Hoppa yfir valmynd
2. september 2015 Dómsmálaráðuneytið

Lög um þriðju kynslóð farsíma verði felld úr gildi

Drög að lagafrumvarpi um afnám laga um þriðju kynslóð farsíma eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til og með 10. september næstkomandi og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Lög nr. 8/2005 um þriðju kynslóð farsíma tóku gildi árið 2005 en markmið þeirra var að tryggja hagsmuni neytenda við úthlutun tíðna fyrir þriðju kynslóð farsíma hér á landi. Síðan lögin voru sett hefur bæði orðið þróun í tækni og eftirspurn á tíðnisviðum fyrir farnetsþjónustu. Þannig er umrætt tíðnisvið ekki lengur frátekið fyrir þriðju kynslóð farsíma innan Evrópu heldur hefur það verið gert tæknilega hlutlaust, m.a. til að koma til móts við aukna eftirspurn á tíðnisviði fyrir fjórðu kynslóð farnetsþjónustu. Er því talið rétt að fella úr gildi lögin til þess að aðlaga nýtingu á 2100 MHz tíðnisviðinu að alþjóðlegum skuldbindingum og þörfum markaðarins með tilliti til tækniþróunar.

Frumvarpið er samið í innanríkisráðuneytinu í samráði við Póst- og fjarskiptastofnun.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum