Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2015 Dómsmálaráðuneytið

Reglur um valdbeitingu lögreglumanna og landhelgisgæslumanna birtar

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur ákveðið að birta skuli reglur um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna sem þáverandi dómsmálaráðherra setti 22. febrúar 1999. Innanríkisráðherra hefur jafnframt ákveðið að birta reglur um valdbeitingu handhafa lögregluvalds hjá Landhelgisgæslu Íslands og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna sem þáverandi dómsmálaráðherra setti 6. júlí 2007.

Reglurnar munu birtast á næstunni í Stjórnartíðindum. Þær birtast hér eins og fyrrverandi ráðherra samþykkti þær og hefur þeim í engu verið breytt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum