Hoppa yfir valmynd
20. mars 2006 Dómsmálaráðuneytið

Ný íslensk vegabréf - Algengar spurningar

Í ljósi þeirrar umræðu sem er um væntanlegar nýjungar í íslenskri vegabréfaútgáfu hafa margir haft samband við þær stofnanir sem að vegabréfamálum koma og spurt hvaða áhrif breytingin hafi fyrir hinn almenna íslenska ferðamann.
Ný íslensk vegabréf
Vegabréf

Í ljósi þeirrar umræðu sem er um væntanlegar nýjungar í íslenskri vegabréfaútgáfu hafa margir haft samband við þær stofnanir sem að vegabréfamálum koma og spurt hvaða áhrif breytingin hafi fyrir hinn almenna íslenska ferðamann. Þess vegna eru birtar hér nokkrar algengar spurningar og svör sem varða útgáfu hinna nýju vegabréfa.

Þarf að sækja um nýtt vegabréf þegar hafin verður útgáfa nýrra vegabréfa ?

  •  Nei, -   öll núgildandi vegabréf halda gildi sínu að fullu.  
  • Ekki er stefnt að neins konar innköllun á núgildandi vegabréfum.
  • Öll gild íslensk vegabréf  sem gefin eru út eftir 1. júní 1999 gilda til þess að ferðast án áritunar til USA. Þeir sem bera íslensk vegabréf útgefin fyrir 1. júní 1999 og ætla til USA þurfa nú þegar annað hvort að sækja um áritun til USA  í bandarísku sendiráði eða sækja um nýtt vegabréf. Athugið að þetta tengist ekki útgáfu nýrra íslenskra vegabréfa.
  • Margir hafa spurt um  hvort þeir þurfi að sækja um hið nýja lífkennavegabréf, þegar útgáfa þess hefst  til þess að geta ferðast áritunarlaus til USA eftir 26. okt 2006.  Svo er ekki, - vegabréf útgefin eftir 1. júní 1999 munu áfram gilda til áritunarlausra ferðalaga til USA. 

 

Hvað er vegabréf með lífkennaupplýsingum, - rafrænt vegabréf ?

  • Í þeim vegabréfum sem áætlað er að hefja útgáfu  á nú á  vordögum  2006 verður örflaga og í henni verða varðveittrar upplýsingar unnar úr stafrænni mynd sem tekin verður af umsækjanda vegabréfsins, einnig munu verða varðveittar í örflögunni upplýsingar unnar úr fingraskanni vegabréfshafa.

 

Af hverju vegabréf með lífkennaupplýsingum , - rafræn vegabréf ?

  • Alþjóða flugmálastofnunin hefur um árabil unnið að þróun rafrænna vegabréfa með lífkennaupplýsingum. Nú hafa mál þróast þannig að alþjóðasamfélagið krefst rafrænna vegabréfa og til þess að tryggja Íslendingum viðunandi ferðafrelsi er nauðsynlegt að hefja útgáfu slíkra vegabréfa sem fyrst. Evrópusambandið hefur samþykkt að öll ríki þess hefji útgáfu rafrænna vegabréfa eigi síðar en 28. ágúst 2006. Þessi samþykkt ESB er einnig skuldbindandi fyrir Ísland.

 

Verða nýju vegabréfin með lífkennaupplýsingum dýrari en eldri vegabréf  ?

  • Nýju vegabréfin verða nokkuð dýrari í framleiðslu en eldri vegabréf. Ekki er þó ráðgert að hækka verð þeirra til handhafa.

 

Ef þeir sem þetta lesa hafa enn spurningar sem þeim finnst ekki vera fullsvarað er þeim velkomið að senda spurningar í tölvupósti til verkefnahópsins sem vinnur að útgáfu nýju vegabréfanna.

Vinsamlega sendið tölvupóst :  johann.johannsson hjá dkm.stjr.is  

 



Ný íslensk vegabréf
Vegabréf
Ný íslensk vegabréf
Vegabréf

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum