Hoppa yfir valmynd
21. október 2014 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingum á reglugerðum um almannaflug til umsagnar

Innanríkisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerðum um breytingu á reglugerð um almannaflug flugvéla, nr. 694/2010 og reglugerð um almannaflug þyrlna, nr. 695/2010. Umsagnir um drögin óskast sendar á netfangið [email protected] eigi síðar en 3. nóvember næstkomandi.

Reglugerðardrögin fela í sér að 1. málslið 9. gr. er breytt og taki gildi 1. janúar 2016, í stað 1. janúar 2015. Samgöngustofa hefur lagt til að frestað verði kröfum um viðhaldsáætlun loftfara sem fram koma í grein 6.4 í viðauka I við reglugerðir 694/2010 og 695/2010 til þess að unnt sé að samræma þær  kröfum sem gerðar eru til EASA loftfara.

Jafnframt fella reglugerðardrögin á brott reglugerð nr. 627/1983, um lágmarksbúnað loftfara. Frá gildistöku reglugerðar 627/1983 hafa verið settar reglugerðir um almannaflug flugvéla og þyrlna og atvinnuflug þar sem fjallað er um búnað loftfara. Af því leiðir að ekki er þörf á reglugerðinni og því rétt að fella hana á brott.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum