Fréttir innanríkisráðuneytisins 2011-2017

Sýslumanninum í Reykjavík falið að veita leyfi til ættleiðinga - 30.12.2011

Á morgun, gamlársdag, gengur í gildi ný reglugerð innanríkisráðherra um veitingu leyfa til ættleiðinga. Frá og með 1. janúar 2012 verður sýslumanninum í Reykjavík falið að annast veitingu leyfa til ættleiðinga.

Lesa meira

Drög að reglugerðum um tilhögun undirskriftasafnana til umsagnar - 30.12.2011

Til umsagnar eru nú hér á vef innanríkisráðuneytisins drög að tveimur reglugerðum um málsmeðferð vegna undirskriftasafnana, annars vegar vegna óska um borgarafundi og hins vegar vegna óska um almenna atkvæðagreiðslu um einstök mál, sbr. X. kafla nýrra sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Hægt er að senda athugasemdir á netfangið postur@irr.is til og með 16. janúar.

Lesa meira

Stjórnsýsluumdæmum breytt í kjölfar sameiningar sveitarfélaga - 29.12.2011

Í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna Bæjarhrepps og Húnaþings vestra sem tekur gildi 1. janúar 2012 verður breytt stjórnsýsluumdæmum sýslumannsembættanna á Hólmavík og Blönduósi. Er breytingin tilkynnt með breytingu á reglugerð nr. 66/2007 og tekur gildi frá sama tíma.

Lesa meira

Svavar Pálsson skipaður sýslumaður á Húsavík - 29.12.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Svavar Pálsson sýslumann á Húsavík. Þrír sóttu um embættið sem auglýst var laust til umsóknar 14. október síðastliðinn. Skipað er í embættið til fimm ára.

Lesa meira

Heimsótti þjónustumiðstöð hælisleitenda í Reykjanesbæ - 28.12.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti í dag Reykjanesbæ og ræddi við starfsmenn sveitarfélagsins sem annast umsjón með þjónustumiðstöðina FIT við hælisleitendur. Einnig heimsótti hann miðstöðina og ræddi við hælisleitendur.

Lesa meira

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2012 - 22.12.2011

Innanríkisráðherra hefur samþykkt eftirfarandi tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga  frá 14. desember síðastliðinn um áætlaðar úthlutanir framlaga á árinu 2012:

Lesa meira

Jöfnunarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skert hjá tekjuháum sveitarfélögum - 22.12.2011

Innanríkisráðherra hefur samþykkt breytingu á reglugerð nr. 960/2010 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þess efnis að jöfnunarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til þeirra sveitarfélaga sem eru með mögulegar heildarskatttekjur 50% umfram landsmeðaltal verði skert um 50% á árinu 2012.

Lesa meira

Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2011 - 21.12.2011

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 14. desember síðastliðinn um endurskoðun og uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2011. Útgjaldajöfnunarframlög sjóðsins eru 1.000 milljónum króna hærri en áætluð úthlutun var.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um mælitæki til umsagnar - 21.12.2011

Til umsagnar eru nú á vef ráðuneytisins drög að breytingum á reglugerð um mælitæki. Breytingin kemur til vegna nýrrar tilskipunar um mælitæki og snertir skilgreiningu á mestu leyfðu skekkju mælitækja. Umsagnarfrestur er til 28. desember næstkomandi og skulu athugasemdir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Innanríkisráðherra kynnir sér starfsemi Flugsögufélagsins - 21.12.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti aðsetur Íslenska flugsögufélagsins á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Þar tóku á móti honum nokkrir núverandi og fyrrverandi stjórnarmenn og kynntu honum starfsemi félagsins.

Lesa meira

Öryggis gætt í Oddsskarðsgöngum - 19.12.2011

Öryggi í Oddsskarðsgöngum hefur verið til umfjöllunar að undanförnu. Fram hafa komið staðhæfingar um að lífshættulegt sé að fara um göngin meðal annars vegna grjóthruns og hefur verið að staðhæft að hnullungar hafi hrunið úr lofti ganganna sem valdið hafi lífshættu.

Lesa meira

Verkefnið verður áfram að fækka banaslysum - 16.12.2011

Verkefni komandi ára verður að fækka banaslysum og alvarlegum slysum í umferðinni eins og kostur er, en metnaðarfull umferðaröryggisáætlun stjórnvalda er ein af meginforsendum þess að svo megi verða, segir meðal annars í inngangi að skýrslu um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar 2010 sem nýlega er komin út.

Lesa meira

Tólf ára og fjögurra ára samgönguáætlanir lagðar fram - 14.12.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti í dag fjögurra ára og tólf ára samgönguáætlanir sem dreift var á Alþingi í dag. Ráðherra sagði lagðar nýjar áherslur með þessum áætlunum, horft væri á landið sem eina heild við ákvörðun verkefna, lögð væri áhersla á verkefni á þeim landssvæðum sem í dag byggju við lakastar samgöngur og mjög aukin áhersla væri á almenningssamgöngur.

Lesa meira

Mótun landsáætlunar í mannréttindamálum hafin - 12.12.2011

Haldinn var fyrir helgina fyrsti fundur á vegum innanríkisráðuneytisins í röð funda um mannréttindamál. Var þar fjallað um fyrirtöku vegna stöðu mannréttinda á Íslandi hjá mannréttindaráði  Sameinuðu þjóðanna og um samning Evrópuráðsins um bann við kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi Lesa meira

Áætluð úthlutun aukaframlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2011 - 9.12.2011

Innanríkisráðherra hefur gefið út reglur um ráðstöfun 800 m.kr. aukaframlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2011. Reglurnar eru settar  í samáði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Framlög til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts - 9.12.2011

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 6. desember sl. að uppgjöri framlaga til sveitarfélaga á árinu 2011 til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts á grundvelli reglugerðar, nr. 80/2001 með síðari breytingum.

Lesa meira

Útgjaldajöfnunarframlögum úthlutað - 9.12.2011

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 6. desember sl.  um áætlaða heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga á árinu 2012 að fjárhæð 4.750 m.kr., sbr. 13. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010.

Lesa meira

Herjólfur notaður meðan unnið er að framtíðarlausn - 9.12.2011

Fulltrúar innanríkisráðuneytis, Vestmannaeyjabæjar, Vegagerðarinnar og Siglingastofnunar ræddu áfram í vikunni um ýmsa valkosti bæði til skemmri og lengri tíma varðandi siglingar milli Vestmannaeyja og lands. Lesa meira

Embætti forstöðumanns fangelsins á Kvíabryggju laust til umsóknar - 8.12.2011

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti forstöðumanns fangelsisins á Kvíabryggju. Umsóknarfrestur er til 28. desember og skulu umsóknir berast ráðuneytinu í tölvupósti á netfangið postur@irr.is eða skriflega til innanríkisráðuneytis, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík.

Lesa meira

Rannsókn á öryggissveit sendiráðs Bandaríkjanna lokið - 7.12.2011

Ekkert bendir til þess að að starfsmenn öryggissveitar sendiráðs Bandaríkjanna í Reykjavík hafi brotið íslensk lög né að starfsemi sveitarinnar brjóti í bága við þær heimildir sem sendiráðið hefur á grundvelli Vínarsamningsins um stjórnmálasamband ríkja. Þetta er niðurstaða ríkissaksóknara sem tilkynnt hefur verið innanríkisráðuneytinu.

Lesa meira

Niðurstöður í Universal Periodic Review ferli Íslands hjá mannréttindaráði SÞ til umræðu - 7.12.2011

Innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að birta drög að niðurstöðum úr Universal Periodic Review ferli Íslands hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Íslandi.

Lesa meira

Fundaröð innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál hefst föstudaginn 9. desember 2011 - 6.12.2011

Fyrsti fundur í fundaröð innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál verður haldinn í Hörpunni í Reykjavík föstudaginn 9. desember klukkan 11.30 til 14.15. Tilefni þessa fyrsta fundar er alþjóðlegi mannréttindadagurinn, 10. desember, en Sameinuðu þjóðirnar hvetja aðildarlönd til að taka mannréttindamál til sérstakrar umfjöllunar þann dag.

Lesa meira

Sameining Bæjarhrepps og Húnaþings vestra samþykkt í báðum sveitarfélögunum - 5.12.2011

Sameining sveitarfélaganna Bæjarhrepps og Húnaþings vestra var samþykkt af meirihluta þeirra sem kusu í báðum sveitarfélögunum. Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna síðastliðinn laugardag.

Lesa meira

Ný Vestmannaeyjaferja eigi síðar en 2015 - 30.11.2011

Fulltrúar innanríkisráðuneytis, Siglingastofnunar, Vegagerðar og Vestmannaeyjabæjar ræddu um siglingar milli lands og Eyja á fundi í ráðuneytinu í dag. Leitað er framtíðarlausnar á þessum siglingum til að tryggja öruggar ferðir milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja.

Lesa meira

Stefnumótun í mannréttindamálum undirbúin - 29.11.2011

Innanríkisráðuneytið undirbýr nú stefnumótun á sviði mannréttindamála í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Tveir hópar móta stefnuna: Nefnd skipuð fulltrúum fagráðuneytanna sem annist meðal annars úrvinnslu ábendinga í tengslum við fyrirtöku á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og vettvangur sem leiðir saman fulltrúa félagasamtaka, fræðasamfélagsins og stjórnvalda.

Lesa meira

Ráðgert að skerða jöfnunarframlag tekjuhárra sveitarfélaga - 28.11.2011

Fyrirhugaðar eru breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í þá átt að skert verði að fullu jöfnunarframlag til þeirra sveitarfélaga sem hafa heildartekjur sem eru 50% umfram landsmeðaltal. Þeir sem þess óska geta sent athugasemdir og umsagnir sínar vegna breytingarinnar á netfangið postur@irr.is fram til 9. desember 2011.

Lesa meira

Sameiningarkosningar á laugardag - 28.11.2011

Kosningar um sameiningu sveitarfélaganna Bæjarhrepps og Húnaþings vestra fara fram laugardaginn 3. desember næstkomandi. Kjörstaðir verða bæði á Hvammstanga og á Borðeyri.

Lesa meira

Fagnað fimm ára afmæli samstarfsráðs trúfélaga - 25.11.2011

Haldið var upp á fimm ára afmæli samráðsvettvangs trúfélaga í Ráðhúsi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag með dagskrá þar sem flutt voru erindi og ávörp, sungin trúarljóð og kveðnar rímur. Alls eiga 15 trúfélög og hópar aðild að samstarfsráðinu. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var meðal þeirra sem fluttu ávörp en auk hans talaði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,

Lesa meira

Ákvörðun vegna erindis um jarðakaup - 25.11.2011

Innanríkisráðuneytið hefur svarað beiðni Beijing Zhongkun Investment Group frá 31. ágúst um að veitt verði undanþága frá lögum vegna kaupa á hlut í jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum, alls 30.639 hektara landsvæði. Vegna umfjöllunar um málið vill ráðuneytið taka fram eftirfarandi.

Lesa meira

Dómnefnd skipuð vegna hönnunarsamkeppni um fangelsi - 24.11.2011

Innanríkisráðherra hefur skipað dómnefnd vegna hönnunarsamkeppni um nýtt fangelsi sem ráðgert er að reisa á Hólmsheiði í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að tilkynna megi um úrslit samkeppninnar næsta vor.

Lesa meira

Búist við 2,3 milljónum farþega um Keflavíkurflugvöll næsta ár - 24.11.2011

Isavia bauð nýverið nokkrum starfsmönnum innanríkisráðuneytisins sem sinna einkum flugmálum að heimsækja fyrirtækið og fræðast um starfsemina. Forráðamenn Isavia kynntu fyrirtækið sem hefur það megin hlutverk að annast flugumferðarþjónustu á íslenska flugstjórnarsvæðinu og reka flugvelli landsins.

Lesa meira

Minningarathöfn um þá sem farist hafa í umferðarslysum - 21.11.2011

Efnt var til minningarathafnar um þá sem farist hafa í umferðarslysum við Landspítalann í Fossvogi í gær með einnar mínútu þögn. Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1993 tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.

Lesa meira

Ánægja með ýmislegt í framkvæmd barnasáttmála SÞ á Íslandi - 20.11.2011

Niðurstöður barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna á framkvæmdar Íslands á barnasáttmála SÞ voru kynntar fimmtudaginn 17. nóvember. Sendinefnd Íslands sat fyrir svörum á fundi í Genf í lok september og kynnti nefndin undirbúning og framkvæmd fyrirtöku sérfræðinganefndar SÞ auk þess sem hún kynnti helstu niðurstöður barnaréttarnefndarinnar.

Lesa meira

Rafræn tækni í þágu lýðræðis - 17.11.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra situr nú fund um rafræna stjórnsýslu í Poznan í Póllandi. Fundurinn er skipulagður af Evrópusambandinu með aðkomu EES-ríkjanna.

Lesa meira

Drög að reglugerð um sameiginlegar reglur um flugrekstur og flugþjónustu til umsagnar - 17.11.2011

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um sameiginlegar reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þeir sem þess óska geta sent umsagnir sínar á netfangið postur@irr.is fram til 28. nóvember 2011.

Lesa meira

Innanríkisráðherra flutti ávarp á hátíðarsýningu um afleiðingar vímuefnaneyslu - 17.11.2011

Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, ávarpaði gesti í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld  en þá fór fram hátíðarsýning á forvarna- og skemmtifræðsluverkinu Hvað ef? Sýningin er ætluð unglingum og fjallar um afleiðingar áfengis- og vímuefnaneyslu.

Lesa meira

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2012 - 16.11.2011

Innanríkisráðherra hefur samþykkt eftirfarandi tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga  um áætlaðar úthlutanir framlaga á árinu 2012:

Lesa meira

Áætluð úthlutun tekjujöfnunarframlaga á árinu 2011 - 16.11.2011

Innanríkisráðherra  hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 10. nóvember sl. um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga á árinu 2011 á grundvelli 12. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. Áætluð heildarfjárhæð framlaganna nemur um 1.249 milljónum króna.

Lesa meira

Kynning á niðurstöðum barnaréttarnefndar SÞ á stöðu Íslands - 14.11.2011

Niðurstöður barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna vegna framkvæmdar Íslands á barnasáttmála SÞ verða kynntar á morgunverðarfundi næstkomandi fimmtudag 17. nóvember. Fundurinn fer fram á Kornhlöðulofti Lækjarbrekku og mun standa milli klukkan 8.45 og 10.30.

Lesa meira

Innanríkisráðherra ræddi fjármál og stöðu kirkjunnar við upphaf Kirkjuþings - 12.11.2011

Kirkjuþing var sett í morgun í Reykjavík og liggja alls 36 mál fyrir þinginu. Við upphaf þingsins fluttu ræður þau Karl Sigurbjörnsson biskup, Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Sólveig Anna Bóasdóttir, forseti guðfræði- og trúarbragðadeildar HÍ.

Lesa meira

Ný flugvélamyndabók frá Baldri Sveinssyni afhent innanríkisráðuneytinu - 12.11.2011

Baldur Sveinsson hefur gefið út fimmtu flugvélamyndabók sína, þá fjórðu sem hann gefur út sjálfur. Baldur afhenti Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra og ráðuneytinu nýjustu bókina ásamt þeim eldri en allar hafa þær að geyma myndir af íslenskum og erlendum flugvélum.

Lesa meira

Fjölsóttur fundur forstöðumanna stofnana innanríkisráðuneytis - 11.11.2011

Fundur forstöðumanna stofnana innan innanríkisráðuneytið var haldinn í gær í Reykjavík. Komnir voru saman margir forstöðumanna stofnana og dómstóla sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins en slíkir fundir eru haldnir einu sinni til tvisvar á ári.

Lesa meira

Foreldrar nái sátt um forsjá og umgengni - 10.11.2011

Sáttamiðlun sem lausn í forsjár- og umgengnisdeilum var meðal umræðuefna á fundi sem haldinn var í innanríkisráðuneytinu í dag að frumkvæði innanríkisráðherra. Til fundarins voru boðaðir sýslumenn og fulltrúar þeirra en markmiðið var að fjalla um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum og reynslu sýslumanna af því að fást við umgengnis- og forsjármál.

Lesa meira

Vegagerðin kannar láglendisleiðir á sunnanverðum Vestfjörðum - 10.11.2011

Rætt var um vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum í sérstakri umræðu á Alþingi í gær. Minnt var á þau sjónarmið heimamanna að vegur um Gufudalssveit skuli lagður um láglendi og innanríkisráðherra sagði Vegagerðina nú kanna mögulegar leiðir í því sambandi.

Lesa meira

Umsagnarfrestur um fjarskiptaáætlun að renna út - 9.11.2011

Umsagnarfrestur um fjarskiptaáætlun stjórnvalda 2011 til 2022 rennur út á morgun. Þeir sem óska geta sent ábendingar og athugasemdir á netfangið postur@irr.is til miðnættis á morgun.

Lesa meira

Hengibrýr, núllsýn og fjörulíf til umræðu á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar - 7.11.2011

Fjölmörg og fjölbreytt umfjöllunarefni voru á tíundu rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar síðastliðinn föstudag, meðal annars áhrif hita á steinsteypuspennur, ástand kapla í hengibrúm, núllsýn, gæði hjólaleiða, fjörulíf og þveranir fjarða.

Lesa meira

Fundur með fulltrúum þjónustusvæða vegna málafna fatlaðra - 4.11.2011

Á fundi í Þjóðminjasafni Íslands í dag, 4. nóvember, kynnti Sigurður Helgason ráðgjafi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir fulltrúum þjónustusvæða fatlaðra fyrstu niðurstöður varðandi áætluð framlög vegna reksturs á málefnum fatlaðra fyrir árið 2012.

Lesa meira

Stefnt að jöfnun á stöðu lífsskoðunarfélaga og trúfélaga - 4.11.2011

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, afhenti í gær árlega húmanistaviðurkenningu sína. Hana hlaut Páll Óskar Hjálmtýsson sem hefur um árabil barist fyrir mannréttindum samkynhneigðra.

Lesa meira

Lögreglustjórinn á Hvolsvelli og almannavarnanefnd fengu nýsköpunarverðlaun - 3.11.2011

Lögreglustjórinn á Hvolsvelli og almannavarnanefnd umdæmisins hlutu í dag nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri 2011 vegna verkefnisins: Skipulag rýminga vegna jökulhlaupa sem fylgja eldgosum í Kötlu og Eyjafjallajökli. Samstarf íbúa og almannavarnayfirvalda.

Lesa meira

Fjarskiptasjóður fái áfram hlutverk í uppbyggingu fjarskiptainnviða - 2.11.2011

Fjarskiptaáætlanir til fjögurra og tólf ára voru kynntar á fundi sem Skýrslutæknifélag Íslands stóð fyrir í samvinnu við innanríkisráðuneytið. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í ávarpi á fundinum að ætlunin væri að fjarskiptasjóður myndi starfa áfram til að fylgja eftir nýjum verkefnum við uppbyggingu fjarskipta eins og áætlunin gerði ráð fyrir.

Lesa meira

Viðmiðunarfjárhæðir Jöfnunarsjóðs vegna samkomulags um eflingu tónlistarnáms ákveðnar - 2.11.2011

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur birt viðmiðunarfjárhæðir fyrir framlög úr sjóðnum til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda. Greidd verða í dag, 2. nóvember, framlög fyrir fyrstu mánuðina, þ.e. júlí til október 2011.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um kirkjugarða og fleira til umsagnar - 1.11.2011

Drög að lagafrumvarpi til breytinga á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 með síðari breytingum eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Með frumvarpinu er styrkt lagaumgjörð er snertir greftrun, líkbrennslu og fleira. Unnt er að senda umsagnir á netfangið postur@irr.is til 14. nóvember nk.

Lesa meira

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um skráð trúfélög til umsagnar - 1.11.2011

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að lagafrumvarpi um breytingu á lögum um skráð trúfélög, nr. 108/1999. Markmið breytinganna er að jafna stöðu lífsskoðunarfélaga og skráðra trúfélaga og að tryggja jafnrétti foreldra barns við ákvörðun um hvaða skráða trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi barn skuli tilheyra. Unnt er að senda athugasemdir við frumvarpsdrögin á netfangið postur@irr.is til 14. nóvember.

Lesa meira

Samkomulag um rannsóknarverkefni - 31.10.2011

Innanríkisráðuneytið og Háskólinn á Akureyri hafa samið um að HA ráðist í könnun á viðhorfum sveitarstjórnarmanna og alþingismanna til eflingar sveitarstjórnarstigsins og tengdra málefna. Slík könnun var áður gerð árið 2006.

Lesa meira

Innanríkisráðherra á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga - 28.10.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði í morgun ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem stendur yfir í dag og á morgun í Vík í Mýrdal. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður á fundinum rætt um eflingu sveitarstjórnarstigsins á Suðurlandi og sóknaráætlanir landshluta.

Lesa meira

Rík ástæða til að fagna komu Þórs - 27.10.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði ríka ástæðu til að fagna komu hins nýja varðskips Þórs til landsins. Skipið lagðist við Miðbakka í Reykjavík á þriðja tímanum í dag. Ráðherra sagði skipið smíðað og útbúið til að mæta auknum umsvifum á hafinu við Ísland enda ætluðu Íslendingar sér aukið hlutverk á norðurslóðum.

Lesa meira

Aðgangur að starfshópi um Guðmundar- og Geirfinnsmál - 27.10.2011

Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði til að fara ofan í gögn um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur nú tekið til starfa. Í fyrstunni er hópurinn að viða að sér gögnum.

Lesa meira

Drög að reglum um styrki til samgönguleiða til umsagnar - 27.10.2011

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglum um styrki til samgönguleiða. Þeir sem óska geta sent umsagnir sínar á netfangið postur@irr.is fram til 10. nóvember 2011.

Lesa meira

Frumvarp um breytingu á siglingalögum til umsagnar - 26.10.2011

Lagafrumvarp um breytingu á siglingalögum nr. 34/1985 er nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Hægt er að senda inn umsagnir á netfangið postur@irr.is til 9. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Frumvarp um breytingu á lögum um eftirlit með skipum til umsagnar - 26.10.2011

Til umsagnar er nú hjá innanríkisráðuneytinu frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2003 um eftirlit með skipum. Hægt er að senda inn umsögn um frumvarpið á netfangið postur@irr.is til 9. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Lagafrumvarp vegna hækkunar vitagjalds til umsagnar - 26.10.2011

Til umsagna er nú lagafrumvarp vegna breytingar á lögum um vitamál nr. 132/1999. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um lagafrumvarpið á netfangið postur@irr.is til 9. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Drög að nýrri fjarskiptaáætlun til umsagnar - 26.10.2011

Innanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja nýja fjarskiptaáætlun fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi nú í haust. Verkefnið var unnið í innanríkisráðuneytinu með aðkomu Póst- og fjarskiptastofnunar auk vinnuhópa úr stjórnkerfinu í umsjón verkefnisstjórnar um endurskoðun fjarskiptaáætlunar. 

Lesa meira

Breyting á reglugerð um SI-mælieiningar - 26.10.2011

Breyting á reglugerð um mælieiningar er nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu þar sem kveðið er á um að á Íslandi skuli nota svonefnd SI-einingakerfi. Unnt er gera athugasemdir með því að senda þær á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 9. nóvember.

Lesa meira

Ný fjarskiptaáætlun kynnt á hádegisverðarfundi Ský - 26.10.2011

Drög að nýrri fjarskiptaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2011 til 2022 verður kynnt á fundi í Reykjavík næstkomandi miðvikudag, 2. nóvember. Fundurinn er haldinn í samvinnu innanríkisráðuneytisins og Skýrslutæknifélags Íslands á Grand Hóteli við Sigtún og stendur frá kl. 11.50 til 14.

Lesa meira

Svör við spurningum RÚV um Mexíkóferð - 24.10.2011

Ríkisútvarpið óskaði nýlega eftir upplýsingum um för innanríkisráðherra til Mexíkó þar sem hann sótti ráðstefnu um samgöngumál. Spurningar RÚV og svör ráðuneytisins sem voru send útvarpinu í síðustu viku fara hér á eftir:

Lesa meira

Innanríkisráðherra ræddi við breska samráðherra og þingmenn - 24.10.2011

Í síðustu viku átti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fund með ráðherra bresku stjórnarinnar sem fer með landamæravörslu og innflytjendamál, Damien Green. Ráðherrarnir ræddu um landamæravörslu og skipulagða glæpastarfsemi.

Lesa meira

Innanríkisráðherra telur ríkislögreglustjóra hafa farið að lögum en tilefni sé til að skerpa á reglum - 18.10.2011

Innanríkisráðuneytið hefur fjallað um ábendingar Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæslustofnana frá 27. september. Einnig hefur ráðuneytið farið yfir greinargerð frá ríkislögreglustjóra um málið sem óskað var eftir í framhaldi af ábendingum Ríkisendurskoðunar.

Lesa meira

Innanríkisráðherra á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar - 18.10.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er nú á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Ásamt honum sitja fundinn þær Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Bryndís Helgadóttir skrifstofustjóri.

Lesa meira

Innanríkisráðherra fylgjandi stofnun millidómstigs - 14.10.2011

Framtíðarskipan dómstóla var til umfjöllunar á málþingi sem dómstólaráð stóð fyrir í dag í Reykjavík. Í upphafi þingsins flutti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarp og síðan ræddi Gunnar Helgi Kristinsson prófessor um stjórnsýslu dómstólanna. Síðan voru pallborðsumræður og vinnuhópar störfuðu.

Lesa meira

Embætti sýslumannsins á Húsavík laust til umsóknar - 14.10.2011

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst lausa stöðu sýslumannsins á Húsavík. Miðað er við að innanríkisráðherra skipi í embættið frá og með 1. desember næstkomandi til fimm ára. Umsóknarfrestur er til 31. október.

Lesa meira

Framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga um 19,5 milljarðar á síðasta ári - 14.10.2011

Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til sveitarfélaga landsins námu á síðasta ári um 19,5 milljörðum króna. Jöfnunarsjóði hafa verið falin ný verkefni á þessu ári, meðal annars umsjón framlaga vegna málefna fatlaðra sem flutt voru frá ríki til sveitarfélaga.

Lesa meira

Mannréttindi á Íslandi í kastljósi hjá SÞ í Genf - 11.10.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fór fyrir íslenskri sendinefnd sem svaraði fyrir stöðu mannréttindamála á Íslandi hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf mánudaginn 10. október. Sent var beint út frá fundinum á vef SÞ og hófst útsendingin kl. 7 að íslenskum tíma og lauk um kl. 9.30.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsækir sérstakan saksóknara - 11.10.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti nýverið embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kynnti ásamt samstarfsmönnum sínum ráðherra og fylgdarliði starfsemi embættisins og starfsmenn.

Lesa meira

Skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll samþykktar - 10.10.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifaði þann 3. október síðastliðinn undir skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll. Reglurnar eru settar samkvæmt heimild í 59. grein laga um loftferðir nr. 60/1998.

Lesa meira

Benedikt Bogason settur dómari við Hæstarétt Íslands til þriggja ára - 10.10.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur sett Benedikt Bogason dómstjóra í embætti dómara við Hæstarétt Íslands frá og með 1. nóvember 2011 til og með 31. desember 2014.

Lesa meira

Hildur Briem skipuð dómari við héraðsdóm Austurlands - 10.10.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Hildi Briem, aðstoðarmann dómara, í embætti dómara með fast sæti við héraðsdóm Austurlands. Hildur er skipuð í samræmi við mat dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara.

Lesa meira

Mannréttindi á Íslandi til umfjöllunar hjá SÞ í morgun - 10.10.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og sendinefnd frá Íslandi svöruðu fyrir stöðu mannréttindamála á Íslandi hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag, mánudaginn 10. október. Sent var beint út frá fundinum á vef SÞ og hófst útsendingin kl. 7 að íslenskum tíma og lauk um kl. 9.30. Sjá upptöku hér á vef SÞ.

Lesa meira

Fjallað um forsögu og framkvæmd Schengen samningsins - 7.10.2011

Fjallað var um forsögu, umfang og framkvæmd Schengen landamæraeftirlitsins sem Íslendingar gerðust aðiliar að fyrir tíu árum á ráðstefnu á vegum innanríkisráðuneytisins 6. október síðastliðinn. Erindi ráðstefnunnar fjölluðu um framkvæmdina, tollaeftirlit, skipulagða glæpastarfsemi og hlutverk Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Siglt um Landeyjahöfn eins og aðstæður leyfa - 7.10.2011

Í vetur er stefnt að því að sigla í Landeyjahöfn eftir því sem aðstæður leyfa, segir í frétt frá samstarfshópi um málefni siglinga til Vestmannaeyja.

Lesa meira

Innanríkisráðherra skipar starfshóp til að fara yfir Guðmundar- og Geirfinnsmál   - 7.10.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Starfshópurinn skal skila ráðherra áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári.

Lesa meira

Umsögn dómnefndar um setningu í embætti dómara við Hæstarétt Íslands - 6.10.2011

Dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilaði innanríkisráðherra hinn 3. október sl. umsögn sinni um hæfni þeirra sem sóttu um setningu í embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Umsækjendur voru Benedikt Bogason dómstjóri, Guðjón Ólafur Jónsson hæstaréttarlögmaður, Ingimundur Einarsson héraðsdómari og Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri.

Lesa meira

Umsögn dómnefndar um skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Austurlands - 6.10.2011

Dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilaði innanríkisráðherra hinn 3. október sl. umsögn sinni um hæfni þeirra sem sóttu um skipun í embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Austurlands. Umsækjendur voru Hildur Briem, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Austurlands og Hrannar Már Sigurðsson Hafberg, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Lesa meira

Ný sveitarstjórnarlög dæmi um náið samstarf ríkis og sveitarfélaga - 5.10.2011

Reglulegur samráðsfundur fulltrúa ríkis og sveitarfélaga var haldinn í dag hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar kynnti formaður sambandsins stefnumörkun þess fyrir árin 2011 til 2014, innanríkisráðherra ræddi samskipti ríkis og sveitarfélaga og fjármálaráðherra fór yfir þróun opinberra fjármála. Einnig voru rædd efnahagsmál og kjaramál.

Lesa meira

Eftirlitsnefnd kynnir fjármál sveitarfélaga - 29.9.2011

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur unnið upplýsingar úr rafrænum skilum sveitarfélaga á ársreikningum þeirra fyrir árið 2010. Þar kemur fram að heildarskuldir og skuldbindingar A-hluta reikningsskilanna hafa lækkað úr 154% af heildartekjum árið 2009 í 146% á árinu 2010, eða úr 262 milljörðum króna í 254 milljarða.  Heildarskuldir A- og B-hluta, þ.e. samstæðu sveitarfélaga, hafa lækkað á sama tíma úr 269% af heildartekjum í 255%, eða úr 599 milljörðum króna í 586 milljarða.

Lesa meira

Ræddu fjármögnun samgönguverkefna og öryggismál við upphaf ráðstefnu um vegamál - 28.9.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var meðal 30 starfsbræðra sinna frá ýmsum löndum sem tók þátt í umræðufundi samgönguráðherra á alþjóðlegri ráðstefnu um vegamál í Mexíkóborg. Ráðherrann tók þátt í umræðu um fjármögnun vegaframkvæmda en einnig ræddu ráðherrarnir öryggismál og ábyrga þróun vegakerfa með tilliti til umhverfisáhrifa.

Lesa meira

Starfshópi falið að meta gildi fjármálareglna fyrir sveitarfélög - 28.9.2011

Í framhaldi af samþykkt nýrra sveitarstjórnarlaga hefur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipað starfshóp sem meta á gildi fjármálareglna fyrir sveitarfélög, eins og þær hafa verið ákveðnar í nýju lögunum og vera ráðuneytinu til ráðgjafar um mótun nýrrar reglugerðar þar að lútandi.

Lesa meira

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um loftferðir til umsagnar - 26.9.2011

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til breytinga á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum. Þeir sem óska geta sent umsagnir sínar á netfangið postur@irr.is fram til 11. október 2011.

Lesa meira

Fjallað um framkvæmd á barnasáttmála SÞ á Íslandi - 26.9.2011

Viðmót dómstóla gagnvart börnum, áhrif kreppu á réttindi barna, brjóstagjöf og fræðsla um kynlíf og kynheilbrigði voru meðal umræðuefna þegar sendinefnd Íslands sat fyrir svörum um framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Fyrirtakan fór fram í Genf sl. föstudag en öll ríki sem aðilar eru að sáttmálanum þurfa að standa gerðum sínum skil frammi fyrir sérfræðinganefnd SÞ sem starfar á grundvelli sáttmálans.

Lesa meira

Nýja varðskipið Þór afhent með viðhöfn í Chile - 24.9.2011

Hið nýja varðskip Íslendinga, Þór, var afhent við hátíðlega athöfn í Asmar, skipasmíðastöð sjóhersins í Chile, í gær, 23. september. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins, tóku við skipinu fyrir hönd íslenska ríkisins.

Lesa meira

Umhverfismatsskýrsla við tillögu að samgönguáætlun til umsagnar til 4. nóvember - 23.9.2011

Samgönguráð hefur lokið við drög að tillögu að samgönguáætlun 2011 til 2022 ásamt greinargerð og jafnframt látið vinna mat á umhverfisáhrifum tillögunnar. Umhverfismatsskýrslan er auglýst til kynningar og umsagnar og er unnt að senda ráðuneytinu skriflegar athugasemdir til 4. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Embætti tveggja saksóknara hjá embætti ríkissaksóknara laus til umsóknar - 22.9.2011

Innanríkisráðuneytið auglýsir embætti tveggja saksóknara hjá embætti ríkissaksóknara laus til umsóknar. Miðað er við að innanríkisráðherra skipi í embættin frá og með 1. nóvember 2011.

Lesa meira

Viljayfirlýsing um tíu ára tilraunaverkefni í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu - 22.9.2011

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing innanríkisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að vinna að samningi um 10 ára tilraunaverkefni um almenningssamgöngur.

Lesa meira

Drög að frumvörpum til breytinga á fjarskiptalögum til umsagnar - 21.9.2011

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að þremur lagafrumvörpum sem snerta fjarskiptamál. Þeir sem óska geta sent umsagnir sínar á netfangið postur@irr.is fram til 5. október 2011.

Lesa meira

Alþingi samþykkti frumvarp um rýmri reglur um fullnustu refsingar utan fangelsa - 20.9.2011

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fullnustu refsinga, nr. 49/2005 (rafrænt eftirlit, samfélagsþjónusta) var samþykkt á Alþingi 17. september síðastliðinn. Þar er m.a. kveðið á um að fangelsismálastofnun geti leyft fanga að ljúka afplánun utan fangelsis undir rafrænu eftirliti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Auk þess er hækkuð sú hámarksrefsing sem unnt er að fullnusta með samfélagsþjónustu.  Lögin öðlast gildi 1. október 2011.

Lesa meira

Ný lög um breytingu á lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota - 20.9.2011

Með nýjum lögum sem Alþingi hefur samþykkt er gert heimilt að víkja frá því skilyrði að umsókn um bætur vegna tjóns sem leitt verður af broti sem framið var fyrir 1. júlí 1996 skuli hafa borist bótanefnd fyrir 1. júní 1997, ef veigamikil rök mæli með því.

Lesa meira

Auka þarf lýðræði hjá hinu opinbera og í atvinnulífi - 15.9.2011

Á síðari hluta ráðstefnu innanríkisráðuneytisins í gær um beint lýðræði og aukna þátttöku íbúa  störfuðu umræðuhópar og ræddu spurninguna um hvernig stuðla mætti að auknu beinu lýðræði og hvernig megi stuðla að aukinni þátttöku fólks. Komu þar fram margar ábendingar um að brýnt væri að koma á auknu lýðræði í sveitarstjórnum, ríki og til dæmis í atvinnulífinu.

Lesa meira

Mikilvægt skref að íbúar geti krafist atkvæðagreiðslu - 14.9.2011

Beint lýðræði og aukin þátttaka íbúa er heiti ráðstefnu á vegum innanríkisráðuneytisins sem nú stendur í Ráðhúsinu í Reykjavík. Upphafserindi ráðstefnunnar flutti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Jón Gnarr borgarstjóri fluttu ávörp við setningu hennar.

Lesa meira

Bein útsending á netinu frá ráðstefnu um aukið lýðræði hjá ríki og sveitarfélögum - 14.9.2011

Sent verður beint út á netinu frá ráðstefnu um eflingu lýðræðis hjá ríki og sveitarfélögum sem innanríkisráðuneytið efnir til og hefst útsendingin hefst kl. 10:15. Ráðstefnan fer fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og stendur til kl. 17. Sendir verða út fyrirlestrar til kl. 14.15 en að þeim loknum tekur við vinna í umræðuhópum. Útsending hefst aftur kl. 16.15 þegar kynntar verða niðurstöður og samantekt.

Lesa meira

Bræðratunguvegur formlega opnaður - 10.9.2011

Innanríkisráðherra og vegamálastjóri opnuðu formlega í gær hinn nýja Bræðratunguveg með brú yfir Hvítá. Með veginum tengjast Bláskógabyggð og Hrunamannahreppur á nýjan hátt og leiðin milli Reykholts og Flúða styttist um 20 km.

Lesa meira

Skráning stendur yfir á lýðræðisráðstefnuna 14. september - 9.9.2011

Skráning stendur enn yfir á ráðstefnuna Beint lýðræði og aukin þátttaka íbúa sem innanríkisráðuneytið stendur að í samráði við Reykjavíkurborg og fleiri miðvikudaginn 14. september næstkomandi.

Lesa meira