Hoppa yfir valmynd
19. september 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Belgíumaðurinn Hans Kluge kjörinn framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu WHO

Dr. Hans Kluge frá Belgíu hefur verið kjörinn framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Kluge tekur við embættinu 1. febrúar 2020 þegar fráfarandi framkvæmdastjóri Zsuzsanna Jakab lætur af störfum.

Sex voru í framboði til embættisins. Hin þjóðlöndin sem buðu fram fulltrúa voru Armenía, Austurríki, Búlgaría, Georgía og Tyrkland en fulltrúi Belgíu varð sem fyrr segir hlutskarpastur og hlaut meiri hluta greiddra atkvæða. Kjörið fór fram á 69. þingi Evrópuskrifstofu WHO sem fram fór í Kaupmannahöfn í vikunni.

Í ávarpi eftir kjörið gerði Kluge heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun að umtalsefni. Mikilvægt viðfangsefni Evrópuskrifstofu WHO væri að vera aðildarríkjunum leiðarljós og færa þeim hagnýt verkfæri í hendur til að ná settum markmiðum sjálfbærrar þróunar sem lúta að heilbrigðismálum sem fyrst.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 3 Heilsa og vellíðan
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum