Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2014 Dómsmálaráðuneytið

Tveir nýir lögreglustjórar skipaðir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur skipað tvo nýja lögreglustjóra: Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og Karl Inga Vilbergsson í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum. Embættin voru auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 18. ágúst og bárust ráðuneytinu fimm umsóknir um hvort embætti frá átta umsækjendum, þremur konum og fimm körlum.

Dómsmálaráðherra fól valnefnd að fjalla um og leggja mat á umsóknir um embætti lögreglustjóra. Í valefndina voru skipuð þau Daði Kristjánsson saksóknari, Guðný Elísabet Ingadóttir mann­auðsstjóri og dr. Þórður S. Óskars­son, fram­­kvæmdastjóri.

Allir umsækjendur uppfylltu almenn hæfisskilyrði og voru þeir allir boðaðir í viðtal. Niðurstaða valnefndar var sú að Páley Borgþórsdóttir uppfylli best kröfur til að gegna embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum og að Karl Ingi Vilbergs­son sé hæfastur til að gegna embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum

Páley Borgþórsdóttir útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2002. Hún öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2004. Páley hefur starfað sem löglærður fulltrúi  hjá sýslumanninum í Vestmannaeyjum og stað­gengill sýslumanns. Frá 2007 hefur Páley starfað sem héraðs­dómslögmaður.

Karl Ingi Vilbergsson útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Hann hefur starfað sem löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum í Kópa­­vogi og við efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans. Frá 2007 hefur Karl Ingi starfað sem aðstoðar­saksóknari hjá lögreglustjóranum á höfuð­borgar­svæðinu til dagsins í dag.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum