Hoppa yfir valmynd
25. mars 2013 Dómsmálaráðuneytið

Skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og starfshópur sem hann skipaði í október 2011 til að fara yfir rannsókn tveggja sakamála, Guðmundar- og Geirfinnsmála, kynntu skýrslu starfshópsins á blaðamannafundi í ráðuneytinu í dag. Þar kom fram að í ljósi þeirrar afdráttarlausu niðurstöðu skýrslunnar að framburðir dómfelldra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hafi verið óáreiðanlegir telji starfshópurinn veigamiklar ástæður fyrir því að málin verði tekin upp á ný.

Skýrsla um Guðmundar- og Geirfinnsmál var kynnt í ráðuneytinu í dag.
Skýrsla um Guðmundar- og Geirfinnsmál var kynnt í ráðuneytinu í dag.

Starfshópinn skipuðu Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, for­maður hópsins, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og Jón Friðrik Sigurðsson, prófessor og yfirsálfræðingur. Með starfshópnum störfuðu Gísli H. Guðjónsson prófessor og Valgerður María Sigurðardóttir, lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum