Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2014 Dómsmálaráðuneytið

Vegna frétta um kæru hælisleitenda á hendur innanríkisráðuneyti

Vegna frétta um kæru lögmanna hælisleitenda á hendur innanríkisráðuneyti vegna meints leka trúnaðargagna vill ráðuneytið ítreka eftirfarandi:

Athugun ráðuneytisins og rekstrarfélags stjórnarráðsins staðfesti að trúnaðargögn vegna umrædds máls hafa einungis farið til þeirra aðila sem samkvæmt lögum eiga rétt á þeim. Ráðuneytið hefur því enga ástæða til að ætla annað en að öllum málsmeðferðarreglum hafi verið fylgt við meðferð þessa einstaka máls og starfsmenn ráðuneytisins og undirstofnana þess gætt fyllsta trúnaðar.  

Líkt og komið hefur fram er umrætt mál, vegna kæru lögmanns hælisleitenda, til skoðunar hjá ríkissaksóknara. Rétt er að árétta að fyrirspurn ríkissaksóknara beinist til ráðuneytis en ekki ráðherra.  

Ráðuneytið mun á næstu dögum svara fyrirspurn ríkissaksóknara, en minnir að gefnu tilefni á að hvorki starfsmenn ráðuneytisins né ráðherra geta tjáð sig opinberlega um málefni einstakra aðila.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum