Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2015 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Hagræðingaraðgerðir og þróun ríkisfjármála rædd á fundiinnanríkisráðherra með forstöðumönnum stofnana

Innanríkisráðherra boðaði forstöðumenn stofnana innanríkisráðuneytisins til fundar í dag í Reykjavík þar sem einkum var fjallað um fjármál og framlög til hinna ýmsu þátta í rekstri ráðuneytisins og stofnana sem undir það heyra. Einnig var rætt um hagræðingartillögur sem ráðherra hafði óskað eftir að fá frá forstöðumönnum stofnananna og bárust alls kringum 70 tillögur frá 21 stofnun.

Ólöf Nordal flutti erindi á fundi með forstöðumönnum stofnana innanríksráðuneytisins í dag.
Ólöf Nordal flutti erindi á fundi með forstöðumönnum stofnana innanríksráðuneytisins í dag.

Ólöf Nordal flutti erindi á fundi með forstöðumönnum stofnana innanríkisráðuneytisins í dag.Nærri 40 fulltrúar stofnana sóttu fundinn ásamt allnokkrum  fulltrúum ráðuneytisins. Ólöf Nordal innanríksráðherra flutti inngangserindi og ræddi um þróun í ríkisfjármálum síðustu árin og bar framlög til ráðuneytisins saman við þróun neysluvísitölu. Tillögur sem bárust frá stofnunum snerust um húsnæðismál, sameiningu, útvistun verkefna, að minnka umfang, gjaldtöku og sölu eigna svo nokkur dæmi séu nefnd. Sagði hún í lokin að það sem næst myndi gerast væri að funda með fulltrúum stofnana, ræða við hagsmunaaðila og setja fram aðgerðaáætlun sem unnin yrði í sátt við aðila. Þetta yrði gert út frá áherslum á þarfir samfélagsins.

Að loknum inngangi ráðherra var forstöðumönnum gefinn kostur á að ræða málin og varpa fram spurningum eða athugasemdum og lögðu margir þeirra orð í belg.

Kringum 40 forstöðumenn stofnana innanríkisráðuneytis sátu fund með ráðherra í dag.

Kringum 40 forstöðumenn stofnana innanríkisráðuneytis sátu fund með ráðherra í dag.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum