Hoppa yfir valmynd
2. september 2014 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 15. september næstkomandi á netfangið [email protected].

Markmið reglugerðar þessarar er að innleiða að nýju reglugerð ráðsins (EBE) nr. 95/93, með áorðnum breytingum. Reglugerðin var innleidd hér á landi með reglugerð nr. 1050/2008 en Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði athugasemdir við ákvæði hennar. Ráðuneytið ákvað að bregðast við athugasemdum ESA með þeim hætti að innleiða með nýrri reglugerð efnisákvæði reglugerðarinnar sem sjá má í meðfylgjandi drögum.

Helstu breytingar sem felast í nýrri reglugerð er að Samgöngustofa telst lögbært stjórnvald að því er varðar gildissvið reglugerðarinnar hér á landi. Þá verður byggt á efnisákvæðum reglugerðar (EBE) nr. 95/93, með áorðnum breytingum, eins og þau hafa verið birt í EES-viðbæti við stjórnartíðindi ESB.

Lagastoð er að finna í 1. mgr. 57. gr. c, 3. mgr. 76. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum