Hoppa yfir valmynd
9. október 2015 Dómsmálaráðuneytið

Karl Axelssonskipaður hæstaréttardómari

Forseti Íslands hefur fallist á tillögu innanríkisráðherra um að Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður verði skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá og með 12. október næstkomandi. Karl fékk skipunarbréf sitt afhent í innanríkisráðuneytinu í dag.

Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 10. júlí síðastliðinn og bárust alls þrjár umsóknir. Það var samdóma álit dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara að Karl Axelsson væri hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embættið. Aðrir umsækjendur voru Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og Lagadeild Háskóla Íslands, og Ingveldur Einarsdóttir, settur dómari við Hæstarétt Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum