Hoppa yfir valmynd
5. maí 2011 Forsætisráðuneytið

Nýir sendiherrar um samning Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk

Sjö einstaklingar sem sótt hafa námskeiðið ,,sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hittu Ögmund Jónasson innanríkisráðherra í Alþingishúsinu í gær og kynntu honum verkefni sitt. Samningur Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlaða var undirritaður á Íslandi árið 2007 en hefur ekki enn verið lögfestur.

Sendiherrar SÞ vegna réttinda fatlaðra ræddu við Ögmund Jónasson
Sendiherrar SÞ vegna réttinda fatlaðra ræddu við Ögmund Jónasson

Tilgangurinn með námskeiðinu er að þau sjö sinni eins konar jafningjafræðslu um réttindi fatlaðs fólks. Markmiðið er að fræða og freista þess að breyta ímynd fatlaðra einstaklinga. Öll hafa þau mikla reynslu af réttindabaráttu fatlaðra gegnum samtökin Átak sem er félag fólks með þroskahömlun. Ætlunin er að þau kynni samninginn öðru fólki með þroskahömlun og mun hópurinn nú í maí og fram í júní skipta sér niður í heimsóknir á sambýli og ýmsa vinnustaði.

Sendiherrarnir nýju eru: Gísli Björnsson, Ingibjörg Rakel Bragadóttir, Ína Valsdóttir, María Hreiðarsdóttir, Skúli Steinar Pétursson, Þórey Rut Jóhannesdóttir og Þorvarður Karl Þorvarðarson.

Sendiherrar SÞ vegna réttinda fatlaðra ræddu við Ögmund JónassonNámskeið hópsins hófst fljótlega eftir áramót og því lauk fyrir síðustu mánaðamót. Landssamtökin Þroskahjálp hafði forgöngu um að koma verkefninu á fót og fékk til þess styrk og fól síðan Fjölmennt að annast verkefnið. Ásdís Guðmundsdóttir, kennari hjá Fjölmennt, var verkefnisstjóri. 

Hinir nýju sendiherrar kynntu verkefnið í gær á fundi í Alþingishúsinu með Ögmundi Jónassyni, ráðherra mannréttindamála. Um leið gaf ráðherra hópnum örlitla kynningu á húsinu sjálf.

 Sendiherrar SÞ vegna réttinda fatlaðra ræddu við Ögmund Jónasson

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum