Hoppa yfir valmynd
20. október 2014 Forsætisráðuneytið

Drög að lagafrumvarpi um breytta hugtakanotkun til umsagnar

Innanríkisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að lagafrumvarpi um breytta hugtakanotkun í íslenskri löggjöf. Unnt er að koma umsögnum um frumvarpsdrögin á netfangið [email protected] til og með 27. október næstkomandi.

Fyrirhuguð framlagning frumvarpsins fyrir Alþingi er hluti af undirbúningi fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi. Skiptist það í 6 hluta og varðar efni þess ákvæði laga á málefnasviði jafnmargra ráðuneyta.

Með frumvarpsdrögunum er lögð til breytt hugtakanotkun í gildandi rétti með hliðsjón af nýlegri íslenskri þýðingu samningsins um réttindi fatlaðs fólks. Frumvarpið felur ekki í sér efnislegar breytingar á gildandi lögum.

Við undirbúning frumvarpsins var haft samráð við fulltrúa þeirra aðila sem eiga sæti í undirbúningsnefnd fullgildingarferlisins. Þeirra á meðal eru fulltrúar allra ráðuneyta, Sambands íslenskra sveitarfélaga, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Öryrkjabandalags Íslands, Landssamtakanna Þroskahjálpar, Landssamtakanna Geðhjálpar og NPA miðstöðvarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum