Hoppa yfir valmynd
20. desember 2010 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmála- og mannréttindaráðherra ávarpaði ráðstefnu Evrópuráðsins í Róm gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum

Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra, var meðal þátttakenda á ráðstefnu Evrópuráðsins sem haldin var í tilefni af upphafi átaks Evrópuráðsins gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum 29.-30. nóvember sl. Ráðstefnan var haldin í Rómarborg á Ítalíu.

Ísland hefur undirritað sáttmála Evrópuráðsins gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu á börnum 4. febrúar 2008. Til að fullgilda samninginn þarf að gera minniháttar breytingar á almennum hegningarlögum og frumvarp þess efnis er nú til vinnslu í refsiréttarnefnd. Samkvæmt sáttmálanum eiga ríki að standa fyrir átaki til að efla vitund og þekkingu á kynferðislegu ofbeldi og hefur Evrópuráðið látið útbúa sjónvarpsauglýsingu og bók til að auðvelda foreldrum að ræða kynferðislegt ofbeldi við börn sín.

Ráðherra tók þátt í umræðum á ráðstefnunni í kjölfar þess að tvítugur piltur, að nafni Gaël, lýsti reynslu sinni en hann varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fósturföður síns frá tveggja ára aldri. Níu ára gamall sagði hann móður sinni frá ofbeldinu. Kæra var lögð fram og Gaël þurfti að segja sögu sína fimm sinnum frammi fyrir lögreglu, þrisvar sinnum fyrir dómara og einu sinni fyrir dómi. Lagði Gaël ríka áherslu á að Evrópuríki tækju höndum saman og stöðvuðu ofbeldi gegn börnum með öllum tiltækum ráðum.

Ráðherra byrjaði á að þakka Gaël fyrir að deila reynslu sinni með fundargestum. Vakti hann máls á athyglisverðu slagorði sem er hluti af kynningarátaki Evrópuráðins: “You could be the one who helps” (Kannski verður það þú sem hjálpar).

Eftirfarandi spurning var lögð fyrir ráðherra:

The Icelandic Children's House is a child- friendly, multi-agency and interdisciplinary centre to investigate suspected child sexual abuse cases and provide therapeutic services for the child victims and their families. In what areas has the existence of the Children's House contributed to an improved situation with regard to preventive measures and a positive outcome for child victims of sexual abuse?

Hér á eftir fer svar ráðherra á ensku og íslensku:

Like most other communities, we in Iceland knew a time when the existence of sexual violence was denied, and attempts to unmask it were even hushed up.  Only thirty years ago, for example, incest was something that was scarcely ever discussed openly in Iceland. As in other small societies, there was a tendency to claim that such things only happened out in the big world beyond our borders.

Recognition of the reality of sexual abuse in Iceland first came to the surface in connection with the Women's Movement, which was a very active and radical force in the 1970s and 1980s.  It was then that women stood together and decided they would no longer tolerate the conspiracy of silence about these matters. They talked about their experience and that of other women, and so created a platform for the victims of domestic violence and sexual abuse – whether they were women or men, girls or boys – to speak openly about what, up to then, they had kept to themselves. Demands for change and reform were made, more and more clearly as time went on. Even though many years have passed since then and many changes have been made, there is still room for improvement.

In the wake of these demands, Iceland's legislation on sexual offences was subjected to a complete review. A non-governmental organization, Stígamót (the Educational and Counselling Centre for the Victims of Sexual Abuse and Violence), was founded in 1990, and in 1993 an Emergency Reception Centre for the Victims of Rape and Sexual Abuse was set up, where the victims of sexual attacks receive medical, legal and psychological help.

Gradually, recognition of the nature and extent of sexual violence became established, and it was in the light of this that Barnahús, the Children's House, was opened in 1999.  Why was the Children's House needed? 

Studies show that in cases of sexual abuse involving children, medical evidence is generally lacking.  It is found in less than one in every ten cases.  In the vast majority of cases, the perpetrator is someone that the child trusts or knows well, and consequently there are no other witnesses.  This means that the child's testimony is the main piece of evidence, and as a result, special care must be taken when taking statements from children who are suspected victims of sexual abuse.

The Children's House offers a child-friendly setting, in which children receive integrated services. The medical examination, exploratory interview and testimony to the court all go ahead in the same place, and psychological therapy is also offered for both the children and their family members. The actual interview is taken in a child-friendly interviewing room but the representatives of the different agencies are able to observe it by means of closed-circuit television. The interview is videotaped for multiple purposes, including the medical examination and the therapeutic services that are also provided in the Children's House.  In other words, instead of making a child who has suffered a terrible experience go from place to place, all the services are brought together in a single location. In this way, the Children's House makes it unnecessary for children to go through what  Gaël described to us, having to make the same statement again and again in different surroundings.

Nevertheless, the establishment and development of the Children's House has not all been plain sailing. There are judges who have been unwilling to use the house for taking children's testimony.  But this is something we hope to remedy and it is not a question of if but when all cases of suspected sexual abuse against children will be conducted in the best possible child friendly environment.

Finally, I should like to say this. The establishment of the Children's House shows, more than anything else, that we take sexual violence towards children seriously. There is agreement on this across all shades of political opinion in Iceland. Sexual abuse and violence is so widespread, and so serious, that it can be thought of in the same way as a global epidemic. It is not restrained by national boundaries or limited to certain groups in society.  It is a world-wide phenomenon.

The Council of Europe has taken a decisive step in tackling the problem of sexual violence towards children. It is a great honour for me to be here, and I urge all of us here to do everything we can, not only to work against sexual violence, but quite simply to eradicate it. We should not listen to those who say this is impossible, any more than we should listen to someone who argues that slavery is unavoidable. I intend to make my contribution, remembering that I, like others should act in the spirit of the campaign. You could be the one who helps.

***

Ágætu ráðstefnugestir,

Íslenskt samfélag hefur eins og velflest samfélög átt tímabil þar sem kynferðislegu ofbeldi var afneitað og slíkar sögur jafnvel þaggaðar niður. Í því samhengi ber að nefna að fyrir aðeins þrjátíu árum voru sifjaspell nánast ekkert rædd á Íslandi. Eins og í öðrum litlum samfélögum var tilhneiging til að halda því fram að slíkt væri aðeins til í hinum stóra heimi.

Meðvitund um kynferðislegt ofbeldi á Íslandi spratt upp í kringum kvennahreyfinguna, sem var gróskumikil og róttæk á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Í því andrúmslofti risu upp konur sem ákváðu að leyfa þögninni ekki að ríkja lengur. Þær sögðu frá reynslu sinni og annarra kvenna og bjuggu þannig til farveg fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis – hvort sem voru konur eða karlar, stúlkur eða drengir – til að segja frá sinni reynslu. Krafan um úrbætur varð sífellt háværari og þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þá er úrbóta enn þörf.

Upp úr þessu var íslenska kynferðisbrotalöggjöfin tekin til gagngerrar endurskoðunar. Stígamót – grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis tóku til starfa árið 1990 og neyðarmóttöku vegna nauðgunar var komið á laggirnar árið 1993 en þar fá þolendur nauðgana samhæfða þjónustu: læknislega, lögfræðilega og sálræna.

Smám saman jókst þekking á kynferðislegu ofbeldi og í ljósi þeirrar auknu þekkingar tók Barnahús til starfa árið 1999. Og hvers vegna Barnahús?

Rannsóknir sýna að læknisfræðilegar sannanir fyrirfinnast sjaldnast þegar kemur að kynferðislegu ofbeldi gegn börnum eða í innan við einu af hverju tíu tilfellum. Ofbeldismaðurinn er langoftast einhver sem barnið þekkir vel eða treystir og því er engum öðrum vitnum til að dreifa. Þetta þýðir að framburður barnsins er aðal sönnunargagnið. Þess vegna verður að vanda vel til skýrslutöku af börnum sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Barnahús býður upp á umhverfi sem er vinsamlegt börnum og þar fá þau samhæfða þjónustu. Læknisskoðun, könnunarviðtal og skýrslutaka fyrir dómi fara fram á sama stað og þar er einnig boðið upp á sálræna meðferð bæði fyrir barnið og aðstandendur. Viðtalið fer fram í barnvænu umhverfi og notast er við sjónvarpsbúnað þannig að þeir aðilar sem fylgjast með viðtalinu eru í öðru rými. Viðtalið er einnig tekið upp bæði í hljóði og mynd. Með öðrum orðum: Í stað þess að þvæla barni, sem hefur orðið fyrir ofbeldi, milli staða þá er þjónustunni komið fyrir á einum stað. Barnahús kemur þannig í veg fyrir að börn þurfi að ganga í gegnum þá reynslu sem Gaël lýsti hér áðan, það er að þurfa að gefa sömu skýrsluna oft og mörgum sinnum og í mismunandi umhverfi.

Uppbygging Barnahúss hefur þó ekki gengið hnökralaust fyrir sig. Það eru dómarar sem hafa ekki viljað nýta húsið til skýrslutöku á börnum. Við vonumst til að finna lausn á því og það er ekki spurning hvort heldur hvenær allar skýrslur af börnum sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi verða teknar við bestu mögulegu barnvænu aðstæður.

Að endingu vil ég segja: Stofnun Barnahúss sýnir öðru fremur að við tökum kynferðislegt ofbeldi gegn börnum alvarlega. Um það er þverpólitísk sátt á Íslandi. Umfang og alvarleiki kynferðislegs ofbeldis er þannig að hægt er að líkja því við heimsfaraldur. Það er ekki bundið við landamæri eða þjóðfélagshópa. Það á sér stað um allan heim.

Evrópuráðið hefur gengið fram fyrir skjöldu til að taka á þeim vanda sem kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er. Það er mér mikill heiður að vera hér viðstaddur og ég skora á okkur öll sem hér erum inni að gera það sem í okkar valdi stendur, ekki aðeins til að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi heldur hreinlega til að útrýma því. Við skulum aldrei láta segja okkur að það sé ekki hægt, ekki frekar en að því sé haldið fram að þrælahald sé óhjákvæmilegt. Ég mun leggja mín lóð á vogarskálarnar, í anda þess átaks sem nú er hrint úr vör. Kannski verður það þú sem hjálpar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum