð um kynferðisbrot - 19.5.2011

Innanríkisráðherra hefur sett á stofn þriggja manna fagráð sem fjalla skal um ásakanir vegna ofbeldisbrota og kynferðisbrota einkanlega hjá trúfélögum.

Lesa meira

Samgönguþing sent út á netinu - 19.5.2011

Samgönguþing sem haldið verður á Radisson Hótel Sögu í dag, fimmtudag 19. maí kl. 13 til 17, verður sent út á netinu. Þar verður hægt að fylgjast með erindum og umræðum.

Lesa meira

Skýrsla ríkislögreglustjóra um Mark Kennedy - 17.5.2011

Í upphafi þessa árs voru í fjölmiðlum fréttir um að hér á landi hafi starfað á vegum bresku lögreglunnar flugumaður að nafni Mark Kennedy, sem gekk undir nafninu Mark Stone. Kennedy tók þátt í mótmælum grasrótarsamtaka í 22 Evrópulöndum, þar með talið við Kárahnjúka árið 2005, í þeim tilgangi að afla upplýsinga fyrir lögregluna.

Lesa meira

Samkomulag milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms - 13.5.2011

Samkomulag ef eflingu tónlistarnáms undirritað.

Undirritað var í dag samkomulag milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Felur aðkoma ríkisins í sér að framlög til málaflokksins aukast um allt að 250 m.kr. á ári og að sveitarfélögin tryggja að nemendur geti stundað nám sitt án tillits til búsetu.

Lesa meira

Fjölmörg erindi haldin á samgönguþingi 19. maí - 13.5.2011

Á samgönguþingi sem haldið verður í Reykjavík næstkomandi fimmtudag 19. maí verða til umræðu drög að tillögum samgönguráðs að stefnu í samgöngumálum 2011-2022. Fluttar verða kynningar um hin einstöku svið og í lok dagskrár verða pallborðsumræður.

Lesa meira

Grundaskóli áfram leiðtogaskóli í umferðarfræðslu - 12.5.2011

Fulltrúar Grundaskóla á Akranesi og Umferðarstofu skrifuðu í dag undir áframhaldandi samning um umferðarfræðslu í skólum. Grundaskóli hefur með starfi sínu verið öðrum grunnskólum á Íslandi til fyrirmyndar og ráðgjafar á þessu sviði allt frá árinu 2005.

Lesa meira

Áratugur aðgerða til fækkunar umferðarslysum hafinn - 11.5.2011

Áratugur aðgerða í umferðaröryggismálum hefst

Hleypt var af stokkunum í morgun alheimsátakinu áratugur aðgerða til fækkunar á umferðarslysum sem standa á frá 2011 til 2020. Á Íslandi fór atburðurinn fram hjá miðstöð ökukennslu á Kirkjusandi í Reykjavík að viðstöddum forseta Íslands, velferðarráðherra og innanríkisráðherra auk fulltrúa ýmissa aðila sem standa að átakinu.

Lesa meira

Alheimsátaki í umferðaröryggismálum hleypt af stokkunum á morgun - 10.5.2011

Alheimsátaki í umferðaröryggismálum verður hleypt af stokkunum í velflestum aðildarlöndum Sameinuðu þjóðanna á morgun, miðvikudag 11. maí. Á Íslandi fer athöfnin fram hjá miðstöð ökukennslu á Kirkjusandi við Borgartún í Reykjavík að viðstöddum forseta Íslands, innanríkisráðherra og velferðarráðherra sem allir flytja ávarp.

Lesa meira

Óskað umsagna um drög að umfjöllun fyrir skýrslu um mannréttindamál - 9.5.2011

Vinnuhópur á vegum innanríkisráðuneytisins og fleiri ráðuneyta vinnur nú að gerð skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi. Skýrslunni á að skila í sumar og óskar vinnuhópurinn eftir umsögnum um meðfylgjandi drög að umfjöllunarefni skýrslunnar. Óskað er eftir þeim umsögnum eigi síðar en 13. maí á netfangið mannrettindi@irr.is.

Lesa meira

Öryrkjabandalagið hefur snúið samfélaginu til skilnings á skyldum þess - 5.5.2011

Öryrkjabandalagið hefur beitt sér fyrir réttindum félagsmanna sinna, oft í miklum mótvindi og afreksverkið er að snúa öllu samfélaginu til skilnings á eigin skyldum sínum vilji það á annað borð rísa undir sæmdarheitinu mannréttindaþjóðfélag. Í því birtist í hnotskurn réttindabarátta Öryrkjabandalagsins í fimmtíu ár.

Lesa meira

Nýir sendiherrar um samning Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk - 5.5.2011

Sendiherrar SÞ vegna réttinda fatlaðra ræddu við Ögmund Jónasson

Sjö einstaklingar sem sótt hafa námskeiðið ,,sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hittu Ögmund Jónasson innanríkisráðherra í Alþingishúsinu í gær og kynntu honum verkefni sitt. Samningur Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlaða var undirritaður á Íslandi árið 2007 en hefur ekki enn verið lögfestur.

Lesa meira

Ný nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins - 5.5.2011

Nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins tók nýlega til starfa. Innanríkisráðherra ákvað að skipa nefndina til að halda áfram vinnu sem hefur staðið yfir varðandi eflingu sveitarstjórnarstigsins og er áætlað að nefndin ljúki störfum í lok ársins.

Lesa meira

Uppfærðar leiðbeiningar um málskostnað í opinberum málum - 4.5.2011

Leiðbeiningar um málskostnað í opinberum málum hafa nú verið uppfærðar, en þær voru síðast gefnar út árið 2005. Markmið leiðbeininganna er að tryggja að reikningar vegna málskostnaðar í opinberum málum séu rétt bókaðir.

Lesa meira

Starfshópur kirkjunnar og ráðuneytis meti áhrif  niðurskurðar á fjárhag kirkjunnar - 3.5.2011

Prestastefna 2011

Setja á starfshóp kirkjunnar og innanríkisráðuneytisins á laggirnar sem meta á hvaða áhrif niðurskurður hefur haft á starfsemi kirkjunnar og hverjar afleiðingarnar yrðu ef haldið verður áfram á þeirri braut. Þetta kom fram í ávarpi innanríkisráðherra við setningu prestastefnu í kvöld.

Lesa meira

Þrír nýir hæstaréttardómarar skipaðir frá 1. september - 3.5.2011

Forseti Íslands hefur fallist á tillögu innanríkisráðherra um að skipa þau Eirík Tómasson, Gretu Baldursdóttur og Þorgeir Örlygsson í embætti hæstaréttardómara frá og með 1. september næstkomandi.

Lesa meira

Umsögn dómnefndar um embætti þriggja hæstaréttardómara - 2.5.2011

Hæstiréttur Íslands

Dómnefnd sem skipuð var samkvæmt 4. gr. a laga nr. 15/1998 um dómstóla um umsækjendur um embætti hæstaréttardómara skilaði innanríkisráðuneytinu umsögn sinni um hæfni umsækjenda hinn 28. apríl síðastliðinn. Ályktarorð dómnefndar eru eftirfarandi:

Lesa meira

Innanríkisráðherra ræddi launamun, ofbeldi og rannsóknarheimildir - 1.5.2011

Launamunur, ofbeldi og rannsóknarheimildir lögreglu voru meðal umfjöllunarefna Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í ræðu við guðsþjónustu í Neskirkju í morgun þar sem Lögreglukórinn söng. Ráðherra sagði að við ættum að bindast fastmælum um að ,,hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lægstu laun," í stað þess að setja þak á hámarkslaun eða gólf á lægstu laun.

 

Lesa meira

Drög að stefnu í samgöngumálum kynnt á samgönguþingi - 29.4.2011

Drög að tillögum samgönguráðs að stefnu í samgöngumálum 2011-2022 verða til umræðu á samgönguþingi sem haldið verður í Reykjavík fimmtudaginn 19. maí. Þingið verður haldið á Radisson Hótel Sögu og stendur frá kl. 13-17.

Lesa meira

Aukinn rekstrarkostnaður Landhelgisgæslunnar við flutning til Suðurnesja - 27.4.2011

Rekstrarkostnaður Landhelgisgæslu Íslands er talinn aukast um 690 milljónir króna ef aðsetur hennar verður flutt til Suðurnesja. Þetta kemur fram í skýrslu sem innanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn í dag.

Lesa meira

67,5 milljarðar evra í styrki vegna flutninga - 20.4.2011

Nú er unnið að 36 verkefnum á vegum Markó Póló áætlunar Evrópusambandsins sem miðar að því að gera samgöngukerfi Evrópu umhverfisvænna með því að færa flutninga frá mengandi flutningsmátum yfir á þá sem menga minna, einkum skipaflutninga.

Lesa meira

Umsóknarfrestur vegna styrkja til mannréttindamála framlengdur til 27. apríl - 18.4.2011

Umsóknarfrestur vegna styrkja til mannréttindamála hefur verið framlengdur til 27 apríl nk.  Lesa meira

Auglýsing um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 13/2011 - 15.4.2011

Í samræmi við lög um þjóðaratkvæðagreiðslu nr. 91/2010 hefur innanríkisráðuneytið nú auglýst niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór 9. apríl síðastliðinn. Ráðuneytinu ber að auglýsa niðurstöðuna í útvarpi og Lögbirtingablaðinu í kjölfar þess að landskjörstjórn upplýsir ráðuneytið um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.

Lesa meira

Reglum um rekstur og viðhald einkaloftfara verði breytt - 15.4.2011

Einkaflug

Vinnuhópur Flugmálafélags Íslands, Flugmálastjórnar Íslands og innanríkisráðuneytis leggur til að ráðherra og Flugmálastjórn beiti sér fyrir því við Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, að reglum um rekstur og viðhald einkaloftfara verði breytt. Aðilar eru sammála um að reglurnar séu íþyngjandi fyrir einkaflug og að unnt sé að breyta þeim án þess að ógna flugöryggi.

Lesa meira

Innanríkisráðuneytið flytur í Sölvhólsgötu 7 - 14.4.2011

Kort

Vegna flutnings og frágangs í nýju aðsetri innanríkisráðuneytinu að Sölvhólsgötu 7 í dag má búast við truflun á starfsemi ráðuneytisins. Afgreiðslan er þó opin milli kl. 8.30 og 16 og síminn þar er 545 9000.

Lesa meira

Tilraunaverkefni um 10 milljarða framlag til almenningssamgangna á tíu árum - 13.4.2011

Almenningssamgöngur - morgunverðarfundur 13. apríl

Uppi eru hugmyndir um að í tilraunaskyni muni ríkið leggja fram einn milljarð króna á ári í 10 ár til að styrkja almenningssamgöngur á suðvesturhorni landsins. Ætlunin er að fá sveitarfélögin til að leggja einnig fram fjármagn og að með þessu átaki yrði hægt að gera almenningssamgöngur greiðari, hagkvæmari og sjálfbærari.

Lesa meira

Drög að reglugerð um bókhald fjarskiptafyrirtækja til umsagnar - 13.4.2011

Drög að endurskoðaðri reglugerð um bókhald og kostnaðargreiningu í rekstri fjarskiptafyrirtækja liggja nú fyrir. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um reglugerðardrögin til og með 2. maí nk. á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Mælti fyrir frumvarpi um nálgunarbann og brottvísun af heimili - 12.4.2011

Innanríkisráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili en brottvísun af heimili er úrræði sem fram til þessa hefur einungis verið að finna í barnaverndarlögum. Þetta er hliðstætt því sem gerist í nágrannalöndum og hefur verið nefnt austurríska leiðin.

Lesa meira

Mannréttindi fá aukið vægi í innanríkisráðuneytinu - 12.4.2011

Mannréttindamál hafa fengið aukið vægi í innanríkisráðuneytinu en við stofnun þess um áramótin var ákveðið að einn sérfræðingur helgaði sig eingöngu þeim málaflokki. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hefur tekið við þessu sérfræðingsstarfi en hún sinnti áður verkefnum á sviði fjarskiptamála.

Lesa meira

Undanþága vegna ökurita framlengd - 11.4.2011

Innanríkisráðherra hefur skrifað undir breytingu á reglugerð um aksturs- og hvíldatíma ökumanna þess efnis að framlengd verði ótímabundið undanþága frá því að setja ökurita í hópbifreiðir til farþegaflutninga í atvinnuskyni sem skráðar eru fyrir 10 til 17 manns með ökumanni.

Lesa meira

Innanríkisráðuneytið flytur um set í næstu viku - 8.4.2011

Kort

Innanríkisráðuneytið flytur næstkomandi fimmtudag, 14. apríl, í framtíðarhúsnæði við Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík. Afgreiðsla ráðuneytisins verður hins vegar opnuð á nýja staðnum frá og með mánudegi 11. apríl og ef til vill verður ekki unnt að veita fulla þjónustu fyrr en undir hádegi þann dag.

Lesa meira

Vegna umfjöllunar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu - 7.4.2011

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna næstkomandi laugardag 9. apríl vill innanríkisráðuneytið taka fram eftirfarandi:

Lesa meira

Frumvarpi til nýrra sveitarstjórnarlaga dreift á Alþingi - 7.4.2011

Dreift hefur verið á Alþingi frumvarpi til nýrra sveitarstjórnarlaga sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun mæla fyrir á næstunni. Frumvarpið var unnið á síðasta ári af verkefnisstjóra og starfsmönnum sveitarstjórnarráðuneytisins og nefndar sem skipuð var þremur fulltrúum ráðherra og tveimur fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Morgunverðarfundur um almenningssamgöngur - 7.4.2011

Frumvarp til nýrra umferðarlaga er nú til umfjöllunar á Alþingi.

Innanríkisráðuneytið boðar til morgunverðarfundar um almenningssamgöngur miðvikudaginn  13. apríl kl. 8.15 til 10. Fundurinn verður haldinn á Radisson Hótel Sögu í Reykjavík.

Lesa meira

Sigríður J. Friðjónsdóttir skipuð ríkissaksóknari - 4.4.2011

Sigriður J. Friðjónsdóttir skipuð ríkissaksóknari

Innanríkisráðherra skipaði í dag Sigríði J. Friðjónsdóttur vararíkissaksóknara í embætti ríkissaksóknara. Sigríður tekur við embættinu af Valtý Sigurðssyni. Ögmundur Jónasson afhenti Sigríði skipunarbréfið í ráðuneytinu í dag.

Lesa meira

Bygging nýs fangelsins í útboð á vegum ríkisins - 1.4.2011

Bygging nýs fangelsis, sem ráðgert er að bjóða út síðar í mánuðinum, verður í útboði á vegum ríkisins og mun ríkið eiga fangelsið. Ekki er gert ráð fyrir því að bjóðendur eigi bygginguna og leigi hana ríkinu eins og skilja hefur mátt af fréttum í morgun.

Lesa meira

Græni trefillinn fær fjármagn fyrir lokaáfanga verkefnisins - 1.4.2011

Magnús Gunnarsson og Ögmundur Jónasson skrifuðu undir samning og handsöluðu gerðina.

Innanríkisráðherra og formaður Skógræktarfélags Íslands endurnýjuðu í dag samning um verkefni sem kennt hefur verið við ,,Græna trefilinn”. Felur hann í sér að ráðuneytið tryggir fjárframlag sem ásamt mótframlögum nægir til að ná 220 ársverkum við skógrækt en verkefnið hófst árið 2009 og er fjárframlagið alls 200 milljónir króna.

Lesa meira

Ríkisborgararéttur ekki söluvara - 31.3.2011

Vegna umræðu um ríkisborgararétt á Íslandi vill innanríkisráðuneytið ítreka að ríkisborgararéttur er ekki til sölu og engar breytingar hafa verið gerðar á löggjöf sem gefa til kynna að slíkt sé mögulegt.

Lesa meira

Samgönguþing ráðgert í maí - 31.3.2011

Stefnt er að því að tillaga að stefnumótandi tólf ára samgönguáætlun fyrir árin 2011-2022 liggi fyrir í sumar. Samgönguráð hefur umsjón með gerð tillögunnar og leggur hana fyrir innanríkisráðherra til samþykktar að loknu athugasemdaferli umhverfismats.

Lesa meira

Vinnuhópur um úttekt á stöðu mannréttindamála - 30.3.2011

Innanríkisráðherra hefur skipað vinnuhóp til að annast skýrslugerð vegna úttektar á stöðu mannréttindamála hér á landi og tekur hann til starfa á næstunni. Tilefnið er almenn endurskoðun á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Fækkun stöðugilda skilar mestri hagræðingu - 28.3.2011

Fækkun stöðugilda, breyting á fræðslumálum, að ráða ekki í stöður sem losna og minnkun yfirvinnu eru meðal hagræðingaraðgerða sem sveitarfélög landsins grípa til vegna fjárhagserfiðleika við fjárhagsáætlanir fyrir 2011.

Lesa meira

Meðferð mála er varða mannanöfn flutt til Þjóðskrár - 28.3.2011

Samþykkt var í dag á Alþingi breyting á lögum um mannanöfn nr. 45/1996 sem felur í sér að framvegis verði mál er varða mannanöfn afgreidd af Þjóðskrá Íslands en ekki ýmist þar eða hjá ráðuneytinu eins og verið hefur um skeið. Breytingin var samþykkt með 43 atkvæðum en 20 þingmenn voru fjarstaddir.

Lesa meira

Kjörskrár lagðar fram í vikunni - 27.3.2011

Sérprentun laga nr. 13/2011

Kjörskrár vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 9. apríl skulu lagðar fram eigi síðar en 30. mars næstkomandi. Á upplýsingavef innanríkisráðuneytisins kosning.is er fjallað um framkvæmd kosninganna og á morgun hefst dreifing á sérprentun laganna sem kosið verður um.

Lesa meira

Þjóðskrá Íslands hefur opnað upplýsingaveitu fyrir kjósendur um skráningu á kjörskrá - 25.3.2011

Kjósendur geta nú kannað hvar þeir eru á kjörskrá í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl næstkomandi á kosningavef innanríkisráðuneytisins, kosning.is.

Lesa meira

Um 250 manns á íbúafundi um Norðfjarðargöng - 24.3.2011

Fundur um Norðfjarðargöng á Neskaupstað 23.3.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar efndi í gær til íbúafundar í Neskaupstað um Norðfjarðargöng. Sveitarstjórnarmenn og fulltrúar atvinnulífsins ræddu nauðsyn þess að fá Norðfjarðargöng í stað Oddsskarðsganga. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri greindi frá framkvæmdinni og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði ekki spurningu um hvort ráðist yrði í gerð ganganna heldur hvenær.

Lesa meira

Drög að endurskoðaðri reglugerð um ökuskírteini til umsagnar - 24.3.2011

Drög að reglugerð um ökuskírteini eru nú til umsagnar. Þeir sem þess óska geta sent umsagnir sínar á póstfangið postur@irr.is til 6. apríl næstkomandi.

Lesa meira

Mörg sveitarfélög glíma við niðurskurð og hagræðingaraðgerðir - 23.3.2011

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur gefið út skýrslu fyrir árið 2010 en þar er að finna helstu upplýsingar um starfsemi EFS. Þar kemur fram að heildarskuldir A-hluta starfsemi sveitarfélaga hækkuðu úr 105% af heildartekjum á árinu 2007 í 153% árið 2009 eða um 53%. Segir í inngangi skýrslunnar að mörg sveitarfélög glími nú við niðurskurð í rekstrargjöldum og nauðsynlega hagræðingu í rekstri til að ná jöfnuði í afkomu.

Lesa meira

Tvær tillögur um breikkun Suðurlandsvegar - 19.3.2011

Breikkun Suðurlandsvegar - fundur hjá SASS 16.3.

Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi, SASS, efndu í vikunni til fundar á Selfossi um breikkun Suðurlandsvegar með innanríkisráðherra, fulltrúum sveitarfélaga á Suðurlandi, Vegagerðarinnar og þingmönnum. Var hann boðaður í framhaldi af fundi í innanríkisráðuneytinu í byrjun árs og umræðuefnið var tilhögun og fjármögnun á breikkun Suðurlandsvegar.

Lesa meira

Lýðræðinu verði sýnd sú virðing sem því ber - 18.3.2011

Dómstólar og ákæruvaldið vilja að stjórnmálin sýni þeim tilhlýðilega virðingu. En á móti hljótum við, lýðræðislega kjörnir fulltrúar almannasjónarmiða, að ætlast til þess að á okkur sé einnig hlustað, að réttarkerfið sýni lýðræðinu þá  virðingu sem því ber, sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra meðal annars í ávarpi á fundi með ríkissaksóknara og Ákærendafélagi Íslands í dag.

Lesa meira

Endurskoða á löggjöf um ættleiðingar - 16.3.2011

Ættleiðingar á Íslandi voru til umræðu á morgunverðarfundi á vegum innanríkisráðuneytisins.

Nýtt ættleiðingarráð, ný ættleiðingarnefnd, breiðari fagþekking í innanríkisráðuneyti og endurskoðuð verkaskipting stjórnvalda og löggiltra ættleiðingarfélaga er meðal tillagna í skýrslu um ættleiðingar á Íslandi sem kynnt var á morgunverðarfundi á vegum innanríkisráðuneytisins í dag.

Lesa meira

Umsækjendur um þrjú embætti hæstaréttardómara - 16.3.2011

Hæstiréttur Íslands
Átta umsóknir bárust um þrjú embætti dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar vegna tímabundinnar fjölgunar í réttinum, sbr. lög nr. 12/2011. Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst á morgun, 16. mars 2011 - 15.3.2011

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 9. apríl hefst á morgun, miðvikudaginn 16. mars, innan lands og utan. Kjósanda sem ekki getur kosið á kjördag, er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar frá og með þeim degi til kjördags.

Lesa meira

Morgunverðarfundur um ættleiðingar á Íslandi 16. mars - 11.3.2011

Forsíða skýrslu um ættleiðingar á Íslandi.

Innanríkisráðuneytið boðar til opins morgunverðarfundar um ættleiðingar á Íslandi miðvikudaginn 16. mars næstkomandi. Á fundinum verður nýleg skýrsla um löggjöf varðandi ættleiðingar og framkvæmd hennar kynnt og efnt til umræðu um skýrsluna og málaflokkinn í heild sinni.

Lesa meira

Uppgjör á framlagi til sveitarfélaga vegna endurgreiðslu á hækkun tryggingagjalds - 9.3.2011

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 4. mars síðastliðnum  um uppgjör á framlagi vegna endurgreiðslu á hækkun tryggingagjalds á árinu 2010.

Lesa meira

Lúganósamningurinn öðlast gildi gagnvart Íslandi 1. maí 2011 - 9.3.2011

Lúganósamningurinn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum öðlast gildi gagnvart Íslandi þann 1. maí næstkomandi. Ákvæði hans og þeirra þriggja bókana sem honum fylgja öðlast lagagildi hér á landi frá og með þeim tíma, samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Lesa meira

Evrópuþingið samþykkir reglugerð um réttindi farþega í langferðabifreiðum - 8.3.2011

Evrópuþingið samþykkti í síðasta mánuði niðurstöðu í sáttarferli milli fulltrúa þess og ráðherraráðsins um réttindi farþega í langferðabifreiðum. Sáttin sem náðist þann 30. nóvember 2010 var samþykkt af ráðherraráðinu 31. janúar 2011.

Lesa meira

Auglýsing um þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011 - 7.3.2011

Innanríkisráðuneytið hefur birt neðangreinda auglýsingu um þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011.

Lesa meira

Átak í lögreglurannsóknum til að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi - 4.3.2011

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að tillögu innanríkisráðherra að veita fjármunum til tólf mánaða átaks lögreglunnar til að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Átakið á að hefjast þegar í stað og verður 47 milljónum króna veitt til verkefnisins. Reynslan af átakinu verður metin fyrir lok ársins og ákveðið þá hvort halda skuli því áfram.

Lesa meira

Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að héraðsdómslögmaður - 4.3.2011

Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður hefur ákveðið að halda námskeið vorið 2011. 

Lesa meira

Flutningar hjá innanríkisráðuneytinu - 4.3.2011

Um helgina flyst starfsemi innanríkisráðuneytisins frá Hafnarhúsinu að Sölvhólsgötu í Reykjavík. Beðist velvirðingar á þeirri truflun sem verða kann í dag og fram eftir á mánudag vegna þessa. Þeir sem þurfa að ná í starfsmenn í Hafnarhúsi geta komið skilaboðum áleiðis í gegnum afgreiðslu ráðuneytisins í Skuggasundi í síma 545 9000.

Lesa meira

Vísbendingar um að alþjóðlegir glæpahringir séu að skjóta rótum á Íslandi - 3.3.2011

Innanríkisráðherra á blaðamannafundi um skipulagða glæpastarfsemi

Vísbendingar eru um að alþjóðlegir glæpahringir séu að skjóta rótum hérlendis, lögreglan telur að íslenskt vélhjólagengi fái brátt stöðu fullgildrar deildar innan Hells Angels samtakanna og innanríkisráðherra undirbýr frumvarp til að rýmka heimildir lögreglunnar til að til að hefja rannsókn að undangengnum dómsúrskurði á grundvelli gruns um glæpsamlega starfsemi.

Lesa meira

Stemma þarf stigu við skipulagðri glæpastarfsemi - 2.3.2011

Aðgerðir innanríkisráðherra til að sporna við starfsemi skipulagðra glæpasamtaka á Íslandi var umfjöllunarefni umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag. Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hóf umræðuna og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var til andsvara.

Lesa meira

Umsækjendur um embætti ríkissaksóknara - 2.3.2011

Sjö umsóknir bárust um embætti ríkissaksóknara en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar sl. Umsóknirnar verða nú sendar til meðferðar hjá hæfnisnefnd er skal vera ráðherra til fulltingis við undirbúning skipunar í embættið og skila honum rökstuddu og skriflegu mati á hæfni umsækjenda. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. apríl nk. en þá lætur Valtýr Sigurðsson af störfum. Lesa meira

Próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt - 1.3.2011

Íslenskupróf vegna umsóknar um íslenskan ríkisborgararétt verða næst haldin á vegum Námsmatsstofnunar í maí og júní og er skráning hafin. Prófin verða haldin á höfuðborgarsvæðinu 6.-10.júní og á eftirtöldum stöðum á landsbyggðinni: Ísafirði 30. maí, Akureyri 30. maí og Egilsstöðum 1. júní. Lesa meira

Hæfnisnefnd til að fjalla um umsækjendur um embætti ríkissaksóknara - 25.2.2011

Innanríkisráðherra hefur skipað hæfnisnefnd vegna undirbúnings skipunar í embætti ríkissaksóknara.

Lesa meira

Kjördagur ákveðinn 9. apríl - 25.2.2011

Innanríkisráðherra skýrði frá því á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að ákveðið hefði verið að kjördagur þjóðaratkvæðagreiðslu verði 9. apríl næstkomandi.

Lesa meira

Nýskipan rannsókna og saksóknar fjármuna- og efnahagsbrota - 25.2.2011

Innanríkisráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórninni áform sín um sameiningu efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans og embættis sérstaks saksóknara. Er þessi sameining liður í undirbúningi að frekari nýskipan á rannsókn og saksókn fjármuna- og efnahagsbrota.

Lesa meira

Mælt fyrir frumvarpi um ný umferðarlög - 23.2.2011

Frumvarp til nýrra umferðarlaga hefur verið lagt fram á Alþingi.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Er hér um heildarendurskoðun laganna að ræða sem unnið hefur verið að allt frá því seint á árinu 2007. Sagði hann frumvarpið sennilega hafa fengið meiri umfjöllun og undirbúning en flest frumvörp.

Lesa meira

Umræða utan dagskrár á Alþingi um veggjöld og samgönguframkvæmdir - 23.2.2011

Rætt var um samgönguframkvæmdir og veggjöld á Alþingi í dag.

Veggjöld og samgönguframkvæmdir komu til umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi var Jón Gunnarsson, þingmaður í Suðvesturkjördæmi, og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var til svara.

Lesa meira

Ný ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - 21.2.2011

Innanríkisráðherra hefur með tilvísun til 15. gr. laga, nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, skipað ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem starfa skal fram að næstu sveitarstjórnarkosningum.

Lesa meira

Ræddi um vatnsveitur og vatnsauðlindina á aðalfundi Samorku - 18.2.2011

Samorka - aðalfundur 18. febrúar

Vatnsveitur og vatnsauðlindin var umræðuefni Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á aðalfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja í dag. Ráðherra lagði í máli sínu áherslu á að vatnsveitur og vatnsauðlindir yrðu í eiganrhaldi almennings reknar í þágu almannahags.

Lesa meira

Þrjú embætti hæstaréttardómara laus til umsóknar - 18.2.2011

Hæstiréttur Íslands
Innanríkisráðuneytið hefur auglýst laus til umsóknar þrjú embætti dómara við Hæstarétt Íslands í samræmi við lög nr. 12/2011 þar sem m.a. er veitt heimild til að fjölga dómurum tímabundið um þrjá. Lesa meira

Embætti héraðsdómara laust til setningar - 18.2.2011

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst embætti héraðsdómara við héraðsdóm Reykjavíkur laust til setningar í 11 mánuði meðan á leyfi skipaðs dómara stendur.

Lesa meira

Breytt skipan gjaldtöku á sviði flugmála í undirbúningi - 17.2.2011

Frá Keflavíkurflugvelli

Samgöngunefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp um brottfall laga nr. 31./1987 um flugmálaáætlun og fjármöflun til flugmála. Með því er stefnt að samræmingu í gjaldamálum og tekjuöflun á sviði flugmála með hliðsjón af breyttri gjaldastefnu á þessu sviði og í ljósi alþjóðlegra þróunar og skuldbindinga sem leiðir af EES-samningnum.

Lesa meira

Tógó orðið samstarfsríki Íslands á sviði ættleiðinga - 16.2.2011

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út löggildingu fyrir félagið Íslenska ættleiðingu til að annast milligöngu um ættleiðingar frá Tógó. Tógó er fyrsta samstarfsríki Íslands í Afríku á sviði ættleiðinga en bæði ríkin eiga aðild að Haag-samningnum um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingar milli landa.

Lesa meira

Ræddu fyrirkomulag og aukna áherslu á almenningssamgöngur - 16.2.2011

Almenningssamgöngur - fundur 14. febrúar með landshlutasamtökum sveitarfélaga og fleiri aðilum.

Innanríkisráðuneytið boðaði til fundar um almenningssamgöngur  með landshlutasamtökum sveitarfélaga, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Strætó bs. og fleirum 14. febrúar. Tilgangurinn var að leiða saman þá sem sinna almenningssamgöngum og ræða mögulegt samstarf landshlutasamtaka og  Strætó bs.

Lesa meira

Áætluð úthlutun vegna þjónustu við fatlaða 2011 - 15.2.2011

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnendar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 4. febrúar sl. um áætlaða úthlutun almennra framlaga sjóðsins vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2011, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 1066/2010.

Lesa meira

Skyndihjálparmenn heiðraðir á 112-deginum - 14.2.2011

Margir fengu viðurkenningar á 112-deginum

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra tók þátt í 112-deginum síðastliðinn föstudag þegar hann kynnti ásamt Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra frumniðurstöður þjóðfundar um öryggis- og neyðarþjónustu sem haldinn var í tilefni dagsins.

Lesa meira

Leiðrétting vegna umfjöllunar Saving Iceland - 12.2.2011

Í nýbirtri skýrslu náttúruverndarsamtakanna Saving Iceland er að finna ranga staðhæfingu um samskipti innanríkisráðherra og embættis ríkislögreglustjóra. Lesa meira

Embætti ríkissaksóknara auglýst laust til umsóknar - 11.2.2011

Innanríkisráðherra hefur auglýst laust til umsóknar embætti ríkissaksóknara. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. apríl nk., en þá lætur Valtýr Sigurðsson af störfum.

Lesa meira

Fundað með skólamönnum sveitarfélaga - 9.2.2011

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga átti á dögunum árlegan fund með forstöðumönnum skólaskrifstofa og grunnskólafulltrúum sveitarfélaga. Hafa slíkir fundir verið haldnir árlega síðustu árin.

Lesa meira

Liðlega 100 manns á forstöðumannafundi innanríkisráðuneytis - 4.2.2011

Forstöðumannafundur innanríkisráðuneytis 3. febrúar 2011

Ríflega 100 manns sátu fund forstöðumanna stofnana sem heyra undir innanríkisráðuneytið  sem haldinn var í gær en þær eru alls rúmlega 60. Á fundinum var hið nýja ráðuneyti kynnt, nýtt skipurit og skrifstofustjórar ráðuneytisins.

Lesa meira

Fjórir nýir skrifstofustjórar í innanríkisráðuneytinu - 4.2.2011

Fjórir nýir skrifstofustjórar hafa verið skipaðir í innanríkisráðuneytinu til viðbótar þeim tveimur sem skipaðir voru um áramótin þegar ráðuneytið tók til starfa.

Lesa meira

Lengri frestur til athugasemda um drög að frumvarpi til sveitarstjórnarlaga - 1.2.2011

Frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga er enn til umsagnar á vef innanríkisráðuneytisins en auk frumvarpsdraganna er þar nú einnig að finna athugasemdir við þau. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrögin til 8. febrúar næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Rætt um stöðu innanlandsflugs á Alþingi - 31.1.2011

Frá Keflavíkurflugvelli

Fjallað var um stöðu innanlandsflugs í umræðum utan dagskrár á Alþingi í dag.

Málshefjandi var Einar K. Guðfinnsson alþingismaður og til svara var Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.

Lesa meira

Afgreiðsla stefnubirtinga færist til sýslumannsins í Keflavík - 31.1.2011

Innanríkisráðuneytið hefur falið sýslumanninum í Keflavík að sjá um afgreiðslu stefnubirtinga samkvæmt Haag-samningum um birtingar á réttarskjölum og utanréttarskjölum í einkamálum og verslunarmálum frá og með 1. febrúar 2011.

Lesa meira

39 umsækjendur um embætti skrifstofustjóra - 28.1.2011

Alls sóttu 39 um fjögur embætti skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu sem auglýst voru laus til umsóknar 23. desember síðastliðinn. Verið er að vinna úr umsóknunum.

Lesa meira

Innanríkisráðherra ávarpaði ráðstefnu um réttindaskrá Evrópusambandsins - 28.1.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði ráðstefnu um réttindaskrá Evrópusambandsins, sem haldin var af Mannréttindastofnun HÍ, lagadeild HR og Mannréttindaskrifstofu Íslands, í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, 28. janúar.

Lesa meira

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2011 - 28.1.2011

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið og SAFT standa fyrir ráðstefnu um Internetið á alþjóðlega netöryggisdaginn, þann 8. febrúar 2011 á Hilton hóteli, Nordica.

Lesa meira

Greinargerð innanríkisráðherra um framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings - 27.1.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti Alþingi í dag munnlega skýrslu um framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings. Hér að neðan er greinargerð innanríkisráðherra um aðkomu og ákvarðanir dómsmálaráðuneytisins í kosningunum til stjórnlagaþings.

Lesa meira

Innanríkisráðherra ræddi Vaðlaheiðargjöld og veggjöld - 26.1.2011

Fundur á Akureyri um Vaðlaheiðargöng.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra bauð fulltrúum sveitarstjórna innan Eyþings, fulltrúum Greiðrar leiðar og þingmönnum Norðausturkjördæmis á fund á Akureyri til að fjalla um Vaðlaheiðargöng og fjármögnunarleiðir við gerð þeirra.

Lesa meira

Flugvellir í Evrópu telja ekki tímabært að afnema reglur um vökva í handfarangri - 26.1.2011

Nýjar flugverndarreglur taka að óbreyttu gildi 29. apríl. Þær heimila flugfarþegum innan ESB-svæðisins að halda vörum í vökvaformi sem þeir hafa keypt utan ESB-svæðisins eða um borð í vélum sem skráðar eru í ríki utan ESB er þeir halda áfram för sinni innan ESB-svæðisins. Í dag verða skiptifarþegar að láta síkt af hendi áður en haldið er í tengiflug.

Lesa meira

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2011 vegna greiðslu sveitarfélaga á húsaleigubótum - 25.1.2011

Á árinu 2011 áætla sveitarfélögin að heildargreiðslur þeirra á almennum húsaleigubótum nemi um 3.679 milljónum króna. Áætlað er að um 7,4% hækkun verði að ræða á greiðslum bótanna frá fyrra ári.

Lesa meira

Þörf fyrir olíu sem eldsneyti minnki um 40-50% til 2050 - 25.1.2011

Í drögum að hvítbók Evrópusambandsins um hina sameiginlegu samgöngustefnu til 2050 er stefnt að að því að notkun kolefnaeldsneytis sem orkugjafa í samgöngum minnki um 40-50%. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórnin setji á næstunni fram hugmyndir að markmiðum fyrir árið 2030.

Lesa meira

Ný reglugerð um vegabréfsáritanir - 25.1.2011

Innanríkisráðherra hefur sett nýja reglugerð um vegabréfsáritanir með ítarlegum form- og efnisreglum m.a. varðandi umsóknir um vegabréfsáritanir og útgáfu þeirra.

Lesa meira

Ný lög heimila fullgildingu Lúganósamningsins - 21.1.2011

Alþingi samþykkti í gær, 20. janúar 2011, lög um Lúganósamninginn um dómsvald og viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum. Með lögunum er veitt heimild til þess að fullgilda samninginn, sem  undirritaður var af af hálfu íslenska ríkisins 30. október 2007.

Lesa meira

Umsagnarfrestur um drög að frumvarpi til sveitarstjórnarlaga til 23. janúar - 18.1.2011

Umsagnarfrestur um drög að frumvarpi til sveitarstjórnarlaga rennur út 23. janúar næstkomandi. Umsagnir skal senda á netfangið postur@irr.is. Starfshópur skilaði ráðherra frumvarpsdrögunum nýlega og er þar um heildarendurskoðun laganna að ræða.

Lesa meira

Innanríkisráðherra afhent andmæli við veggjöldum - 13.1.2011

Innanríkisráðherra tekur við undirskriftum á vegum FÍB um andmæli við veggjöld.

Forráðamenn Félags íslenskra bifreiðaeigenda afhentu í dag Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra undirskriftir 41 þúsund kosningabærra Íslendinga þar sem andmælt er hugmynd um veggjöld á leiðum til og frá höfuðborginni.

Lesa meira

Beðið svara frá indverskum yfirvöldum - 11.1.2011

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu vill innanríkisráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri: Beðið er eftir viðbrögðum indverskra stjórnvalda við fyrirspurn íslenskra stjórnvalda um forsjá barns sem fæddist á Indlandi í nóvember sl. og Alþingi veitti ríkisborgararétt með lögum í desember. Unnið hefur verið að því í samvinnu við indversk stjórnvöld að varpa ljósi á réttarstöðu barnsins.

Lesa meira

Ungverjaland leggur meðal annars áherslu á samskipta- og samgöngumál - 11.1.2011

Ungverjaland tók við formennsku fyrir næsta hálfa árið í ráðherraráði Evrópusambandsins um síðustu áramót. Ungverjaland leggur áherslu á nokkur mikilvæg samskipta- og samgöngumál í formennskutíð sinni í ESB.

Lesa meira

Breytt fyrirkomulag almenningsamgangna undirbúið - 10.1.2011

Breytt fyrirkomulag skipulags og styrkveitinga almenningssamgangna í landinu er nú í undirbúningi á vegum innanríkisráðuneytisins. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögum verði í auknum mæli falin framkvæmd almenningssamgangna, komið verði upp samgöngumiðstöðvum sem þjóna ákveðnum svæðum og þróað þjónustuborð almenningssamgangna.

Lesa meira

Fundað um veggjöld og framkvæmdir á suðvesturhorni landsins - 6.1.2011

Fundur um veggjaldamál 6. janúar 2011

Ögmundur Jónasson efndi í dag til fundar með sveitarstjórnarmönnum á Suðurlandi og Reykjanesi til að ræða um framkvæmdir á suðvesturhorni landsins og hugsanleg veggjöld. Fundinn sátu einnig þingmenn Suðurkjördæmis og samgöngunefnd Alþingis.

Lesa meira

Ýmsar skýringar á fækkun banaslysa - 6.1.2011

Blaðamannafundur um umferðaröryggismál

Umferðaröryggisráð og innanríkisráðherra boðuðu í dag til blaðamannafundar um umferðaröryggismál. Kom þar fram í máli Ögmundar Jónassonar ráðherra að þrátt fyrir að átta hefðu látist  í banaslysum í umferðinni í fyrra væri það mun færri en látist hefðu mörg árin á undan.

Lesa meira

Nýjar reglugerðir varðandi málefni fatlaðs fólks - 3.1.2011

Ögmundur Jónasson, sem frá áramótum er innanríkisráðherra, setti tvær nýjar reglugerðir fyrir áramót vegna flutnings á málefnum fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Reglugerðirnar tóku gildi 1. janúar.

Lesa meira

Björn L. Bergsson áfram settur ríkissaksóknari í málum er heyra undir sérstakan saksóknara til 1. maí 2011 - 3.1.2011

Björn L. Bergsson hrl. hefur verið settur til að fara áfram með hlutverk og valdheimildir ríkissaksóknara í öllum málum sem sérstakur saksóknari hefur til meðferðar frá og með 1. janúar 2011 og til 1. maí 2011.

Lesa meira