Hoppa yfir valmynd
30. júlí 2014 Dómsmálaráðuneytið

Embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum laus til umsóknar

Innanríkisráðuneytið auglýsir laus til umsóknar tvö embætti lögreglustjóra, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst næstkomandi. Innanríkisráðherra skipar í embættin frá 1. janúar 2015 til fimm ára.

Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um: 1) menntun, 2) reynslu af stjórnun, 3) reynslu af lögmannsstörfum, saksókn, dómstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) upplýsingar um samskiptafærni og sjálfstæði, 6) framtíðarsýn fyrir það embætti sem sótt er um, 7) aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf lögreglustjóra. Með umsókn skulu fylgja afrit af prófskírteinum og upplýsingar um umsagnaraðila.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um embættin. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Nánari upplýsingar veitir Ingilín Kristmannsdóttir, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu, í síma 545 9000.

Umsóknir óskast sendar rafrænt á netfangið [email protected] eða skriflega til innanríkisráðuneytis, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum