Hoppa yfir valmynd
11. mars 2015 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Vinnustofa um EES-samninginn og framkvæmd hans

Innanríkisráðuneytið efndi nýverið til vinnustofu um EES-samninginn og framkvæmd hans. Var hún skipulögð í samvinnu við Alþingi, EFTA-skrifstofuna í Brussel og utanríkisráðuneytið. Vinnustofuna sátu fulltrúar frá ráðuneytinu og stofnunum þess sem sinna EES-málefnum.

Frá vinnustofu um EES-gerðir sem haldin var í síðustu viku.
Frá vinnustofu um EES-gerðir sem haldin var í síðustu viku.

Aðal umfjöllunarefni vinnustofunnar var að fjalla um EES-samninginn og framkvæmd hans á vettvangi ráðuneytisins út frá sjónarhóli þeirra aðila sem koma að rekstri hans, þ.e. Alþingis, ráðuneytisins og stofnana þess auk EFTA skrifstofunnar í Brussel.

Frá vinnustofu um EES-gerðir sem haldin var í síðustu viku.Aðalfyrirlesarar voru þau Valgerður Guðmundsdóttir og Thomas Tzieropolos, sérfræðingar EFTA-skrifstofunnar í Brussel, og fluttu þau erindi um starfsemi skrifstofunnar og ferla ESB-gerða í mótun og hvaða tækifæri EFTA ríkin hafa til áhrifa. Einnig fluttu erindi þeir Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneyti, og Gunnar Örn Indriðason, lögfræðingur á skrifstofu innviða, sem ræddu verkaskiptingu ráðuneytis og stofnana og um mat á efni og áhrifum gerða. Einnig flutti Sesselja Sigurðardóttir, lögfræðingur á Alþingi, erindi um aðkomu þingsins að EES-málum í samræmi við reglur um þinglega meðferð slíkra mála.

Vinnustofan var vel sótt og sátu hana fulltrúar flestra stofnana ráðuneytisins sem vinna að innleiðingu EES-gerða og voru góðar umræður um efnið á milli erinda.

Frá vinnustofu um EES-gerðir. Valgerður Guðmundsdóttir var meðal þeirra sem fluttu erindi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum