Hoppa yfir valmynd
9. september 2015 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd mat þrjá umsækjendur um embætti dómara hæfasta

Dómnefnd hefur skilað umsögn um umsækjendur um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Embættið var auglýst þann 12. júní 2015 og bárust alls sjö umsóknir.

Samkvæmt lögum um dómstóla nr. 15/1998 fór innanríkisráðuneytið þess á leit við dómnefnd að hún léti í té umsögn um hæfni umsækjenda og skilaði hún umsögn sinni þann 1. september sl. Það er niðurstaða dómnefndarinnar að þrír umsækjenda séu hæfastir til að hljóta skipun í embættið og að ekki séu efni til að gera upp á milli hæfni þeirra. Þeir eru: Arnar Þór Jónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, Lárentsínus Kristjánsson hæstaréttarlögmaður og Pétur Dam Leifsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Auk þeirra sóttu um embættið þau Berglind Bára Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri umboðsmanns Alþingis, Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis, Stefanía G. Sæmundsdóttir, settur saksóknari, og Stefán Erlendsson, héraðsdómslögmaður og lögfræðingur hjá Vegagerðinni.

Hér að neðan má finna umsögn dómnefndarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum