Fréttir

Fyrirsagnalisti

Sveitarfélög verði studd betur til sameininga - 24.3.2017

Frá landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Uppbygging innviða, aukinn hvati til sameiningar sveitarfélaga, fjölbreyttari leiðir til að fjármagna samgönguframkvæmdir, ákvörðun ríkisstjórnarinnar í dag um 1.200 milljóna króna viðbótarframlag til vegaframkvæmda á árinu og uppskipting innanríkisráðuneytis voru meðal umræðuefna í ræðu Jóns Gunnarssonar, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra á landsþingsi Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag.

Lesa meira

Endurnýjuðu yfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess - 24.3.2017

Samstarfsyfirlýsingunni fagnað.

Mennta- og menningarmálaráðherra, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Með henni eru ráðherrarnir að staðfesta framhald á vinnu samkvæmt áætlun um margs konar aðgerðir gegn ofbeldi sem hófst árið 2014.

Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir 1.200 milljóna króna viðbótarframlag til vegamála - 24.3.2017

Jón Gunnarsson greindi frá auknum fjárveitingum til vegamála eftir ríkisstjórnarfund í dag.

Ríkisstjórnin hefur samþykkt aukafjárveitingu til vegaframkvæmda að upphæð 1.200 milljónir króna á árinu. Ríkisstjórnin fól fyrr í mánuðinum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram tillögur um hvaða brýnu framkvæmdir þyrfti að ráðast í og kostnað við þær og var tillaga þeirra samþykkt á ríkisstjórnarfundinum í dag.

Lesa meira

Gunnar Örn Jónsson skipaður í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra - 22.3.2017

Sigríður Á. Andersen skipaði í dag Gunnar Örn Jónsson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 1. apríl næstkomandi og afhenti hún honum skipunarbréf í dag. Embættið var auglýst í janúar og rann umsóknarfrestur út 30. janúar. Níu manns sóttu um embættið og ein umsókn til viðbótar var dregin tilbaka.

Lesa meira

Drög að breytingum á almennum hegningarlögum vegna mútubrota til umsagnar - 17.3.2017

Drög að frumvarpi til breytinga á ákvæðum almennra hegningalaga um mútubrot eru nú til umsagnar á vef innanríkisráðuneytisins. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 31. mars næstkomandi og skulu þær sendar á póstfangið postur@irr.is

Lesa meira

Dómsmálaráðherra heimsótti Rauða krossinn - 16.3.2017

Forráðamenn og nokkrir starfsmenn Rauða krossins tóku á móti ráðherra og fylgdarliði.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra heimsótti í gær Rauða krossinn á Íslandi í aðalstöðvar samtakanna við Efstaleiti í Reykjavík. Sveinn Kristinsson formaður og Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri tóku á móti ráðherra og fylgdarliði og kynntu henni starfsemina.

Lesa meira

Vistheimilanefnd skilar viðbótarskýrslu - 15.3.2017

Visheimilanefnd hefur skilað dómsmálaráðherra viðbótarskýrslu vegna vistunar barna á Kópavogshæli. Nefndin skilaði  dómsmálaráðherra þann 7. febrúar 2017 skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli í samræmi við lög nr. 26/2007 og erindisbréf forsætisráðherra.

Lesa meira

Kynnt drög að breytingum á lögum um ríkisborgararétt - 15.3.2017

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952, eru nú til kynningar á vef innanríksráðuneytisins. Unnt er að senda ráðuneytinu ábendingar eða spurningar og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Mikilvægt og krefjandi starf sem kallar á síaukna sérhæfingu - 15.3.2017

Frá ráðstefnu um slys og álag á lögreglu.

Álag og fjölgun slysa, vinnuslys hjá lögreglunni og fleira var umræðuefni ráðstefnu Vinnueftirlits ríkisins og nokkurra samstarfsaðila, sem haldin var í gær. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, flutti ávarp við setningu ráðstefnunnar og sagði hún brýnt að taka alvarlega ábendingar um aukið álag og slys meðal lögreglumanna.

Lesa meira

Heimsótti Póst- og fjarskiptastofnun og Samgöngustofu - 14.3.2017

Jón Gunnarsson kynnti sér starfsemi Samgöngustofu.

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heimsótti í dag Póst- og fjarskiptastofnun og Samgöngustofu. Starfsemin var kynnt fyrir ráðherra og fylgdarliði og hann heilsaði uppá starfsmenn.

Lesa meira

Dómsmálaráðherra heimsótti embætti héraðssaksóknara - 10.3.2017

Dómsmálaráðherra heimsótti héraðssaksóknara á dögunum.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra heimsótti embætti héraðssaksóknara í vikunni. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari tók á móti ráðherra og fylgdarliði ásamt nokkrum samstarfsmönnum sínum og kynntu þau ráðherra starfsemina.

Lesa meira

Samningur við Reykjavíkurborg um þjónustu við umsækjendur um vernd - 9.3.2017

Sigríður Á. Andersen, Dagur B. Eggertsson og Kristín Völundardóttir skrifuðu undir samninginn.

Dómsmálaráðherra, borgarstjóri og forstjóri Útlendingastofnunar undirrituðu í dag samning um þjónustu Reykjavíkurborgar við 200 umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi. Þar með var framlengdur samningur sem kvað á um þjónustu við allt að 90 einstaklinga.

Lesa meira