Hoppa yfir valmynd
2. september 2014 Dómsmálaráðuneytið

Drög að frumvarpi til laga um farmflutninga á landi til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að lagafrumvarpi um farmflutninga á landi. Unnt er að veita umsögn um frumvarpið til 17. september næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið [email protected].

Um farmflutninga á landi gilda í dag lög um fólksflutninga og farmflutninga á landi  nr. 73/2001. Samhliða frumvarpi þessu er ætlunin að leggja fram á Alþingi frumvarp til heildarlöggjafar um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni. Er ætlunin að sú löggjöf leysi af hólmi ákvæði lög nr. 73/2001 er snúa að fólksflutningum. Þannig reynist nauðsynlegt að fjarlægja úr löggjöf um fólks- og farmflutninga þau ákvæði er snúa að fólksflutningum. Þá hafa hagsmunaaðilar í farmflutningagreininni kallað eftir auknum eftirlitsheimildum Samgöngustofu með greininni og að í lögum um farmflutninga fælust ákvæði sem miðuðu að því að framfylgja kröfu um að þeir sem sinni farmflutningum gegn endurgjaldi hafi almennt rekstrarleyfi. 

Frumvarpið inniheldur í fyrsta lagi ákvæði sem eru efnislega samhliða ákvæðum núgildandi laga nr. 73/2001 að því undanskildu að felld hafa verið brott þau atriði er snéru að fólksflutningum. Þegar um slíkt er að ræða er það tiltekið í athugasemdum við hvert ákvæði fyrir sig hér að neðan. Í öðru lagi, eins og greinir frá í I. kafla, er í frumvarpinu að finna auknar heimildir til Samgöngustofu til að hafa eftirlit með og framfylgja því að þeir sem stunda farmflutninga gegn endurgjaldi séu með rekstrarleyfi. Þessar heimildir, auk ákvæða um viðurlög, er að finna í 8.-18. gr. frumvarpsins og eru þær hliðstæðar þeim heimildum til eftirlits sem Samgöngustofu eru veittar í frumvarpi til laga um farþegaflutninga á landi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum