Fréttir innanríkisráðuneytisins 2011-2017

Stofnun stýrihóps um mannréttindi undirbúin - 26.4.2017

Innanríkisráðuneytið undirbýr nú skipun stýrihóps Stjórnarráðsins um mannréttindi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið á ríkisstjórnarfundi í gær. Þá upplýsti ráðherra einnig að lokið væri allsherjarúttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála á Íslandi og er það í annað sinn sem slík úttekt fer fram hér á landi.

Lesa meira

Tólf umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis - 26.4.2017

Tólf umsóknir bárust um embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis sem auglýst var laust til umsóknar 10. apríl síðastliðinn. Dómsmálaráðherra hefur skipað þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda í samræmi við lög um Stjórnarráð Íslands.

Lesa meira

Tók þátt í ráðherrafundi um tölvuvæðingu - 26.4.2017

Fundur ráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem hafa tölvu- og netvæðingu á sinni könnu fór fram í Osló í vikunni og tók Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þátt í fundinum. Ræddi hann meðal annars um þátt tölvuvæðingar í þróun og breytingum á vinnumarkaði og hversu brýnt væri að menntakerfið fylgdi samfélagsþróuninni.

Lesa meira

Illugi Gunnarsson verður formaður stjórnar Byggðastofnunar - 25.4.2017

Ársfundur Byggðastofnunar er  haldinn í dag í Skagafirði og var tilkynnt um nýja stjórn stofnunarinnar á fundinum. Formaður hennar er Illugi Gunnarsson. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, flutti ávarp í upphafi fundar í fjarveru Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira