Hoppa yfir valmynd
6. janúar 2014 Innviðaráðuneytið

Vegna umfjöllunar um frumvarpsdrög um fólksflutninga í atvinnuskyni

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um drög að frumvarpi um fólksflutninga á landi í atvinnuskyni vill innanríkisráðuneytið vekja athygli á því að enn er unnið að frumvarpsdrögunum og athugasemdir kannaðar. Frumvarpsdrögin voru kynnt á vef ráðuneytisins í október 2012.

Að undanförnu hefur verið unnið áfram að frumvarpsdrögunum og haft hefur verið samráð við fulltrúa fjölmargra hagsmunaaðila sem hafa óskað eftir að fá að fylgja eftir athugasemdum sínum með fundi, svo sem Samtök ferðaþjónustunnar, Samband íslenskra sveitarfélaga, hópferðafyrirtæki, og stéttarfélög bílstjóra. Hafa í framhaldi af því verið gerðar ýmsar breytingar á frumvarpsdrögunum, þau send fulltrúum bifreiðastöðva og veittur var frestur til að gera athugasemdir til 27. desember. Vegna óska frá nokkrum aðilum hefur þessi frestur nú verið lengdur til og með 17. janúar næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum