Hoppa yfir valmynd
8. júní 2015 Forsætisráðuneytið

Thorbjörn Jagland heimsótti innanríkisráðuneytið

Thorbjörn Jagland, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra Noregs, heimsótti innanríkisráðuneytið í dag ásamt nánustu samstarfsmönnum. Fundinn sátu Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneyti, fulltrúar ráðuneytisins svo og Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra og fulltrúar utanríkisráðuneytis.

Berglind Ásgeirsdóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir og Thorbjörn Jagland.
Berglind Ásgeirsdóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir og Thorbjörn Jagland.

Auk funda í innanríkisráðuneyti fundar Jagland með forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkisráðherra og forseta Alþingis og hann hélt síðan erindi á málstofu í dag. Heimsókn hans lýkur á morgun.

Á dagskrá fundar Jaglands og fulltrúa innanríkisráðuneytis voru umræður um stöðu mannréttindamála hér á landi og þýðingu evrópskrar löggjafar á því sviði, sem og baráttuna gegn öfgahópum og hryðjuverkum í Evrópu. Fjallað var um skýrslu Evrópuráðsins um stöðu lýðræðis og mannréttinda í aðildarríkjum Evrópuráðsins. Ræddi ráðuneytisstjóri um áskoranir sem Íslendingar standa frammi fyrir á þeim sviðum en í skýrslunni er meðal annars bent á atriði sem færa mætti til betri vegar og er Evrópuráðið einnig vettvangur til að vinna sameiginlega að umbótum á þessu sviði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum