Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2013 Dómsmálaráðuneytið

Nýjum listabókstöfum úthlutað

Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis skal innanríkisráðuneytið halda skrá um listabókstafi stjórnmálasamtaka og ákveða bókstaf nýrra samtaka að fengnum óskum þeirra, með hliðsjón af listabókstöfum annarra stjórnmálasamtaka í undangengnum kosningum. Þó að stjórnmálasamtök hafi fengið úthlutað listabókstaf er það ekki formleg tilkynning um framboð. Landskjörstjórn auglýsir framboðslista eigi síðar en tíu dögum fyrir kjördag.

Innanríkisráðuneytið auglýsti 31. janúar síðastliðinn hvaða stjórnmálasamtök og buðu fram lista í síðustu alþingiskosningum og hvernig þeir voru merktir:

B-listi:     Framsóknarflokkur

D-listi:     Sjálfstæðisflokkur

F-listi:      Frjálslyndi flokkurinn

O-listi:     Borgarahreyfingin – Þjóðin á þing

P-listi:      Lýðræðishreyfingin

S-listi:      Samfylkingin

V-listi:      Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Ráðuneytinu hefur borist tilkynning um að stjórnmálasamtökin Borgarahreyfingin – Þjóðin á þing, sem buðu fram lista við alþingiskosningarnar 25. apríl 2009, hafi breytt heiti sínu í Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Ráðuneytið hefur ákveðið að listabókstafur stjórnmálasamtakanna verði bókstafurinn T og kemur hann í staðinn fyrir listabókstafinn O, sem Borgarahreyfingin - Þjóðin á þing hafði áður. 

Nýir listabókstafir

Þá hefur ráðuneytið ákveðið listabókstafi fimm stjórnmálasamtaka sem ekki hafa verið með skráðan listabókstaf áður við alþingiskosningar auk stafs fyrir Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Hafa auglýsingar þar að lútandi verið birtar í Stjórnartíðindum.

Stjórnmálasamtök sem hafa fengið úthlutað listabókstaf:

A-listi:    Björt framtíð

C-listi:    Samstaða – flokkur lýðræðis og velferðar

E-listi:    Bjartsýnisflokkurinn

G-listi:    Hægri grænir, flokkur fólksins

H-listi:    Húmanistaflokkurinn     

T-listi:     Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði

Fleiri stjórnmálasamtök hafa óskað eftir listabókstaf fyrir alþingiskosningarnar í vor og eru þær beiðnir í vinnslu. Innanríkisráðuneytið mun auglýsa nýja listabókstafi um leið og ákvörðun liggur fyrir.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum