Fréttir

Fyrirsagnalisti

Samstarfshópur um netöryggi stofnaður - 23.2.2017

Fjölmargir sátu ráðstefnu um netöryggi og stofnfund samstarfshóps um netöryggi.

Stofnfundur samstarfshóps um netöryggi var haldinn 20. febrúar í Reykjavík samhliða ráðstefnu um netöryggismál en netöryggisráð sem skipað var á grunni stefnu innanríkisráðherra um net- og upplýsingaöryggi hefur undirbúið stofnun hópsins. Í samstarfshópi um netöryggi sitja fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila auk fulltrúa í netöryggisráði.

Lesa meira

Undirritaði yfirlýsingu Evrópuríkja um samgöngur og loftslagsbreytingar - 22.2.2017

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd Íslands.

Samgönguráðherrar aðildarríkja samgöngunefndar Efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu, UNECE, fögnuðu 70 ára afmæli nefndarinnar á fundi í Genf í vikunni. Af þessu tilefni undirrituðu ráðherrarnir yfirlýsinguna Embracing the new era for sustainable inland transport and mobility sem fjallar um samgöngur og áherslur í umhverfismálum og umferðaröryggi.

Lesa meira

Dómsmálaráðherra heimsótti Útlendingastofnun - 21.2.2017

Sigríður Á. Andersen og Kristín Völundardóttir.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra heimsótti Útlendingastofnun í Skógarhlíð í Reykjavík á dögunum og kynnti sér starfsemi hennar. Jafnframt heimsótti hún móttöku- og greiningarmiðstöð fyrir hælisleitendur við Bæjarhraun í Hafnarfirði.

Lesa meira

Niðurstaða styrkúthlutunar vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 - 17.2.2017

Eftirtalin 24 sveitarfélög hafa staðfest formlega að þau vilji ganga til samninga við fjarskiptasjóð um ráðstöfun á tilgreindum styrk til lagningar á ljósleiðarakerfum. Stefnt er að undirritun samninga við fyrstu hentugleika.

Lesa meira

Lokað vegna jarðarfarar - 17.2.2017

Innanríkisráðuneytið verður lokað í dag, föstudaginn 17. febrúar, frá klukkan 12.00 vegna jarðarfarar Ólafar Nordal, fyrrverandi innanríkisráðherra.

Drög að reglugerðum um vegabréfsáritanir og um för yfir landamæri til umsagnar - 15.2.2017

Drög að reglugerðum um vegabréfsáritanir og um för yfir landamæri sem settar eru á grundvelli nýrra laga um útlendinga sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn eru nú til umsagnar á vef ráðuneytisins. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 28. febrúar næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að breyttum reglum um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa til umsagnar - 15.2.2017

Drög að breytingum á reglum um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 28. febrúar næstkomandi og skal senda þær á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Skipar starfshóp til að kanna framkvæmdir við stofnleiðir og mögulega fjármögnun - 15.2.2017

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur skipað starfshóp til að kanna hvernig hátta megi umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu. Markmið verkefnisins er að bæta stofnleiðir út frá höfuðborginni, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg, svo og Reykjanesbraut. Jafnframt er hópnum falið að setja fram tillögur um fjármögnun framkvæmdanna, til dæmis með veggjaldi.

Lesa meira

Drög að reglum um nefnd um eftirlit með störfum lögreglu til umsagnar - 13.2.2017

Drög að reglum um nefnd um eftirlit með störfum lögreglu eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 24. febrúar næstkomandi og skal senda þær á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Einn-einn-tveir dagurinn haldinn í þrettánda sinn - 11.2.2017

Fjölmörg börn fengu verðlaun í eldvarnargetraun sem afhent voru í dag.

Einn-einn-tveir dagurinn var haldinn hátíðlegur í 13. sinn í dag og var dagskrá fjölbreytt og sýnd margs konar tæki og búnaður björgunar- og viðbragðsaðila við Hörpuna í Reykjavík. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra flutti ávarp við athöfn þar sem afhent voru verðlaun fyrir eldvarnargetraun og skyndihjálparmaður Rauða krossins var útnefndur sem er Unnur Lísa Schram.

Lesa meira

Fimmtán embætti dómara við Landsrétt auglýst laus til umsóknar - 10.2.2017

Auglýsing um  embætti dómara við Landsrétt

Innanríkisráðuneytið auglýsir laus til umsóknar embætti 15 dómara við Landsrétt. Landsréttur tekur til starfa 10. janúar 2018 á grundvelli laga um dómstóla sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor. Umsóknarfrestur umembættin er til og með 28. febrúar næstkomandi.

Lesa meira

Drög að reglugerð um fjarstýrð loftför til umsagnar - 10.2.2017

Drög að reglugerð um notkun og starfrækslu fjarstýrðra loftfara (dróna) eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnir má senda ráðuneytinu á netfangið postur@irr.is til og með 27. febrúar næstkomandi.

Lesa meira