Fréttir

Fyrirsagnalisti

Sendiherra Makedóníu ræddi við dómsmálaráðherra - 18.1.2017

Fulltrúar Makedóníu ræddu við dómsmálaráðherra í dag.

Fulltrúar stjórnvalda í Makedóníu áttu í dag fund með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra ásamt fulltrúum Útlendingastofnunar og sérfræðingum ráðuneytisins til að ræða aukningu á umsóknum um vernd hér á landi frá makedónískum ríkisborgurum. Fyrr í dag áttu þeir fund með fulltrúum utanríkisráðuneytisins.

Lesa meira

Laufey Rún Ketilsdóttir ráðin aðstoðarmaður dómsmálaráðherra - 18.1.2017

Laufey Rún Ketilsdóttir er aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.

Laufey Rún Ketilsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Laufey Rún hefur þegar hafið störf.

Lesa meira

Samið um smíði ferju til siglinga í Landeyjahöfn - 17.1.2017

Vegamálastjóri og fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar skrifa hér undir samninginn.

Skrifað var í dag undir samninga um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju við pólsku skipasmíðastöðina Crist í húsnæði Vegagerðarinnar. Gert er ráð fyrir að ferjan geti hafið siglingar uppúr miðju ári 2018. Undir samninginn skrifuðu fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar, Vegagerðarinnar, Vestmannaeyjabæjar, Ríkiskaupa og innanríkisráðuneytis.

Lesa meira

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir ráðin aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra - 16.1.2017

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vigdís Ósk mun hefja störf á næstu dögum en hún hefur starfað sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Fulltrúar yfirvalda Tógó og Íslands ræddu um ættleiðingar - 16.1.2017

Fulltrúar Tógó og Íslands ræddu ættleiðingarmál.

Innanríkisráðuneytið og Íslensk ættleiðing tóku á dögunum á móti fulltrúum ættleiðingaryfirvalda frá Tógó sem heimsótti Ísland í nokkra daga. Átti sendinefndin fundi með ráðuneytinu, fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og stjórn og starfsfólki Íslenskrar ættleiðingar.

Lesa meira

Ísland ljóstengt 2017 – niðurstaða A hluta umsóknarferlis - 13.1.2017

Umsóknarferli fjarskiptasjóðs vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 sem nú stendur yfir skiptist í A og B hluta. A hlutinn er nokkurs konar forval og er þeim hluta lokið en B hlutinn eru skil á  eiginlegum styrkbeiðnum sem nú fer í hönd.

Lesa meira

Tveir ráðherrar í innanríkisráðuneyti - 11.1.2017

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Tveir ráðherrar verða í innanríkisráðuneytinu í nýrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem tók við í dag: Jón Gunnarsson er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherra. Eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum tóku þau bæði við lyklum að innanríkisráðuneytinu nú síðdegis hjá fráfarandi innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal.

Lesa meira

Samið um árangursstjórnun við sýslumann í Vestmannaeyjum - 10.1.2017

Lára Huld Guðjónsdóttir sýslumaður og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri skrifuðu undir samninginn.

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum og innanríkisráðuneytið hafa gert með sér árangursstjórnunarsamning en tilgangur hans er að festa í sessi ákveðið samskiptaferli milli aðila. Þá á samningurinn að skerpa áherslur um stefnumótun, framkvæmd verkefna, áætlanagerð og leggja grunn að mati á árangri af starfsemi embættisins.

Lesa meira

Drög að reglugerð um mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu til umsagnar - 9.1.2017

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að reglugerð um mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu sem starfrækt er af embætti ríkislögreglustjóra. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 20. janúar næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Greiðsla húsaleigubóta færist frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga - 5.1.2017

Greiða húsaleigubóta hefur nú færst frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í samræmi við lög um húsnæðisbætur sem Alþingi samþykkti vorið 2016 og tóku gildi um áramótin. Á sama tíma falla úr gildi lög um húsaleigubætur og hlutverk sveitarfélaganna varðandi stuðning til leigjenda og flyst verkefnið til nýstofnaðrar Greiðslustofu húsnæðisbóta.

Lesa meira

Endanleg framlög Jöfnunarsjóðs á tekjutapi vegna fasteignaskatts, tekjujöfnunar og útgjaldajöfnunar - 30.12.2016

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun framlaga vegna tekjutaps fasteignaskatts, tekjujöfnunarframlags og útgjaldajöfnunarframlags.

Lesa meira

Vegna umfjöllunar um lokun flugbrautar 06-24 á Reykjavíkurflugvelli - 30.12.2016

Vegna fréttaflutnings af lokun flugbrautar 06-24 á Reykjavíkurflugvelli og umfjöllunar í fjölmiðlum um mögulega notkun hennar vegna sjúkraflugs þrátt fyrir lokun vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Lesa meira