Hoppa yfir valmynd
2. ágúst 2012 Dómsmálaráðuneytið

Þremur nýjum listabókstöfum úthlutað

Innanríkisráðuneytinu hafa borist nokkrar fyrirspurnir og erindi sem varða tilkynningar um ný stjórnmálasamtök og umsóknir um listabókstafi. Erindin hafa verið afgreidd með tilvísum til 38. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000.

Eftirfarandi stjórnmálasamtök hafa uppfyllt skilyrði laganna og fengið úthlutað listabókstaf.

Samstaða – flokkur lýðræðis og velferðar. Forsvarsmaður Lilja Mósesdóttir. Sótti um og fékk úthlutað listabókstafnum C.

Bjartsýnisflokkurinn. Forsvarsmaður Einar Gunnar Birgisson. Sótti um og fékk úthlutað listabókstafnum E.

Hægri  grænir – flokkur fólksins. Forsvarmaður Guðmundur Franklín Jónsson. Sótti um og fékk úthlutað um listabókstafnum G.

Engin stjórnmálasamtök á skrá gerðu athugasemdir við þessar óskir

C var síðast úthlutað til Bandalags jafnaðarmanna og E var úthlutað til baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja 2007. Hvað varðar listabókstafinn G hefur hann ekki verið notaður síðan 1995.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum