Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2015 Dómsmálaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um skotelda til umsagnar

Drög að breytingu á reglugerð um skotelda eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 26. nóvember næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Með breytingu á reglugerðnr. 952/2003 er ætlunin að skýra frekar sérstakar athugasemdir í töflu 3 í viðauka I er varðar skotkökur að gerð 3D. Samkvæmt gildandi athugasemdum er bannað að selja skotkökur sem hafa enga aðra virkni en sprengingar eða hafa tvo eða fleiri kveikiþræði. Sá skilningur hefur verið lagður í ákvæðið í framkvæmd að um sé að ræða bann við að selja skotkökur í þessum flokki sem hafa tvo eða fleiri ytri kveikiþræði, þ.e. kveikiþræði sem ætlaðir eru til að tendra í skotkökkunni. Með ákvæðinu var verið að koma í veg fyrir að skotkökur í þessum flokki séu tengdar saman líkt og tíðkast við öflugri skotkökur sem ekki eru seldar almenningi og eru notaðar í flugeldasýningum.

Rétt þykir að árétta þennan skilning sem verið hefur á ákvæðinu að bannað sé að selja skotkökur sem hafa tvo eða fleiri ytri kveikiþræði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum